Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
kringum trén má finna fennel, anís-
plöntur og alls kyns gróður. Engin
eiturefni eru notuð á skordýrin en í
janúar snjóar lítillega, sem hjálpar til
við að drepa sníkjudýr og sér jarð-
veginum einnig fyrir raka. Í október
og nóvember er uppskerutími. Þá
hjálpast öll stórfjölskyldan að við
að tína ólífurnar, enda ærið verk.
Samhliða er byrjað að vinna ólífurn-
ar í olíu og er það afar nákvæmt
ferli, til að fá hana bragðmikla og
kaldpressaða.
Vinnslan er ekki stór og því þarf
margar umferðir til að komast yfir
alla framleiðsluna. Fyrst eru ólífurn-
ar settar í eins konar þeytivindu sem
sprengir þær og býr til fljótandi
massa. Sá massi er síðan látinn bíða
í rúmar 20 mínútur og má hitastigið
ekki fara upp fyrir 27 gráður. Á þessi
stigi vinnslunnar er hægt að lengja
tímann og fá meiri olíu, en að sögn
Vincenzu verður hún þá útþynnt-
ari og bragðminni, og leggur hún
áherslu á gæði umfram magn. Þá
er farið í næsta stig vinnslunnar, að
skilja olíuna frá og rennur hún sína
leið í tanka þar sem hún bíður þess
að vera sett í flöskur.
Hratið nýtt til húshitunar
Ársframleiðslan er um 3.000
lítrar á venjulegu ári og er fram-
leiðslan yfirleitt fljót að seljast upp.
Mikið af olíunni fer til Svíþjóðar
á Michelinstjörnu-veitingastaði en
einnig er eitthvað um að heima-
menn kaupi olíuna til heimilisnota,
þó oft í stærri einingum, enda notar
hvert heimili tugi lítra á ári af olíu.
Olían er þó dýr miðað við venjulega
framleiðslu. Það sem vakti sérstaka
athygli hópsins var síðasti hlekk-
urinn í ferlinu, en þegar búið er
að skilja olíuna frá massanum, er
ferlið ekki búið. Vincenza lét útbúa
fyrir sig vél sem skilur að vökvann
og hratið. Vökvinn fer út í stóran
tank og er notaður til að vökva
jarðveginn við ólífutrén. Hratið er
hins vegar þurrkað og verður eins
og örsmá viðarspæni. Það er síðan
notað til að kynda upp íbúðarhús-
ið. Þannig næst nánast 100 prósent
nýting á ólífunum og sjálfbærni-
hugtakið ekki bara á blaði heldur
fylgt eftir eins og hægt er. Vincenza
leggur mikla áherslu á að borða mat
úr héraði, hreinan mat og að láta
sér nægja það sem fæst á hverjum
árstíma. Í garðinum eru appelsínu-
og sítrónutré, þau nota fennel úr
garðinum auk annarra gjafa sem
náttúran gefur.
/Gréta Bergrún
Azienda Agricola DORA. Þorpið Villarosa.
Afurðir Azienda Agricola DORA bú-
garðsins. Þar eru framleiddir um
3.000 lítarar af lífrænni ólífuolíu á ári.
Ólífur á trjánum.
Ólífur á leið í vinnslu og þeytivindu
sem sprengir þær.
Ólífuhratið þurrkað og síðan nýtt til
húshitunar.
SPENNANDI
GIRÐINGAR-
EFNI!
Túngirðingarnet
og gaddavír Hliðgrindur
120/240/366/420cm
byko.is
Girðingar-
staurar
Til sjóðfélaga í Lífeyrissjóði bænda
LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA
Stórhöfða 23 - 110 Reykjavík
s. 563 1300 - lsb@lsb.is
Stálsteypumót til sölu
Til sölu lítið notuð PREFORM stálsteypumót ásamt fylgibún-
aði, undirsláttarstoðum, steypu-sílói, I-bitum, timbri o.fl.
Uppl. í símum 896-1012 og 898-1014.