Bændablaðið - 14.12.2017, Side 10

Bændablaðið - 14.12.2017, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Orka til framtíðar Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Jarðvarmastöðin á Þeista- reykjum er nýjasta afl stöð Íslendinga. Hún var gang- sett 17. nóvember 2017, en áttatíu árum fyrr var elsta afl stöðin, Ljósafossstöð, gangsett. Margt hefur breyst á þessum tíma. Uppbygging raf orku kerfisins hefur verið ein af forsendum velmegunar og lífskjara á Íslandi og hér hefur orðið til einstæð þekking á sviði endurnýjanlegrar orku. Við allan undirbúning og framkvæmdir við Þeista reyki hefur markmiðið verið að reisa hag kvæma og áreiðan- lega virkjun sem tekur mið af um hverfi sínu og náttúr- unni. Þegar virkjun er reist er mikil vægt að vandað sé til allra verka, bæði til að lágmarka umhverfis áhrif vegna fram kvæmd anna en líka til að tryggja að fram- kvæmdin skili þjóðinni arði til lengri tíma. Landsvirkjun hefur frá upp- hafi unnið endurnýjanlega orku. Vitundarvakning um umhverfis- og loftslagsmál á heimsvísu hefur aukið verulega verðmæti slíkrar raforku. Skynsamleg ráð- stöfun fjármuna hjá fyrir- tækinu hefur einnig gert það að verkum að hægt verður að greiða hærri fjár hæðir í arð til eiganda fyrir tækisins, íslensku þjóðarinnar. Við erum stolt af því. Við óskum landsmönnum öllum gæfu á nýju ári og þökkum farsælt samstarf á liðnum árum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.