Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 27

Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Mýs geta nagað sig inn í hold á lifandi fé Eflaust þykir einhverjum músaveiðar af þessum toga vera „ómannúðlegar“ og jafnvel dæmi um dýraníð. Indriði segir þó að fyrir fjárbændur sé músafár ekkert grín og þetta snúist ekki síður um að verja kindurnar frá því að vera hreinlega étnar lifandi og forða þeim frá þeim vítiskvölum sem því hljóti að fylgja. Mýs átu drjúgan hluta úr hryggvöðva á lifandi á „Góðæri, eins og nú hefur verið í veðurfarinu, geta komið í bakið á manni og þá þarf að bregðast við því með einhverjum hætti. Ég man eftir því á árum áður þegar hér voru torfhús og féð lá við torfveggina. Þá gengu mýsnar út á ærnar í húsunum og lögðust á þær. Ég man sérstaklega eftir einni á sem var illa leikin eftir mýs. Það var búið að éta hryggvöðvann á henni lifandi, allan öðrum megin hryggsúlu, þar var bara gapandi tóm. Ætli ég hafi ekki verið tíu eða tólf ára þegar einn morgun var verið að hleypa fénu út úr húsi hér rétt ofan við íbúðarhúsið og hét Hólhús. Afi minn var þar að hleypa út fénu, en hann var fatlaður og með staurfót. Það var fínasta veður og snjóföl yfir öllu. Við stöndum þarna báðir og horfum á kindurnar renna út, þá sjáum við allt í einu mýs koma upp úr ullinni á hvítri á sem var rétt komin út. Afi, sem var mikill rósemdarmaður, rak upp þetta litla öskur og æddi af stað á sínum staurfót með stafinn sinn á lofti og ætlaði heldur betur að vega að þessari mús. Pabbi var þá líka kominn á vettvang með fé sem fara átti í þennan sameiginlega rekstur. Hann var frár á fæti en músin hljóp eins og hún ætti lífið að leysa, sem hún eðlilega átti, en pabba tókst samt að ná henni og traðka hana til bana. Það var greinilegt að þeim þótti þessi verknaður mjög mikil nauðsyn, því þegar mýs komast á bragðið við að leggjast á fé halda þær því áfram. Það er rétt eins og dýrbítur sem kemst í að drepa lömb. Þessari á var fargað haustið eftir og þá kom í ljós að hryggvöðvinn öðrum megin var alveg burt étinn.“ Indriði segist ekki hafa lent í slíku í haust, en mýsnar sæktu eðlilega inn í hús ef þær gætu þegar frysti og það tæki að snjóa. Hann segist ekki vilja hugsa það til enda hvað hefði getað gerst ef þessar 1.400 mýs hefðu farið í fjárhúsin. Hann segir því að það verði bara með illu eða góðu að vinda ofan af þessum ófögnuði. Það er bara brýn nauðsyn, því mýsnar eru til alls vísar. Þetta er ekkert grín og það er vissara að menn vakni til vitundar um vandann í tæka tíð,“ segir Indriði bóndi á Skjaldfönn. /HKr. – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 760 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Glerártorgi - Kringlunni - Smáratorgi - www.lindesign.is Mýkt, hlýja og vellíðan fyrir alla fjölskylduna Nýjar Jólavörur · Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni · Hægt að fá í lituðu áli eða ryðfríu stáli · Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Led húsnúmer · Best að panta í gegnum facebook · Led húsnúmer S. 789 3010 Led húsnúmer Jólagjöf hússins · sérsmíðum númer á öll hús Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.