Bændablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
www.bbl.is
John Deere 5720, árg. 2005.
Notkun 4.900 vstd, verð án vsk.
3.600.000
John Deere 6920S, árg. 2007.
Notkun 6.200 vstd, verð án vsk.
6.000.000
McCormick MC115, árg. 2005.
Notkun 6.800 vstd, verð án vsk.
2.900.000
Kubota M108S, árg. 2012.
Notkun 2.300 vstd, verð án vsk.
5.800.000
Volvo BL71, árg. 2006.
Notkun 6.000 vstd, verð án vsk.
4.100.000
Case 695 SR, árg. 2005.
Notkun 5.300 vstd, verð án vsk.
4.700.000
Vélfang – Gylfaflöt 32 – Reykjavík
Sími 580-8200 og 840-0827
www.velfang.is
Vélboða tankur, árg. 2005, Verð
án vsk. 790.000 kr.
Óska eftir laghentri manneskju
til starfa á jörð í Ölfusi og/eða
A-Skaftafellssýslu næstu mánuði.
Ýmis tilfallandi viðhalds- og garðyrkju-
störf. Reynsla og góð meðmæli skil-
yrði. Umsóknir sendist á klukkugil@
gmail.com.
Tilboð óskast í girðingarvinnu. Um er
að ræða nýja girðingu í fjallendi allt
að 4 km langa. Tilboð óskast sent til
sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs
Dalvíkurbyggðar fyrir 14. apríl 2017
á netfangið borkur@dalvikurbyggd.
is. Allar nánari upplýsingar eru einnig
veittar á sama netfangi.
Óskum eftir að ráða starfsmann
í heyskap, vélavinnu og ýmislegt
fleira. Þarf að hafa bílpróf og vinnu-
vélaréttindi. Erum í uppsveitum
Árnessýslu. Sími 894-1106, Eiríkur.
Tilboð óskast í girðingarvinnu. Um er
að ræða nýja girðingu í fjallendi allt
að 4 km langa. Tilboð óskast sent til
sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs
Dalvíkurbyggðar fyrir 14. apríl 2017
á netfangið borkur@dalvikurbyggd.
is. Allar nánari upplýsingar eru einnig
veittar á sama netfangi.
Vantar aðstoð í sauðburð í maí og
kannski lengur. Er á Austurlandi.
Uppl. í síma 857-3811, á kvöldin.
Starfskraftur óskast á sauðfjárbú í
Eyjafirði í maí. Upplýsingar í síma
661-8432.
Dýrahald
Nokkrar landbúnaðarhænur fást
gefins. Einungis á gott heimili.
Áhugasamir hringi í 867-9104.
Húsnæði
Herbergi á Akureyri eða í nágrenni.
Rútufyrirtæki óskar eftir herbergi til
leigu með aðgangi að baði fyrir rútu-
bílstjóra í áætlunarakstri frá 28. júní
til 31. ágúst 2017. Vinsamlega hafið
samband í síma 840-6522, Björk.
Herbergi á Höfn eða í nágrenni.
Rútufyrirtæki óskar eftir herbergi til
leigu með aðgangi að baði fyrir rútu-
bílstjóra í áætlunarakstri frá 28. júní
til 31. ágúst 2017. Vinsamlega hafið
samband í síma 840-6522, Björk.
Jarðir
Til sölu jörð/land. Eignarland.
Gilsvegur 6 í Grímsnes- og
Grafningshreppi. Fastanúmer
2345024 (Þjóðskrá Íslands). Stærð
7500.0 m². Ásett verð 2,8 milljónir.
Til í skipti á bíl/bílum eða staðgreitt
1,6 milljónir. Skúrinn fylgir með - raf-
magnstafla í honum. Til í skipti á bíl.
Uppl. í síma 6917-834.
Sumarhús
Er með sumarhús til leigu á fallegum
útsýnisstað á móti Akureyri. Gistirými
fyrir 3-5. Upplýsingar í síma 846-8971
eða 823-2565.
Veiði
VEIÐIBÆNDUR. Veiðið regnboga-
silunginn í nýju netin frá okkur.
Heimavík ehf., Sporhömrum 3, sími
892-8655.
Þjónusta
RG BÓKHALD, Bókhald, skattfram-
töl, uppgjör launaútreikningar, stofnun
fyrirtækja fyrir einstaklinga og fyrir-
tæki. Uppl á rgbokhald@gmail.com,
og sími 696-3003.
Tek að mér háþrýstiþvott og málun
á mannvirkjum innan sem utandyra.
Einnig viðgerðir og breytingar á pott-
ofnum. Mikil reynsla. Uppl. í s. 863-
1424.
Öll alhliða hönnun á byggingum.
Sumarhús, íbúðarhús, skemmur, fjós,
fjárhús og ferðaþjónustubyggingar.
BK Hönnun ehf. s. 865-9277 - birk-
ir@bkhonnun.iseó, slide,ljósmyndir)
á DVD diska eða flakkara. Notum
póstinn frítt til baka. Sími 863-7265,
siggil@simnet.is
Tveggja pósta Trommelberg
bílalyfta, 4 tonn.
Vörunr: TST40E
Verð Kr. 338.710 + vsk
Trommelberg bílalyftur
tvær týpur.
Vörunr: TXB30Y/TXB30LS
Verð frá Kr. 322.581 + vsk
Trommelberg legupressa
20, 30 og 50 tonn.
Vörunr: SD0901D/SD0805C
Verð frá Kr. 41.398 + vsk
BOXO
verkfæraskápur m/178
verkfærum.
Verð Kr. 80.000 + vsk
verkfæraskápur
ÁN verkfæra.
Verð Kr. 40.242 + vsk
Orka ehf - 586 1900
www.bilrudur.is
Bændablaðið
Smáauglýsingar.
563 0300
Kjötmjölsverksmiðjan. Mynd/smh
Gripunum fargað vegna
smithættu á kúariðu
– Kjötmjöl óheimilt í fóðri í matvælaframleiðslu
Matvælastofnun lagði á dögunum
bann á markaðssetningu afurða
til manneldis og flutning gripa
frá bænum Eystri-Grund við
Stokkseyri. Nautgripir á bænum
höfðu aðgang að óvörðum og göt-
uðum sekkjum af kjötmjöli, sem
ætlað var að nota sem áburð í flög.
Kjötmjöl er óheimilt í fóðri fyrir
dýr í matvælaframleiðslu, en hentar
vel til uppgræðslu lands.
Ástæða þess að kjötmjöl er óheim-
ilt til notkunar sem fóður eða til fóð-
urgerðar er smithættan á kúariðu sem
talið er að geti valdið heilahrörnunar-
sjúkdómnum Creutzfeldt-Jakob í
fólki. Kúariða smitast eingöngu með
fóðri sem inniheldur sláturafurðir af
nautgripum.
Sýnt þótti að nautgripirnir hefðu
sleikt og étið kjötmjölið
Í tilkynningu Matvælastofnunar kom
fram að þrátt fyrir að kjötmjölið hafi
verið ætlað til notkunar sem áburð-
ur í flög þá var ljóst að nautgripir
höfðu óheft aðgengi að sekkjunum
um nokkra mánaða skeið. „Göt voru
á sekkjunum eftir tæki sem notað
hefur verið til að koma sekkjunum á
planið og höfðu fuglar gatað sekkina
enn frekar. Þó svo að ekki hafi verið
um ætlaða fóðurgjöf að ræða held-
ur andvaraleysi þá voru ummerki á
staðnum um að nautgripir hafi verið
við sekkina, þannig að sýnt þykir að
mati Matvælastofnunar að nautgrip-
irnir hafi sleikt og étið kjötmjöl úr
þeim.“
Samkvæmt lögum um matvæli er
Matvælastofnun heimilt að stöðva
starfsemi að hluta eða í heild ef rök-
studdur grunur er um að matvæli
séu heilsuspillandi, óhæf til neyslu
eða valdi tjóni á öðrum hagsmun-
um. Samkvæmt lögum um dýra-
sjúkdóma og varnir gegn þeim er
Matvælastofnun heimilt að takmarka
eða banna flutning dýra, vöru eða
tækja milli eða innan sóttvarnarsvæða
telji stofnunin að það valdi eða sé lík-
legt til að valda útbreiðslu sjúkdóma
meðal dýra.
Í grein sem Hreinn Óskarsson,
þáverandi skógarvörður á Suðurlandi
og framkvæmdastjóri Hekluskóga,
skrifaði í Bændablaðið 23. mars
2016, kemur fram að kjötmjöl dugi
mjög vel til uppgræðslu á allra verstu
rofsvæðunum og áburðaráhrif séu
endingarbetri en af tilbúnum áburði.
Hann hvetur sláturleyfishafa til að
sameinast um að senda sláturúrgang
til kjötmjölsframleiðslu í stað þess
að urða hann eða brenna. „Kjötmjöl
hefur verið framleitt hjá Orkugerðinni
ehf. í Hraungerði í Flóa í rúm 15 ár
úr sláturúrgangi og beinum stór-
gripa, sauðfjár og kjúklinga frá
sunnlenskum sláturhúsum. Afurðir
framleiðslunnar eru fita og kjötmjöl.
Fitan nýtist til að kynda verksmiðjuna
auk þess sem hluti hennar er seldur
til lífdísilframleiðslu. Kjötmjölið er
selt sem áburðarmjöl til uppgræðslu,
skógræktar og akurræktar. Með fram-
leiðslunni eru sköpuð verðmæti úr
afurðum sem annars þyrfti að urða
eða brenna með tilheyrandi neikvæð-
um áhrifum á umhverfið. […]
Upp á síðkastið hafa borist fréttir
af rekstrarerfiðleikum og íþyngjandi
regluverki kjötmjölsframleiðslu hér á
landi. Á sama tíma berast fréttir af því
að sláturleyfishafar víða um land vilji
taka í notkun brennsluofna fyrir slát-
urúrgang í áhættuflokk 1 til að draga
úr kostnaði við förgun. Hætta er þó á
að annar sláturúrgangur fari einnig í
brennslu og er það afar vond og van-
hugsuð þróun að mínu mati. Betri leið
væri ef sláturleyfishafar tækju hönd-
um saman og sameinuðust um að nýta
verðmætan sláturúrgang til kjötmjöls-
framleiðslu og færu frekar þá leið að
nýta núverandi kjötmjölsverksmiðju í
Hraungerði og jafnvel setja upp nýjar
verksmiðjur í öðrum landshlutum.
Framleiða þannig úrvals áburð sem
nýst gæti til uppgræðslu, skógræktar
eða sem áburður á akurlendi,“ sagði
Hreinn meðal annars grein sinni.
/smh
Hestasýningin Equitana í Essen í Þýskalandi:
Markaðsverkefnið
„Horses of Iceland“
Markaðsverkefnið Horses of
Iceland var áberandi á hestasýn-
ingunni Equitana sem haldin var í
Essen í Þýskalandi fyrir skömmu.
Equitana er stærsta hestasýning í
Evrópu og er áætlað að um 200.000
gestir hafi sótt sýninguna.
Á sýningunni tóku Íslendingar í
fyrsta sinn sameiginlega þátt undir
merkjum Horses of Iceland og kynnti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra
verkefnið.
Á heimasíðu atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins segir að á
sýningunni hafi landbúnaðarráðherra
fundað, meðal annars, með nýkjör-
inni stjórn IPZV sem eru samtök
Íslandshestaeigenda í Þýskalandi og
lýstu þau yfir mikilli ánægju með
Horses of Iceland verkefnið og jafn-
framt vilja til að taka þátt í því. Næsta
heimsmeistaramót íslenska hestsins
verður haldið í Berlín 2019 og fundaði
ráðherra jafnframt með skipuleggj-
endum þess.
Markaðsverkefnið Horses
of Iceland er samstarfsverkefni
Íslandsstofu og fjölmargra aðila sem
með einum eða öðrum hætti tengjast
íslenska hestinum bæði hér á landi
og erlendis. Tilgangur verkefnisins er
að auka vitund um og styrkja ímynd
íslenska hestsins á alþjóðavettvangi.
Markmiðið er að leggja grunn að
aukinni verðmætasköpun og auknum
gjaldeyristekjum af sölu á hestum,
vörum og þjónustu þeim tengdum
með faglegu markaðsstarfi undir
merjum Horses of Iceland – bring
you closer to nature. /VH
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
landbúnaðarráðherra með stjórn
IPZV, Auði Eddu fulltrúa sendiherra
Íslands í Þýskalandi og Kristjáni
Skarphéðinssyni ráðuneytisstjóra.
Smáauglýsinga-
síminn er:
563 0300
Eldri blöð má
finna hér á PDF: