Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 70

Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 70
70 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 Halldóra Eydís Jónsdóttir frá Vogum í Mývatnssveit hefur brennandi áhuga á hönnun og hannar meðal annars töskur og skó úr íslensku hráefni. Hráefnin sem Halldóra nýtir sér eru meðal annars lambaskinn, hrosshár, roð og hreindýraskinn. „Ég hef alltaf haft áhuga á hönnun og eftir að ég lauk námi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri fór ég til náms við London College of Fashion sem er partur af University of the Arts London, og lauk þaðan BA-prófi í skóhönnun og skósmíði árið 2010.“ Halldóra segir að eftir að hún lauk BA-prófi hafi hugurinn farið að leita aftur heim og að hana hafi langað að hanna og búa til muni úr íslensku hráefni sem væru innblásnir af íslenskri náttúru. „Í dag má tengja efnið sem ég nota beint heim í sveitina.“ Hófst með taglhári „Á lokaári mínu í London kom ég heim í frí og klippti hár af tagli hestanna í sveitinni og óf úr því og notaði í skóhönnun. Ég heillaðist gersamlega af taglhárinu og að nota og nýta náttúruvænt hráefni í hönnunina og hef einbeitt mér að því síðan. Á milli kemur svo fyrir að ég noti einnig ítölsk leður og skinn með.“ Í dag rekur Halldóra eigin hönnunarlínu sem ber nafn hennar, HALLDORA, og framleiðir meðal annars skó, töskur, peningaveski og hálsmen. Vörurnar eru að stórum hluta unnar úr íslensku roði, lambi og hrosshári. Halldóra rekur einnig íslensku hönnunarverslunina JÖKLU á Laugavegi 90, ásamt vinkonu sinni Jónu Kristínu, og selja þær þar ásamt fleiri hönnuðum, milliliðalaust. „Ég vinn og smíða mín skómót og snið sjálf og hef einnig einbeitt mér að því að gera þægilega en öðruvísi skó, með hælum sem allflestar konur geta gengið á, háa, lága og alls konar.“ Leður er náttúruvænt hráefni Halldóra segir að íslenskt lambaskinn sé fyrirtaks hráefni, vandað og fallegt, og skórnir úr því hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. „Ég lít svo á að hráefnið sem ég nota sé aukaafurð íslensks landbúnaðar og sjávar útvegs og mikilvægt að nýta það eins og hægt er. Auk þess sem hráefnið tengir mig beint heim í sveitina. Nú á tímum vegan, g r æ n m e t i s æ t u t í s k u - bylgjunnar, er ég oft spurð hvers vegna ég líti svo á að vörurnar mínar séu náttúruvænar þar sem þær eru unnar úr dýraafurðum og af hverju ég noti ekki gerviefni í staðinn. Svar mitt er einfalt, ég ætti erfitt með að flokka vörurnar mínar undir náttúruvæna hattinn væru þær unnar úr gervileðri. V i ð framleiðslu á gervileðri er notað mikið magn spilliefna og gervi efnin eyðast mörg hver ekki í náttúrunni. Íslenskt leður er náttúruvæn afurð sem fer betur með fæturna, og lítið magn spilliefna er notað við sútunina og ég nýt þess að vinna með það. Ég segi samt ekki að ég muni aldrei smíða skó úr stráum og bambus, en það er ekki á dagskrá eins og staðan er í dag.“ Ný lína úr hreindýraleðri og roði Halldóra vinnur nú að nýrri línu í skóm, töskum og peningaveskjum fyrir dömur og herra. „Nýju vörurnar eru unnar úr íslensku hreindýraleðri og roði en eftir áramót býð ég skó úr þorskleðri og rúskinni með hekluðum hrosshárablúndum sem ég bý til sjálf, innblásnir af íslenskum blómum.“ /VH MENNING&LISTIR Hálsfesti úr hrosshári og lambaskinni. SIRRÝ. Stígvél og veski úr hlýraroði, hálsmen úr laxaroði. HALLDORA. Hvítt, silfurlaxaroð um- slagaveski. Halldóra Eydís Jónsdóttir, hönnuður frá Vogum í Mývatnssveit. Umslagaveski úr laxaroði, svart og silfrað. HANNA. Töskur úr karfaroði eða laxaroði og ítölsku nauts- leðri. EIK. Hreindýrastígvél. ANNA. Skór úr íslensku lambaskinni, hrosshári, laxaroði og með hraun í hælnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.