Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Finnski garðyrkjumaðurinn og rithöfundurinn Leif Blomqvist hélt fyrirlestur á málþingi í berjarækt sem haldið var á Hótel Sögu: Bláberjatoppur er framtíðin í berjarækt Áhugi á ávaxta- og berjarækt hefur aukist talsvert undanfarin ár og úrval ávaxtatrjáa og berja- runna sem hægt er að rækta á Íslandi eykst með hverju ári. Finnski garðyrkjumaðurinn og rithöfundurinn Leif Blomqvist hélt fyrir skömmu fyrirlestur á málþingi um berjarækt sem haldið var á Hótel Sögu í samvinnu Bændasamtakanna, Garðyrkjufélagsins og LbhÍ. Fyrirlestur Blomqvist fjallaði um möguleika á berjarækt sem búgrein- ar hér á landi. Auk Blomqvist héldu Jón Kr. Arnarson, garð- yrkjufræðingur og kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, og Jón Guðmundsson garðyrkju- fræðingur erindi um hérlenda reynslu af berja- og ávaxtarækt. Um 120 manns mættu á fyrirlesturinn. Blomqvist er einn helsti sér- fræðingur á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað í ræktun ávaxta- trjáa og berja á norðurslóðum. Auk Norðurlandanna hefur hann ferðast um Rússland, Síberíu austanverða, Kína, Kanada og víðar til að kynna sér ávaxta- og berjarækt og safna nýjum tegundum og kvæmum sem hann ræktar í garðyrkjustöð sinni í Lepplax í Finnlandi. Leif er einnig höfundur bóka um ávaxta- og berjarækt, Tradgardens bar og Vara fruktsorter, og bókar um rósir sem heitir Rosor í norr. Lærði að rækta ber hjá ömmu sinni Blaðamaður Bændablaðsins tók Blomqvist tali þegar hann var staddur á landinu og forvitnaðist um starfsemi hans í Finnlandi, flakk hans um heiminn í leit að nýjum tegundum og möguleika Íslendinga til að rækta berjaplöntur í atvinnu- skyni. „Berjarækt er mér mjög hug- leikin þar sem ég hef stundað hana alla mína ævi auk þess sem ég hef mikinn áhuga á að finna nýjar tegundir og kvæmi til ræktunar. Ég kynntist berjarækt þegar ég var barn hjá ömmu minni sem ræktaði ber. Hjá henni smakkaði ég fjölda ólíkra tegunda og kvæma og ég held að áhugi minn á berjum hafi byrjað þar.“ Leif starfaði sem ljósmyndari á veturna í mörg ár en á sumrin ræktaði hann ávexti og ber sem hann seldi á mörkuðum. Seinna stofnaði hann garðyrkjustöð sem til að byrja með ræktaði aðallega sólber sem hann seldi úr skottinu á bílnum sínum á mörkuðum. Í dag er stöðin aðallega þekkt fyrir mikið úrval af ávaxtatrjám, berjaplöntum og rósum. Yfir háannatímann starfa um 35 manns við stöðina og þar eru á boðstólum um 180 mismunandi yrki af ávaxtatrjám og berjunum fer fjölgandi. Ársframleiðslan af ávaxtatrjám er um 18 þúsund tré sem bæði eru seld innanlands og flutt út. Ávaxtatré, epli, kirsuber, perur og plómur frá Blomqvist plantskola hafa verið flutt til Íslands í nokkur ár og reynst vel. Hvít kirsuber frá Kína Leif segir að á ferðalögum sínum um heiminn í leit að nýjum tegund- um hafi hann kynnst mörgum spennandi yrkjum og kvæmum ávaxta og berja. „Í heimsókn minni til norðurhér- aða Kína kynntist ég kirsuberjayrki sem ber hvít ber. Berin eru sæt og plantan harðgerð og lofa því góðu fyrir okkur. Ég hef einnig fundið mikið af yrkjum í Kanada sem eru óþekkt á Norðurlöndum. Í mínum huga er Rússland og Síbería samt áhugaverðast enda komið í ljós eftir að landið opnaðist að þar er að finna mikið af áhugaverðum nýjungum fyrir okkur.“ Meðal tegunda sem Leif nefn- ir sérstaklega og hann talaði um á fyrirlestri sínum er bláberjatoppur, Lonicera caeulea var. kamtschatica. Leif er með tuttugu mismunandi yrki á bláberjatoppi í ræktun og um 75% þeirra eru yrki sem blómstra snemma og lofa góðu sem ræktun- arafbrigði á norðurslóðum. Kostir Íslands til berjaræktar Þegar Leif er inntur eftir möguleik- um framtakssamra Íslendinga til að rækta ber í atvinnuskyni tekur hann fram að hann sé ekki sérfróður um veðurfar á Íslandi. „Ég hef komið til Íslands nokkuð oft og heimsótt ræktendur víða um land. Ég tel mig því geta gert mér einhverja grein fyrir hver helstu vandamálin og kostirnir í berjarækt á Íslandi séu. Helsta vandamálið er hversu sumrin hér eru stutt og því nauðsyn- legt að finna tegundir og yrki sem vaxa hratt og þroskast snemma. Bláberjatoppur er dæmi um plöntu sem þroskar aldin snemma og að jafnaði tveimur vikum fyrr en jarðarber, svo dæmi sé tekið. Annar kostur við bláberjatopp- inn er að hann er mun bragðbetri en mörg af yrkjunum sem við erum að fá frá Rússlandi og hafa verið í ræktun á Norðurlöndunum til þessa. Ég tel því að bláberjatoppur eigi eftir að vera vænlegur kostur fyrir Íslendinga í framtíðinni, bæði fyrir heimilisgarða og til framleiðslu á berjum á markað. Meðal þess sem er Íslandi til góða þegar kemur að berjarækt er Golfstraumurinn. Hér er bjart allan sólarhringinn yfir hásumarið og það veldur því að ber fá sterk- ari ilm. Svalar sumarnætur gera berin sætari og bragðbetri. Mikið magn af útfjólubláum geislum í sólarljósi gerir það að verkum að magn andoxunarefna er hátt í þeim. Á Íslandi er lítið af meindýrum og plöntusjúkdómum sem herja á plönturnar sem dregur úr notkun eiturefna við ræktun. Jarðarber og hafþyrnir Auk bláberjatopps telur Leif að Bláberjatoppur – Lonicera caeulea var. kamtschatica. Mynd / Leif Blomqvist Leif Blomqvist er einn helsti sérfræðingur á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað í ræktun ávaxtatrjáa og berja á norðurslóðum. Myndir / TB María E. Ingvadóttir, Arndís Finnsson og Hrafn Jóhannesson. Súkkulaðikirsuber. Mynd / Leif Blomqvist. Fullt var út úr dyrum á málþinginu um berjarækt á Hótel Sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.