Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 68

Bændablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 68
68 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Rétt utan við Hróarskeldu á Sjálandi í Danmörku er eitt allra sérhæfasta bú Norðurlanda, en þar er starfrækt ræktun á sniglum til átu. Bú þetta er í eigu Ditte Ankjærgaard og Carstens Gydahl-Jensen, eiginmanns hennar, og kviknaði hugmyndin að þessu sérstaka búi í kjölfar þess að Carsten sá breska heimildarmynd um sniglabúskap í sjónvarpinu. Þau hjónin fóru á fullt í það að kynna sér sniglabúskap og vinnslu á afurðum þeirra og komust fljótt í samband við aðra í þessari búgrein. Eftir kynnisferðir og góðan undirbúning í nærri því eitt ár hófust svo framkvæmdir við búið í vor og nú þegar er sniglaframleiðslan komin á fullt. Ekki plássfrekur búskapur Að vera með sniglaframleiðslu krefst í raun ekki mikils athafnasvæðis og er uppeldissvæði bús þeirra Ditte og Carstens rétt um 1.000 fermetrar að stærð, eða 50 metra langt og 20 metra breitt. Búsvæði sniglanna er þakið kálplöntum og grasi en svo eru sérstök fóðrunar-trébretti staðsett víða innan þessa litla svæðis, sem sniglarnir sækja í að vera á og í nánd við. Sniglar þurfa einnig að komst í vatn og raka og því er einnig vökvunarkerfi til staðar. Allt svæðið er svo undir þéttriðnu neti svo sniglarnir verði ekki fuglum að bráð og að sama skapi er sérstök innri girðing undir netinu sem varnar því að sniglarnir dóli sér út úr uppeldissvæðinu. Þá er sérstakt svæði einnig afgirt og er það fyrir eggjaframleiðslu. Nota krásarbobba Þó svo að afar algengt sé að nota aðrar tegundir af sniglum völdu þau Ditte og Carsten að nota sniglategund sem er nú þegar algeng í Danmörku og kallast í náttúrunni krásarbobbi en það afbrigði sem þau nota eru framræktaðir eldissniglar. Þessi snigill er afar stór og gulbrúnn og náttúrulegt afbrigði hans algengt víða í Evrópu. Á vef Náttúrfræðistofnunar Íslands segir að þessi snigill hafi fundist þrisvar sinnum hérlendis og þá eingöngu í Reykjavík og því væntanlega borist til landsins með innflutningi, m.a. frá Danmörku.. 200 þúsund sniglar Eftir að framkvæmdum við útisvæðið lauk voru keyptir inn sniglar sem voru nýkomnir úr eggjum sínum í uppeldisstöð í Búlgaríu og þeim komið fyrir víða á útisvæðinu. Svo tók við vinna við fóðrun og hirðingu í sumar en vaxtartími snigla er frá maí og fram í september. Sniglarnir éta fyrst og fremst kál en þeim er þó afar mikilvægt að fá sérstakt viðbótarfóður sem gerir vöxtinn betri og kuðunginn sterkari. Þetta fóður flytja þau Ditte og Carsten inn frá Frakklandi, en þar í landi eru ótal framleiðendur á sniglum. Fóðrið, sem samanstendur af hveiti, vítamínum, kalki og öðrum steinefnum, er grófmalað og að hluta til á duftformi og það er sett á sérstök fóðrunarbretti, sem sniglarnir skríða upp á og fá sér í svanginn. Búskapurinn hefur stækkað nokkuð ört í sumar og nú í haust töldu þau hjónin að fjöldi sniglanna væri kominn í um 200 þúsund talsins, eða um 200 stykki á hverjum fermetra! Kynbótasniglar Í haust völdu þau hjónin sérstaka kynbótasnigla sem fengu það hlutverk að framleiða egg fyrir næstu kynslóð snigla. Alls völdu þau 1.000 snigla sem að þeirra mati báru af í vexti og þroska og voru þessir sniglar settir á sérstakt aflokað ræktunarsvæði innan búsins. Þessir sniglar þjónuðu svo bæði þeim tilgangi að framleiða egg fyrir komandi kynslóðir en einnig að framleiða egg fyrir sniglakavíar. Beint frá býli Öll vinnsla á sniglaafurðum, hvort heldur sem það er sniglakjöt eða sniglaeggjakavíar, er fullunnin á staðnum. Þetta var nauðsynlegt fyrir þau Ditte og Carsten enda ekki um aðra valkosti að ræða í landinu sem stendur. Vinnslan á þeim er nokkuð einföld í raun Á FAGLEGUM NÓTUM Sniglar eru fóðraðir með sérstöku sniglafóðri sem sett er á þar til gerð fóðurbretti. Myndir / Ditte Ankjærgaard Sniglabúskapur krefst ekki mikillar fjárfestingar í fasteignum enda eru þeir fyrst og fremst aldir á útisvæði. Ditte Ankjærgaard sniglabóndi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.