Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 6

Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 20186 Þann 8. september sl. boðaði Viðreisn til blaðamannafundar undir slagorðinu „Ódýrara Ísland“. Þar voru kynnt áherslumál flokksins á komandi vetri. Formaður og varaformaður flokksins kynntu m.a. leiðir til að lækka vaxtakostnað og matvælaverð heimilanna. Hvorutveggja mjög brýn hagsmunamál fyrir neytendur og þörf umræða. Það rifjaðist upp fyrir mér við lestur þessarar fréttatilkynningar að ég hafði setið fund í landbúnaðarráðuneytinu fyrir ári síðan nánast upp á dag. Á þeim fundi var m.a. þáverandi landbúnaðarráðherra sem er einmitt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, núverandi formaður Viðreisnar. Einsog alltaf á fundum mínum í ráðuneytinu skildi ég eftir minnisblað sem ég afhenti ráðherra og kynnti jafnframt á fundinum. Meðfylgjandi línurit var á minnisblaðinu, ég hef reyndar uppfært það til dagsins í dag. Á línurritinu má sjá að almennt verðlag hefur hækkað um 10% á síðustu 5 árum. Á sama tíma hefur verð til svínabænda lækkað um 13%. Vísitala neysluverðs er samansett af talsverðum fjölda undirvísitalna. Ein af þeim er „kjöt unnið reykt og saltað“. Svínakjöt er uppistaðan í þeirri vísitölu og sýnir því best hvernig verðþróun á svínakjöti hefur verið til neytenda á umræddu tímabili. Sú vísitala hefur hækkað um 12%. Eða m.ö.o. á meðan bændur fá sífellt minna í sinn hlut þurfa neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið. Ef ég reyni nú að umorða þetta einu sinni enn, millilliðirnir eru að taka sífellt meira til sín. Svínabændur gera engar athugasemdir við að verð hafi lækkað til þeirra á þessu tímabili en okkur þykir sárt að sjá að ávinningurinn skili sér ekki til neytenda. Hefur eitthvað fleira verið að gerast á þessum árum sem hér eru skoðuð? Já, innflutningur á svínakjöti hefur margfaldast að magni – að stærstu leyti á opnum útboðstollkvótum – og er innflutt svínakjöt nú komið með upp undir þriðjungs markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði. Félag svínabænda hefur í mörg ár vakið athygli á þessari þróun en talað fyrir daufum eyrum svo ekki sé fastar að orði kveðið. Af hverju hafði þáverandi landbúnaðarráðherra ekki áhuga á að ræða þessa þróun? Af hverju hafa Neytendasamtökin ekki áhuga á þessu? Hvað með ASÍ og Samkeppniseftirlitið? Hvað með fjölmiðla? Tollverndin Á vegum landbúnaðarráðherra starfar nú nefnd undir forystu Óla Björns Kárasonar – þingmanns Sjálfstæðisflokksins – sem er falið það verkefni að endurskoða núverandi fyrirkomulag við útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum. Innflytjendur eru ítrekað búnir að leggja stjórnvöld fyrir dómstólum í því máli og hafa fengið um 3 milljarða endurgreidda frá ríkinu. Enn sækja þessir aðilar rétt sinn fyrir dómstólum og hafa nú höfðað dómsmál og telja sig eiga inni allt að 4 milljarða í fomri ólögmætrar innheimtu á útboðsgjaldi tollkvóta. Þetta er umhverfið sem íslenskir bændur búa við í dag ásamt nýjum tollasamningi við ESB auk nýfallins EFTA dóms í hráakjöts málinu svokallaða. Er til of mikils ætlast að krefjast þess að stjórnvöld gyrði sig í brók og reyni að minnka óvissu í þessum málaflokki? Ætla stjórnvöld að halda áfram að láta hrekja sig úr einu horninu í annað eða á að móta einhverja heildarstefnu fyrir landbúnað þar sem skýrar línur verða lagðar í tollverndinni? En aðeins aftur að Ódýrara Íslandi. Okkur bændum hættir til að fara í varnarstellingar þegar núverandi umgjörð landbúnaðarins er gagnrýnd. Þannig tel ég að það sé eitt og annað í tillögum Viðreisnar sem bændur eiga að taka til skoðunar. Er skynsamlegt að hafa þannig umgjörð um landbúnaðinn að „kerfið“ stýri bændum í ákveðnar búgreinar án tillits til framboðs og eftirspurnar? Nýtist opinbert fé e.t.v. betur ef einstaklingnum er treyst fyrir því að ákveða hvað hann vill taka sér fyrir hendur í sveitum landsins? Fjórða iðnbyltingin er handan við hornið og þá verðum við að muna að landbúnaður er svo miklu meira en bara ær og kýr. Er líklegt að núverandi umgjörð sem við höfum um íslenskan landbúnað hjálpi okkur best að takast á við þær miklu breytingar sem fram undan eru? Já, ég á mér draum. Að fyrr en síðar verði öllum gert jafnhátt undir höfði hvar sem þeir eru í sveit settir. Ég veit, þetta er pínu barnalegt en hvað með það. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.500 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.250 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Í Norðvestur-Evrópu hafa menn nú upplifað eitthvert heitasta og þurrasta sumar síðan mælingar hófust. Afleiðingarnar fyrir bændur og matvælamarkaðinn kunna að verða verulegar í vetur og á komandi misserum. Hvað kemur það okkur Íslendingum við kann einhver að spyrja, enda upplifðu íbúar á sunnan og vestanverðu landinu eitt blautasta sumar síðan mælingar hófust. Gallinn er bara að það hefur líka haft neikvæð áhrif á uppskeru, bæði á fóðri og matjurtum. Í Evrópu hafa kartöflubændur mátt þola 20 til 30% minni uppskeru en í meðalári og svipaða sögu er að segja af hveiti-, korn- og repjuuppskerunni. Það gildir allavega um Bretland, Belgíu, Holland, Þýskaland og Pólland. Í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð var ástandið engu skárra. Allir vita nú um ásókn norskra bænda í hey á Íslandi í viðleitni til að koma í veg fyrir stórfelldan niðurskurð á nautgripum og öðru búfé. Bændur víða um Evrópu hafa óskað eftir aðstoð yfirvalda til að mæta þeim skaða sem þeir hafa orðið og verða fyrirsjáanlega fyrir. Þannig óskuðu þýskir bændur eftir einum milljarði evra í aðstoð fyrir skömmu, eða sem svarar um 128 milljörðum íslenskra króna. Danskur landbúnaður sér fram á 75 milljarða króna tjón vegna þurrka. Áhrifin á matvælamarkaðinn geta orðið geigvænleg. Vegna uppskerubrests á dýrafóðri, þá er líklegt að mun meira verði skorið niður af bústofni bænda en ella. Það getur þýtt tímabundið offramboð af vissum kjöttegundum með tilheyrandi lækkun á verði. Það ætti að öllu eðlilegu að vera góð tíðindi fyrir neytendur, en það veldur því miður aðeins skammtímagleði. Á sama tíma er talið að lítið framboð af hveiti, korni, grænmeti og ýmsu öðru muni valda hækkandi verði á mörkuðum. Þar geta menn ekki svo auðveldlega brugðist við með innflutningi frá Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Ameríku, því þar hafa menn líka víða verið að glíma við þurrka, óvenju mikinn hita og uppskerubrest. Í ljósi þessa þá segja eflaust einhverjir að matvælamarkaðurinn fleyti sér bara á ódýru kjöti sem væntanlega verði nóg af, alla vega næstu vikur og jafnvel mánuði. Gallinn er bara að þar mun ástandið að öllum líkindum snúast upp í andhverfu sína á næstu misserum. Minni ásetning gripa vegna fóðurskorts í vetur getur leitt til þess að t.d. í nautgripaeldi muni myndast stórt gap í framleiðsluna um nokkurra missera skeið. Í kjölfar offramboðs er því hætt við umtalsverðum skorti á nautakjöti á markaðnum. Ofan á allt þetta berast svo tíðindi af hraðri útbreiðslu á svínapest í Evrópu. Á síðasta ári þurftu Rússar og sumar Austur- Evrópuþjóðir að glíma við þessa pest og kostaði það slátrun og urðun á gripum í hundruð þúsunda vís. Óttinn við svipaðar afleiðingar í vestanverðri Evrópu er nú mjög mikill. Allt þetta leiðir hugann að því hversu viðkvæmt fæðuöryggiskerfi þjóðanna í kringum okkur er. Svo ekki sé talað um Ísland. Hér hafa ákveðinn öfl barist fyrir því með kjafti og klóm að markaðsöflin fái alfarið að sjá um okkar matvælamarkað og helst með algjöru tollfrelsi. Þó frelsi sé yfirleitt talið til hins góða, þá er það augljóslega glapræði ef menn samfara því heykjast á að tryggja kerfi sem getur haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar. Spurningin er hvort það kvikni einhver vitglóra í kolli slíkra snillinga þegar þeir uppgötva að grasið er skrælnað hinum megin við lækinn og þaðan ekki kartöflukvikindi að fá. – Jafnvel þótt veifað sé þykkum seðlabúntum. /HKr. Ódýrara Ísland! Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – augl@bondi.is Vefur blaðsins: www.bbl.is bbl@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ingvi Stefánsson formaður Félags svínabænda ingvist@simnet.is Mynd / Hörður Kristjánsson – Í síðasta blaði láðist að lagfæra texta undir mynd á bls. 6 fyrir prentun. Var hún að sjálfsögðu tekin af Klettshálsi í Austur-Barðastrandasýslu en ekki af Ódrjúgshálsi. Fæðuöryggi

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.