Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 56

Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Vaxandi eftirspurn eftir mat, fóðri, eldsneyti og hrávöru eykur samkeppni um náttúruauðlindir og álag á land. Á sama tíma dregur landhnignun úr afkastagetu landsins og framboði á landi. Drifkraftar landhnignunar eru oftast ytri þættir sem hafa bein og óbein áhrif á heilbrigði lands, framleiðni þess og auðlindir, eins og jarðveg, vatn og líffræðilegan fjölbreytileika. Beinir drifkraftar breytinga eru náttúrufyrirbæri eins og jarðskjálftar, skriður, þurrkar og flóð. Meðal þátta sem áður töldust náttúrufyrirbæri en teljast nú afleiðing mannlegra athafna eru skógareyðing, framræsla votlendis, ofbeit, ósjálfbær landnýting og útþensla ræktarlands, land til iðnaðar og ör vöxtur þéttbýlis. Þessir þættir teljast helstu ástæður landhnignunar í dag. Nútímaleg stjórnun á ræktun nytjaplantna og eldi búfjár hefur víða leitt til uppblásturs, verri vatnsbúskapar og samdráttar í líffræðilegri fjölbreytni hvort sem er ofanjarðar eða neðan. Á sama tíma hefur námuvinnsla, flutningakerfi, orkuvinnsla og iðnaður sett verulega mark sitt í landslagið og framboð á auðlindum. Síðastliðin hundrað ár hefur land undir þéttbýli tvöfaldast og gera spár ráð fyrir að slík landnýting eigi eftir að aukast töluvert næstu áratugina. Í dag er nýting á landi undir borgir og þéttbýlissvæði ekki nema 5% af heildar landnýtingu í heiminum. Þéttbýli er þrátt fyrir það yfirleitt á frjósömustu svæðunum og landi sem gefur mest af sér. Óbein áhrif eru iðulega undirliggjandi orsakavaldar landhnignunar. Ólíkt beinum áhrifum eru óbein áhrif oft flókin og samspil margra ólíkra þátta og eiga upptök sín fjarri svæðinu sem þeir hafa áhrif á. Þetta getur átt við fjölgun íbúa, hvernig landi er ráðstafað, eftirspurn eftir neysluvörum, þjónustu, efnahagslegan vöxt og pólitískri stefnu þjóða og fjárfestingar. Náttúrulegur höfuðstóll Landhnignun er flókið ferli sem felur í sér eitt eða allt eftirfarandi; framleiðni jarðvegs og gróðurþekja dregst saman og líffræðileg fjölbreytni og þolgæði vistkerfa minnkar. Landhnignun er oft afleiðing slæmrar stjórnunar á landnýtingu, þaulræktunar, ofbeitar og rangrar nýtingar á vatni, ofnotkunar á eiturefnum og áburði í landbúnaði, mengunar og námuvinnslu. Breytingar á landnýtingu þurfa ekki að hafa í för með sér hnignun landgæða og geta í sumum tilfellum verið jákvæðar og manninum til heilla. Staðan í dag er aftur á móti sú að vistkerfi eru víðast undir miklu álagi vegna vaxandi eftirspurnar eftir auðlindum. Landnýting í dag tengist því yfirleitt hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Efnahagslegar breytingar og eftirsókn í auð hafa haft óbein áhrif í átt til beinnar misnotkunar á landi. Samkvæmt skilgreiningu sem sett var fram um síðustu aldamót eru fjögur atriði mikilvæg þegar kemur að nýtingu lands; matur, framboð, stuðningur og stjórnun. Af þessum fjórum þáttum hefur framboð markaðsgildi, til dæmis fæða, olía, trefjar og í minna mæli afþreying og ferðaþjónusta. Eitthvað sem stuðningur og stjórnun hafa ekki. Þættir eins og jarðvegsmyndun, loftslagsbreytingar og öryggi manna hafi í sögulegu samhengi ekki haft neitt efnahagslegt gildi. Hagkerfið hefur því leitt af sér hugmyndafræði skammtímagróða og að litið sé framhjá gildum eins og sjálfbæra nýtingu, varðveislu og endurheimt landgæða. Upp úr 1990 varð breyting á og umræða um verðmæti náttúrulegs höfuðstóls varð áberandi. Umræðan snerist um nauðsyn þess að leggja viðeigandi mat á gildi vistkerfa og að draga úr óæskilegum áhrifum manna á náttúruna og beita heildrænni nálgun við landnýtingu. Þrír megin og samtengdir þættir sem valda landhnignun eru lífefnafræðilegir, stofnanatengdir og þjóðhagslegir. Lífefnafræðilegir þættir snúast um það hvernig land er notað, stofnanatengdir þættir ráða stefnunni þegar kemur að landnýtingu og þjóðhagslegir þættir stjórnast af eftirspurn og stefnu stjórnvalda. Andrúmsloftið, gróður, landslag og aðgengi að vatni eru yfirleitt í forgangi þegar kemur að ákvörðunum um hvernig nýta eigi land. Efnahagsástand þjóða hefur einnig mikil áhrif þegar landnýting er ákveðin og hversu hratt breytingar eiga sér stað. Þegar kemur að stofnanalegum þáttum sem snúa að landnýtingu byggja þeir oft á sögulegum og menningarlegum arfi. Eignaréttur og efnahagsleg aðkoma eru einnig nátengd stofnanalegum þáttum. Eignarhald á landi getur verið hvati til fjárfestinga og efnahagslegs vaxtar og góðrar landnýtingar. Umráðaréttur er flókin og réttindin oft orðið til eftir mörgum form- og óformlegum leiðum, þar á meðal menningu og sögu. Ekki er víst að sömu lög og reglur gildi í dreif- og þéttbýli í sama landi. Aukin eftirspurn eftir landi á svæðum þar sem formlegur afnota- eða eignarréttur er ekki skilgreindur getur valdið íbúum landsins kvíða og auka spennu. Leiði breyting á notkun lands til hnignunar stafar slíkt af mörgum ólíkum en samtengdum svæðisbundnum og alþjóðlegum þáttum. Á komandi áratugum mun skortur á landi sem er ríkt af náttúruauðlindum leiða til samkeppni um hvernig skal nýta það. Flokka má megin áhrifavalda hnignunar lands í tvennt, beina og óbeina þætti. Beinir áhrifavaldar eru mannlegar athafnir sem tengjast breytingum á landi vegna nýtingar þess. Óbeina þætti er erfiðara að greina og mæla og verður að leggja mat á áhrif þeirra út frá félags- og efnahagslegum forsendum. Beinir áhrifavaldar landhnignunar Áætlað er að á hverju ári tapist, á heimsvísu, milli ein til sex milljón hektarar af landi vegna hnignunar. Tölurnar sýna stærð vandans og um leið nauðsyn þess að afla nákvæmari upplýsinga um umfang hans. Helstu ástæður hnignunar náttúrulegs lands eru landbúnaður og skógarnytjar, þéttbýlismyndun, uppbygging innviða í þéttbýli, orkuframleiðsla og námuvinnsla. Landbúnaður og skógarnytjar Landnýting fer mest fram á landi sem nytjað er til landbúnaðar. Í dag er um 36% af öllu landi í heiminum, að Grænlandi og Suðurheimsskautslandinu undanskildum, nýtt til land- búnaðar. Land sem tekið er undir landbúnaðarframleiðslu fer sífellt stækkandi og aðallega á kostnað náttúrulegra skóga og engja. Um þessar mundir gætir þessa mest í hitabeltinu og veldur miklu tjóni á náttúrunni og dregur úr líffræðilegum fjölbreytileika. Talið er að hnignun landgæða hafi átt sér stað í um einum fimmta af skógum og ræktunarlandi í latnesku Ameríku og á eyjum Karíbahafsins vegna framleiðslu á nautakjöti, sojabaunum og pálmaolíu. Þrátt fyrir að land til landbúnaðar haldi áfram að aukast er útþensla þess minni en land sem tapast vegna landhnignunar. Lands sem er yfirgefið vegna uppblásturs, taps á næringarefnum og aukins saltmagns í jarðvegi. Fólk yfirgefur einnig land vegna pólitísks óróa og af efnahagslegum ástæðum. Aukin vélvæðing og notkun efna í landbúnaði eins og niturs, fosfór, skordýra- og illgresiseiturs hefur valdið tímabundinni uppskeruaukningu. Á sama tíma hefur aukin efnanotkun haft verulega neikvæð áhrif á jarðveg, vatnsgæði og vistkerfið sem til lengri tíma ógnar matvælaöryggi íbúa jarðar. Yfirgefin landbúnaðarsvæði er flokkað sem ein gerð landhnignunar AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Global Land Outlook – III. kafli „Drifkraftar breytinga”: Hnignun landgæða og aukin ásókn í náttúruauðlindir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.