Bændablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 7

Bændablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 7 LÍF&STARF Á þessum árstíma verða gangnavísur allsráðandi. Fyrstu vísurnar varla orðnar blekþurrar, ortar í Hvamms- heiðar göngum þeirra Gunnarsstaðabræðra Jóhannesar og Ragnars Sigfússona. Jóhannes yrkir jafnan á leiðinni fram í kofa, og þylur svo kveðskapinn um kvöldið: Fagnandi í fínu standi og fullur löngunar, fór ég heiman flugríðandi í fyrstu göngurnar. Þá er gott að þylja ljóðin, þá er gott að vera til, þegar gamla gangnaslóðin glymur öll við hófaspil. Það er venja þeirra bræðra að ríða um hlað í Höfða. Þar bjó lengi Aðalsteinn bóndi, jafnan kallaður Teddi í Höfða, en látinn nú á nýliðnu sumri. Teddi hafði þann sið að færa þorstlátum gangnamönnum kverkavætu. Ríðandi þar um hlað á dögunum orti Jói: Áð hjá Tedda oft ég hef, afar vel því kunni. Er sem ljúfan landaþef leggi af minningunni. Ragnar Sigfússon bætti við þessari fallegu vísu í Höfðahlaði: Hverfa héðan einn og einn, ýmsar kempur farnar. Kemur ei oftar Aðalsteinn út með veitingarnar. Það er einnig að finna gangnakeim af næstu vísu. Hana sendi veleðla vinur Jón Benediktsson, fyrrum bóndi í Sælingsdalstungu í Dölum vestur. Vísan er eftir Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu á Skarðsströnd. Björn var lipur hagyrðingur, en er nýlátinn. Björn var lengi kennari, bæði á Laugum og í Búðardal: Gyllta hárið greitt í stút gæti mörgum unað veitt. Komin með í klofið hrút; kind er betri en ekki neitt. Ólína Jónasdóttir fyllir síðan þáttinn með sínum einstaka kveðskap um gangnatímann: Hlíðin mín er hljóð og föl, hættur fuglasöngur. Nóttin orðin næsta svöl, nú eru komnar göngur. Því er ráð að hyggja að hnakk, hófum, gjörð og reiða, leggja á minn brúna blakk, beina ferð til heiða. Hnjúkar falda hvítu um sinn, hélan tjaldar völlinn. Vegi kalda, vinur minn við skulum halda á fjöllin. Makkahár með hugljúft fjör hrindir sárum móði, sporafrár og æskuör ert þú , klárinn góði. Fram um breiðu fjöllin há ferðir greiðir mínar. Þessum heiðum átt þú á æskuleiðir þínar. Þylur skeið um skarð og fjall, skapið heiðin létti. Hér við breiðan hamrastall hnakk og reiða spretti. Hér á slóðum angan er enn frá rjóðum stráum. Við úr sjóðum heiðar hér hressing góða fáum. Frjálsri gleði fagnað skal, fjölbreytt skeður gaman. Hlýnar geð í hamrasal hlegið og kveðið saman. Eins skal gætt um auðnarsvið eftir þætti skeða, fjallavættir vilja frið við skulum hætta að kveða. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Mynd / Vala Kristín Ófeigsdóttir Reykjaréttir á Skeiðum Mikill mannfjöldi var í réttunum og stemningin góð. Á milli sex þúsund og fimm hundruð og sjö þúsund fjár voru í réttunum. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.