Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 46

Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Það er ekki hægt annað en að komast í gott jólaskap við að heimsækja stærsta piparkökubæ í heimi í Bergen í Noregi. Hér hlaupa piparkökuhúsin og skúlptúrar úr piparkökudeigi á hundruðum sem starfsmenn hinna ýmsu fyrirtækja, nemendur grunnskóla, börn úr leikskólum og almennir borgarar hafa föndrað til að sýna í piparkökubænum. Piparkökubærinn, sem staðsettur er í niðurlagðri innanhússsundlaug í miðbænum í Bergen, hefur yfir sér svolítið dulúðlegt yfirbragð, hér hafa forsvarsmenn verkefnisins fjólubláa og daufa lýsingu innandyra svo bærinn nýtur sín vel á þar til gerðum borðum, hólum og hæðum sem búið hefur verið til fyrir tilefnið og sett hvítt léreft yfir allt áður en hin ýmsu piparkökubyggingarverk eru sett á sína staði. „Í ár opnuðum við 18. nóvember og stendur sýningin fram á gamlársdag. Um helgar er fullt út úr dyrum og á virkum dögum fáum við einnig margar heimsóknir. Við fullyrðum að þetta sé stærsti og flottasti piparkökubær í heimi og stöndum við þau stóru orð. Verkefnið byrjaði fyrir 26 árum og hefur vaxið ár frá ári,“ segir piparkökuhúsabæjarstjórinn og skipuleggjandinn Steinar Kristoffersen. Ágóðinn til góðgerðarmála Það sem er merkilegt með piparkökubæinn er að allir þeir hlutir sem má sjá þar eru unnir í sjálfboðavinnu og allur ágóði af sölu inngangsmiða rennur til góðgerðarmála. „Allir geta lagt verkefninu lið, jafnt háir sem lágir, ungir sem aldnir. Þetta er sá viðburður sem dregur að flesta gesti í Bergen á þessum tíma fyrir jólin en um 100.000 manns koma hingað. Í gegnum árin hafa milljónir króna runnið til meðal annars Redd Barna, SOS barnaþorpa, Children At Risk Foundation og Hjartaheilla svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Steinar og bætir við: „Við erum einnig með lítinn sölubás inni á svæðinu þar sem fólk getur keypt sér hressingu eftir að hafa skoðað sig um í piparkökubænum og allur ágóði þess rennur til góðgerðarmála. Það er ótrúlega gefandi að taka þátt í þessu verkefni og skemmtilegt að sjá hversu vinsælt það er að koma hingað ár eftir ár.“ /ehg UTAN ÚR HEIMI Fjöldi gesta streymir að til að skoða stærsta piparkökubæ í heimi í Bergen í Noregi. Myndir / Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.