Bændablaðið - 06.04.2017, Síða 23

Bændablaðið - 06.04.2017, Síða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Bændablaðið fregnaði af því að á Íslandi væri nú til graðfoli sem kominn er á fjórða vetur og með einstakan lit. Freyja Imsland, doktor í erfðafræði, og Baldur Eiðsson, eigandi folans, staðfestu að svo væri. Folinn sem um ræðir heitir Ellert og er frá Baldurshaga. Hann er óvanalegur á lit, bleikálóttur, breið-blesóttur, með stórt og mikið vagl í báðum augum. Lappirnar og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Litmynstrið á Ellerti er kallað ýru- skjótt. Mikil litafjölbreytni í stofninum Freyja Imsland, sérfræðingur í hrossalitum, segir að litafjölbreytni sé eitt af sérkennum íslenska hests- ins. „Flest þekkjum við þá liti sem íslenski hesturinn hefur upp á að bjóða. Þeir eru fjölmargir og marg- breytilegir, umfram það sem sjá má í flestum hrossakynjum. Þar má til dæmis nefna moldótt hross, bleik, móvindótt, glófext, grá, litförótt, skjótt, slettuskjótt, stjörnótt og þar fram eftir götunum. Eitt eiga erfða- þættirnir að baki öllum þessum litum og litmynstrum þó sameiginlegt og það er að hafa verið til í hrossum allt frá því fyrir landnám, því þá er einnig að finna í erlendum kynjum, þó mjög misalgengir séu,“ segir Freyja. Ellert frá Baldurshaga er einstakur „Stundum gerist þó eitthvað óvænt, nýr litur kemur fram á sjónarsviðið. Folald kemur í heiminn með lit sem ekki kemur heim og saman við það sem þekkt er. Því miður missir fólk oft af þessu, og liturinn glatast því folaldið er ekki notað til undaneld- is. Ómetanlegur og einstakur erfða- þáttur hverfur af sjónarsviðinu. En stundum hefur fólk augun hjá sér, og hið nýstárlega fær möguleika til dreifingar. Nú vill svo til að við Íslendingar eigum glænýjan hestalit sem einungis er til í einum hesti,“ segir Freyja og á þar við Ellert frá Baldurshaga. Glænýr erfðaeiginleiki Gerð var sameindaerfðafræðileg rannsókn á Ellerti, og leiddi hún í ljós að hann ber glænýjan erfða-eigin- leika sem kemur svona fram í litnum. „Enn sem komið er er Ellert eini hesturinn í gervallri veröld sem ber nákvæmlega þessar literfðir. En þó vitum við eitthvað um litinn, út frá sameindafræðilegum skyldleika við hóp þekktra literfða sem finna má í ýmsum erlendum hrossakynjum. Þessi hópur lita nefnist ríkjandi hvítt, og er þekktastur þannig að fullorðin hross eru oft alhvít, með bleika húð en dökk augu,“ bætir Freyja við. Lífsglaður og efnilegur „Við sáum að hann var bullandi einstakur um leið og hann kom í heiminn, enda eitthvað sérstakt í gangi þegar hann kemur svona útlít- andi undan tveimur einlitum hross- um,“ segir Baldur Eiðsson smiður, sem ræktaði og á þennan merkilega fola. Ellert er undan heiðurs verðlauna- stóðhestinum Sæ frá Bakkakoti og Kengálu frá Búlandi úr ræktun Eiðs Hilmissonar, fyrrverandi bónda á Búlandi. Kengála hefur reynst Baldri góð ræktunarhryssa sem gefur auk þess skemmtilega liti. Bendir Baldur á bróður Ellerts í því samhengi. Arthúr frá Baldurshaga er ljósmoldóttur og kom fram í kyn- bótadómi á síðasta ári eftir aðeins einn vetur í tamningu. Hlaut hann þá 8,49 í einkunn fyrir byggingu og 7,91 fyrir kosti án skeiðs, þótt folinn búi þó yfir öllum gangi. Ellert er nú í tamningu sem lofar góðu. „Sem folald var hann sérlega hágengur og vel skapaður. Nú er hann í tamningu og sýnir allan gang eins og Arthúr bróðir hans. Hann er geðgóður og hefur almennt gaman af lífinu. Tamningamenn hans hafa sagt að hann sé efnilegur einstak- lingur, burtséð frá litnum,“ segir Baldur og bætir við það bíði fjöl- skyldunnar afskaplega skemmtilegt verkefni að rækta út frá þessum glæ- nýja lit. Komi ekkert óvænt upp á er því stefnt með Ellert á kynbóta- brautina nú þegar í vor, að minnsta kosti í byggingardóm. Í framhaldinu mun Ellert þjóna hryssum, þó í afar takmörkuðu magni. Líklega helmingslíkur á þessum nýju literfðum „Það skemmtilega og flókna þegar eitthvað svona nýtt kemur fram á sjónarsviðið er að það er ekki hægt að slá því föstu hvernig liturinn er með því að horfa bara á einn einstakling. Litmynstrið á Ellerti sjálfum er ýruskjótt, en enn sem komið er vitum við ekki hvernig afkvæmi Ellerts verða á lit. Þau gætu orðið ýruskjótt eins og hann sjálfur er, eða þá verið alhvít, eða jafnvel í einhverju öðru óþekktu mynstri. Einnig gætu þau fæðst ýruskjótt, en orðið alhvít þegar þau ganga úr folaldssnoðinu. Eina leiðin til að komast að raun um þetta er að fylgjast með því hvað kemur undan Ellerti. Þangað til við höfum séð folöld undan honum er ekki einu sinni hægt að ákveða hvort þessi nýi litur á að heita ýruskjótt, alhvítt, eða ríkjandi hvítt. Ég get kannski sagt ykkur eitthvað meira um það eftir eitt til tvö ár þegar ég hef fylgst með afkvæmum Ellerts,“ segir Freyja. Til þess að fá sem besta mynd af því hvernig þessi nýi litur í íslenska hestinum lítur í raun út bendir Freyja á að æskilegt sé að Ellert fái til sín hryssur sem ekki hafa aðra liti sem truflað gætu litgreininguna, svo sem skjótt, slettuskjótt, grátt og litförótt. Frekar ætti að velja hryssur sem eru einlitar, til að mynda rauðar, brúnar og jarpar. Líklegast er að hvert fola- ld undan Ellerti hafi helmingslíkur á að erfa þennan nýja lit. En Ellert hefur fleira fram að bjóða en einung- is þennan nýja lit. Hann sjálfur er bleikálóttur á lit og gæti því gefið álótt folöld, jafnvel er möguleiki á að hann gefi einungis álótt þar sem bæði faðir hans og móðir eru álótt,“ segir Freyja. HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com Nýr hestalitur kemur fram á sjónarsviðið á Íslandi: Einstakur litur á Ellert frá Baldurshaga Til þess að fá sem besta mynd af því hvernig þessi nýi litur í íslenska hestin- um lítur í raun út bendir Freyja á að æskilegt sé að Ellert fái til sín hryssur Mynd / Freyja Imsland Til þess að fá sem besta mynd af því hvernig þessi nýi litur í íslenska Mynd / Daníel Ingi Larsen Mynd/Freyja Imsland Komnir aftur og klárir í vorið Hágæða haugsugur og dreifarar Margar útfærslur fáanlegar Áratuga ending Hámarks nýting áburðarefna

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.