Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 76

Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 76
76 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017 JÓLAÞRAUTIR FYRIR UNGA FÓLKIÐ Hér eru lagðar þrjár þrautir fyrir unga fólkið. Þótt notað sé hugtakið „ungt fólk“ er fólki á öllum aldri heimilt að túlka það eftir eigin höfði, enda getur verið afstætt hvernig á það er litið. Öllum er því heimilt að spreyta sig á þessum gátum óháð því hvað kennitalan segir. Í fyrra gerðu sumir úr þessu keppni milli yngri og eldri á heimilinu og spennandi getur verið að sjá hvorum hópnum gengur betur. Við á Bændablaðinu höfum áður sagt og segjum það enn, að við lítum svo á að enginn sé eldri en hann hefur sjálfur tilfinningu fyrir, jafnvel þótt skrokkur og fallþungi virðist stundum benda til einhvers annars. Þá getur það bara kallast að vera ungur í anda. Lausnir á þessum gátum má finna á smáauglýsingasíðum aftast í blaðinu. Jólabrauðin komin norður, Ylfukonur sjá um að koma þeim heim til kaupenda. Lionsklúbburinn Ylfa á Akureyri: Jólabrauðin renna út og ágóðinn nýttur til góðverka „Sala á jólabrauðum hefur mælst einkar vel fyrir og þykir okkur Ylfukonum mjög skemmtilegt að vinna við þetta verkefni. Veðrið hefur af og til strítt okkur eins og gengur á okkar norðlægu slóðum, en alltaf hefur okkur tekist að koma brauðunum norður og til viðtakenda,“ segir Gerður Jónsdóttir hjá Lionsklúbbnum Ylfu á Akureyri. Aðalfjáröflun Ylfukvenna er sala á jólabrauði, en brauðin kaupa þær frá Geirabakaríi í Borgarnesi, aka þeim norður og dreifa heim á hlað til viðtakenda á Akureyri. „Akureyringar kunnu vel að meta þetta framtak og hafa tekið okkur vel, í hugum margra er það að fá okkur Ylfukonur heim á hlað með jólabrauð í farteskinu liður í jólaundirbúningi heimilisins og ómissandi þáttur í aðventuupplifuninni,“ segir Gerður. Gáfu sjónmælingartæki Lionsklúbburinn Ylfa var stofnaður 18. apríl 2011 og í honum eru nú um 20 konur. „Við höfum einbeitt okkar að stuðningi við börn og ungmenni á Akureyri og núna fyrir stuttu gáfum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands, í samvinnu við alla Lionsklúbbana á Eyjarfjarðarsvæðinu og Húsavík, sjónmælingatæki að andvirði einnar milljónar króna fyrir ung börn,“ segir Gerður, en gjöfin var gefin í tilefni af 100 ára afmæli alþjóða Lionshreyfingarinnar. Hún segir að næsta ár verði mjög merkilegt fyrir íslenskt Lionsfólk því þá verði íslensk kona, Guðrún Björt Yngvadóttir, fyrst kvenna til að verða forseti þessarar fjölmennustu hjálparsamtaka heims. Góðverk þurfa ekki að kosta peninga Lionsklúbburinn Ylfa vinnur nú við þjónustuverkefni sem felst í því að aðstoða fólk af erlendum uppruna við að æfa sig í íslensku. Fyrir velvilja Amtbókasafnsins á Akureyri hafa Ylfukonur fengið þar aðstöðu án endurgjalds til að taka á móti fólkinu. „Við erum með fasta tíma einu sinni í viku frá hausti og fram á vor, eða frá því í september og fram í maí. Fimm til sex Ylfur mæta í hvert sinn og fjöldi þátttakenda er á bilinu 10–20 alla þriðjudaga. „Góðverk þurfa nefnilega ekki alltaf að kosta peninga, tími er líka verðmætur. Það hefur svo sannarlega aukið víðsýni okkar að kynnast fólki af ýmsu þjóðerni. /MÞÞ Fyrir velvilja Amtbókasafnsins á Akureyri hafa Ylfukonur fengið þar aðstöðu án endurgjalds til að taka á móti fólki sem vill æfa sig í íslensku. Gerður Jónsdóttir er fyrir miðri mynd. Lionsklúbburinn Ylfa vinnur nú við þjónustuverkefni sem felst í því að aðstoða fólk af erlendum uppruna við að æfa sig í íslensku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.