Bændablaðið - 06.04.2017, Síða 27

Bændablaðið - 06.04.2017, Síða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri hjá Norðlenska: Gæði, öryggi og arðsemi í framleiðslu Norðlenska er kjötvinnslufyr- irtæki í eigu bænda. Fyrirtækið rekur tvær kjötvinnslur og þrjú sláturhús. Slátrað er nautgripum, svínum og sauðfé hjá Norðlenska og eingöngu eru unnar afurðir úr þessum dýrategundum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri hjá Norðlenska, segir að gæði og öryggi matvælanna sé forsenda þess að rekstur fyrirtækisins sé arðbær. „Þessir þættir eru grunn- stoðir í því að viðskiptavinurinn beri traust til fyrirtækisins og trúverð- ugleiki þess haldist út á við.“ Margir ferlar og vörulínur „Í kjötvinnslufyrirtæki eins og Norðlenska eru margir ferlar og vörulínur þar sem hver hlekkur í keðjunni skiptir miklu máli. Ef eitt- hvað fer úrskeiðis í ferlinu þá getur það leitt til þess að óánægður við- skiptavinur situr uppi með gallaða vöru sem ekki er sambærileg við þá vöru sem hann á að venjast. Góð samskipti, fræðsla og þjálfun er lykillinn að því að fækka frávikum í framleiðsluferlum.“ Erfitt að fá Íslendinga í vinnu „Ég tel að helsta áskorun mat- vælafyrirtækja eins og Norðlenska síðustu ár hafi verið að fá íslenska starfsmenn til vinnu. En það reynist sífellt erfiðara. Áskoranirnar verða meiri þegar starfsmannahópurinn verður fjölþjóðlegur og samskiptin verða erfiðari vegna tungumálaörð- ugleika. Einnig minnir það okkur á mikilvægi iðnnáms. Það að halda við og endurnýja í hópi kjötiðnaðar- manna er afar mikilvægt til þess að þekking og færni viðhaldist í fyrir- tæki eins og Norðlenska.“ Upphafið hjá bóndanum Bára segir að upphafið, eða upp- eldið, hjá bóndanum sé einnig afar mikilvægur hlekkur þegar kemur að lokaútkomu hvað varðar gæði mat- vælanna. „Íslendingar eru mjög lánsam- ir og hafa haft aðgang að góðri og heilnæmri vöru þegar kemur að kjöti. En það breytir ekki því að við getum alltaf gert betur. Á það bæði við þegar kemur að kjötgæðum og heilnæmi afurðanna. Við þurfum að vera samkeppnishæf við innflutt kjöt hvað varðar alla þætti. Hvað varðar heilnæmi afurðanna þá erum við í algjörum sérflokki ásamt Noregi og snýr það meðal annars að notkun sýklalyfja í mat- vælaframleiðslu. Sú sérstaða sem við höfum er eitthvað sem við fáum ekki keypt og við megum ekki tapa eða glata. Það er einnig áskorun að upp- lýsa neytandann hvers vegna þetta er svo mikilvægt. Þar sem sýklalyfjaónæmi er eitt- hvað sem kannski er ekki svo áþreif- anlegt fyrr en viðkomandi lendir í því þá vill þessi þáttur oft verða undir í umræðunni. En þrátt fyrir að við séum góð þarna þá má alltaf gera betur og ég held að nú síðustu ár hafi bændur og dýralæknar unnið enn markvissara að því að minnka notkun sýklalyfja. Skilningur meðal bænda varðandi aðhaldssemi í lyfjaávísunum dýra- lækna er sífellt að aukast.“ Gæðavottun til að gera betur „Síðastliðið haust fékk Norðlenska gæðavottun ISO/FSSC 22000 sem er matvælaöryggisstaðall. En það er liður í því að gera enn betur í öllu matvælaferlinu. Slíkur staðall stuðlar að meira aðhaldi og agaðri vinnu- brögðum. Nokkuð sem allir hafa gott af að fara í gegnum. Þekking og færni í matvælafyr- irtæki eins og Norðlenska fæst með því að hlúa að og tryggja endurnýj- un í greininni. Þar er mikilvægi iðn- námsins mikið auk þess að við náum að eiga góð samskipti við þá erlendu starfsmenn sem sækja til okkar,“ segir Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri hjá Norðlenska. /VH Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Allt lín fyrir: Hótelið - Gistiheimilið - Bændagistinguna - Airbnb Rúmföt og lök Handklæði Sængur og koddar Sloppar og inniskór Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri hjá Norðlenska. Góð samskipti, fræðsla og þjálfun er lykillinn að því að fækka frávikum í framleiðsluferlum. Mynd / Norðlenska getur verið eftir miklum fjárhagsleg- um ávinningi að slægjast fyrir bónd- ann en ráðgjöfin felst í því að tekin eru sýni úr fóðurbirgðum búsins, heyforða, og þau greind með tilliti til næringarefnainnihalds. Í kjölfarið er gerð áætlun um notkun á kjarnfóðri, val á tegund og magni, með það að markmiði að auka verðmæti, fitu og prótein og magn mjólkurinnar á sem hagkvæmastan hátt.“ Nýsköpunarráðgjöf Vignir segir að ráðunautar sinni rekstrarráðgjöf og áætlanagerð, nýsköpunarráðgjöf auk ráðgjafar á sviði bútækni og aðbúnaðar búfjár. „Hjá RML geta bændur fengið heildstæða ráðgjöf um reksturinn. Markmið starfsins er að greina og meta stöðu núverandi reksturs við- komandi rekstraraðila og benda á styrkleika og veikleika í rekstri og jafnframt að veita heildstæða ráðgjöf til að ná enn betri árangri í núverandi rekstri. Á sama hátt er markmiðið að benda á nýja möguleika ef vilji er til þess að takast á við nýja atvinnustarf- semi eða þróa aðra atvinnustarfsemi samhliða þeim rekstri sem fyrir er á viðkomandi lögbýli. Vaxandi áhersla er á ráðgjöf tengda bútækni og aðbúnaði enda kröfur sífellt að aukast um velferð dýra.“ Kaflaskil í fjármögnun Frá og með síðustu áramótum urðu kaflaskil í fjármögnun starfsemi RML. Bændur höfðu til þess tíma greitt búnaðargjald og rann hluti þess til reksturs RML. Nú hefur búnað- argjald verði aflagt en tekjur af því voru um þriðjungur heildartekna RML. „Í Rammasamningi BÍ og ríkisins eru markaðir fjármunir til að koma til móts við þann hluta búnaðargjalds sem áður rann til leiðbeiningaþjón- ustu. Það framlag mun hins vegar lækka jafnt og þétt út samningstím- ann þar til það núllast út á tíu árum. Um þriðjungur af heildartekjum félagsins mun þar með falla út á þessu tímabili en því þarf þá að mæta með auknum sértekjum eigi félagið að halda úti sambærilegu umfangi. Það er því mikil áskorun fyrir okkur sem störfum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins að bjóða upp á þjón- ustu og ráðgjöf sem er í senn áhuga- verð og árangursrík og sem bændur sjá sér hag í að nýta sér. Við þurfum og munum á næstu misserum leggja enn meiri áherslu á að kynna það mikla og faglega starf sem unnið er hjá RML og vonum að það mælist vel fyrir hjá okkar viðskiptavinum,“ segir Vignir Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri RML. /VH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.