Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 49

Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Leikfangasafnið var opnað formlega á Íslenska safnadeginum, 11. júlí árið 2010, en árið á undan hafði Góðtemplarareglan gefið Akureyrarbæ húsið. Bærinn auglýsti eftir hugmyndum og áhugasömum rekstraraðilum, en Guðbjörg kynnti þá hugmynd sína að Leikfangasafninu og fékk húsið samkvæmt samningi til afnota undir þá starfsemi. Samningurinn var endurnýjaður í sumar og með aðstoð Akureyrarstofu er starfsemi Leikfangasafnsins í Friðbjarnarhúsi því tryggð næstu árin. Gömul leikföng vekja æskuminningar Leikfangasafnið er opið yfir sumarmánuðina, frá því í byrjun júní og til loka ágúst. Að jafnaði sækja það um 2.000 gestir á þeim tíma. Yfir vetrartímann er Guðbjörg fús að hleypa fólki inn á safnið, hvort heldur eru hópar í hinum ýmsu ferðum eða einstaklingar. Hún starfar sem myndlistarmaður og nýtir vetrartímann til að sinna því starfi, „en ég er alltaf til í að þurrka af penslinum og sýna safnið þegar menn hafa áhuga fyrir að skoða, það hefur aldrei verið mikið mál,“ segir hún. Hún segir flesta þá sem sækja safnið heim sjálfa eiga góðar minningar um hin og þessi leikföng úr eigin æsku. „Það er afskaplega gaman þegar fólk tekur andköf þegar það sér ákveðin leikföng sem vekja bernskuminningar,“ segir hún. Tekur þátt í listalífi bæjarins Um þessar mundir er Leikfangasafnið þátttakandi í tveimur sýningum; Allir fá þá eitthvað fallegt er yfirskrift jólasýningar Minjasafnsins þar sem m.a. er að finna muni af Leikfangasafninu og sömuleiðis eru munir þess á jólasýningu Amtbókasafnsins á Akureyri. Listasafnið á Akureyri hefur staðið fyrir viðburði sem nefnist Sköpun bernskunnar, sem er samsýning skólabarna og starfandi listamanna og hefur Guðbjörg tekið þátt í honum. Nú síðast var þema þess viðburðar hafið, en næst verður tekist á við tröll, „þannig að ég mun örugglega trilla öllum mínum lukkutröllum á milli húsa í bænum,“ segir hún. /MÞÞ Leikföng frá Leikfangagerð Akureyrar nutu vinsælda fyrir og um miðja síðustu öld. Það er komin matur, bangsi! Skjaldbökur sem stökkbreyttust og urðu ninjur. Þessi fremsta er ættuð frá Dalvík og hefur aldrei í sinni tíð gengið í gegnum umbreytingar af neinu tagi. Guðbjörg með forláta dúkku úr safni sínu. Hún er um 100 ára gömul en ekki er vitað hvaðan hún er. Dúkkan býr áskotnaðist. sér leikföngum. á hverja myndavél. Hasarhetjan Heman og félagar hans Reykofnar frá Bradley S·M·O·K·E·R Nytsamlegar jólagjafir! Vacuum pökkunarvélar frá ORVED Landsins mesta úrval af vacuum pokum - 100my Sjónaukar frá Bushnell Erum á facebook Ný ódýr pökkunarvél Dúkkuvagn og brúða frá árinu 1960.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.