Bændablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 24

Bændablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Náttúrufræðistofnun Íslands: Vistgerðir á Íslandi Náttúrufræðistofnun Íslands hefur sent frá sér rit um Vistgerðir á Íslandi ásamt kortum um vistgerð- ir landsins í kortasjá sem nálgast má á vef stofnunarinnar. Með útgáfunni er í fyrsta sinn birt heildstætt yfirlit og lýs- ing á vistgerð- um Íslands, ú t b r e i ð s l u þeirra, stærð og verndargildi. Með vistgerða- lýsingum fyrir landið er tekin upp ný aðferða- fræði við flokkun og kortlagningu lífríkis. Umfangsmikið verkefni Lýsing og kort- lagning vistgerða á Íslandi er umfangs- mesta verkefni sem stofnunin hefur ráðist í en grunnur að því var lagður árið 1999 með rann- sóknum á vistgerðum miðhálendis- ins. Vistgerðum á öðrum hálendis- svæðum, láglendi, í ferskvatni og fjöru var lýst og þær kortlagðar á árunum 2012 til 2016. Mikil vett- vangsvinna og úrvinnsla liggur að baki niðurstöðum og byggðir hafa verið upp gagna- grunnar er nýtast munu til fram- tíðar. Verkefnið var unnið í sam- starfi við fjölda einstaklinga og stofnanir á sviði náttúrufræða. 105 vistgerðum lýst Í ritinu er alls 105 vistgerð- um lýst en af þeim eru 64 á landi, 17 í ám og vötnum og 24 í fjörum. Með útgáf- unni leggur Náttúrufræðistofnun Íslands fram flokkun vistgerða sem á sér fyr- irmynd í samræmdri og viðurkenndri flokkun vistgerða í Evrópu. Náttúra Íslands er um margt frábrugðin náttúru annarra Evrópulanda, hvað varðar jarðfræði og lífríki, og því var ekki unnt að taka beint upp flokk- unarkerfi sem þróuð hafa verið í Evrópu. Mörgum vistgerðum er lýst sem ekki hafa verið skráðar áður og eru einstakar fyrir Ísland. Hagnýtar upplýsingar um náttúru landsins Í Vistgerðum á Íslandi er hverri vistgerð lýst á staðreyndasíðum sem eru lykill fyrir leika og lærða að vistgerðunum, einkennum þeirra, útbreiðslu og verndargildi. Jafnframt eru staðreyndasíðurnar mikilvægt hjálpartæki þegar kemur að grein- ingu vistgerða og kortlagningu á vettvangi. Vistgerðakortin veita hagnýtar upplýsingar um náttúru landsins sem munu nýtast stjórnvöldum, sveitar- félögum, atvinnulífi og almenningi. Þau munu leggja mikilvægan grunn fyrir upplýstar ákvarðanir um alla landnotkun og áætlanagerð vegna náttúruverndar, skipulagsmála, mats á umhverfisáhrifum framkvæmda og náttúruvöktunar. Þau gera Íslandi jafnframt kleift að sinna betur alþjóð- legum skyldum sínum á sviði nátt- úruverndarmála. Ritið Vistgerðir á Íslandi og tenging við kortasjá verður aðgengi- leg á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, www.ni.is. /VH Hyrjarhöfði 8. 110 Reykjavík - sími: 577-1090 Q6E OFF ROAD KERRA AFTAN Í FJÓRHJÓL OG SEXHJÓL Á FLOTDEKKJUM OG FJÖÐRUM VERÐ: 290.323 +VSK VERÐ: 1.491.935 +VSK FJÁRFLUTNINGAKERRUR TIL AFGREIÐSLU STRAX Grasengjavist við Eyjafjarðará. Myndir / Starri Heiðmarsson Í ritinu Vistgerðir á Áslandi er graslendi flokkað í sjö mismun- andi vistgerðir. Ein þeirra er grasengjavist sem er allútbreidd á landinu. E1.7224 Icelandic Festuca grass- lands. Lýsing Deigt, fremur gróskumikið gras- lendi, vaxið hálíngresi, túnvingli, blávingli og mýrastör og sums stað- ar allhávöxnum brúskum af loðvíði og gulvíði. Finnst á sendnu fram- burðarlandi í dalbotnum á láglendi og til heiða og einnig á framræstu landi. Land er hallalítið, mjög vel gróið og gróður fremur hávaxinn. Æðplöntur eru ríkjandi í þekju, mosaþekja er allmikil en lítið er um fléttur. Plöntur Vistgerðin er rík af æðplöntu- tegundum, fátæk af mosum og mjög fátæk af fléttum. Ríkjandi tegundir æðplantna í vistgerðinni eru hálíngresi (Agrostis capillar- is), túnvingull (Festuca rubra subsp. richardsonii) og mýrastör (Carex nigra). Algengastir mosa eru engjaskraut (Rhytidiadelphus squarrosus) , t i ldurmosi (Hylocomium splendens), geirmosi (Calliergonella cuspidata), krónu- mosi (Climacium dendroides) og móasigð (Sanionia uncinata), en af fléttum finnst helst himnuskóf (Peltigera membranacea). Jarðvegur Áfoksjörð er algengust, en einnig finnst lífræn jörð og sandjörð. Jarðvegur er þurr til deigur og allþykkur, fremur rýr af kolefni af graslendi að vera, en sýrustig er í meðallagi. Fuglar Meðalríkt fuglalíf, algengustu varpfuglar eru lóuþræll (Calidris alpina), spói (Numenius phaeop- us), hrossagaukur (Gallinago gallinago), þúfutittlingur (Anthus pratensis), stelkur (Tringa totan- us) og grágæs (Anser anser). Líkar vistgerðir Grashólavist og starungsmýravist. Útbreiðsla Vistgerðin finnst á láglendi í öllum landshlutum, síst á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Hún er algengust á víðáttumiklu, uppgrónu framburðarlandi með ám og fljótum og á framræstu landi. Verndargildi Hátt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. Grasengjavist Vatnajökulsþjóðgarður: Ný skrifstofa í Fellabæ Björt Ólafsdóttir, umhverf- is- og auðlindaráðherra, opnaði á dögunum nýja aðalskrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ á Héraði. Í heimsókn sinni ræddi ráðherra við fulltrúa þjóðgarðsins en viðstödd opnunina voru m.a. stjórn og starfs- menn þjóðgarðsins sem og fulltrúar sveitarstjórna á svæðinu. Að opnun lokinni voru hin nýju húsakynni skoðuð. Þriggja manna nefnd um til- nefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO var einnig viðstödd opnun skrifstofunnar og fór nefndin yfir stöðu tilnefningarinnar með stjórn og starfsmönnum þjóð- garðsins. /MÞÞ Ármann Höskuldsson, stjórnarfor- maður Vatnajökulsþjóðgarðs, og - lindaráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.