Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 20188 Talsverð hætta er talin á að afrísk svínaflensa geti breiðst hratt út í Evrópu en sýkingin greindist nýlega í tveimur villisvínum í Belgíu. Pestin er mjög smitandi og hafa stjórnvöld í Hollandi og Frakklandi auk Belgíu sett varnir gegn útbreiðslu hennar á hæsta viðbúnaðarstig. Veiðar á villisvínum í Belgíu hafa verið bannaðar fram í miðjan október og bannað er að flytja dýr, hvort sem þau eru lifandi eða dauð, um stór svæði í landinu. Göngufólk er beðið um að halda sig frá göngustígum sem vitað er að villisvín fara um og verið er að taka sýni á býlum í nágrenni við svæði þar sem dauðu villisvínin fundust. Svínabændur í Belgíu eru mjög uggandi um sinn hag og hafa farið fram á að villisvín verði felld á stórum svæðum í landinu til að tryggja að sýkingin berist ekki í alisvín. Greindist í Rúmeníu fyrr á árinu Afrísk svínaflensa kom síðast upp í Belgíu árið 1985 og í kjölfar hennar þurfti að slátra yfir 30 þúsund svínum í landinu. Flensunnar núna í Evrópu varð fyrst vart í Rúmeníu og Ungverjalandi fyrir rúmum mánuði og hefur 130 þúsund svínum verið fargað vegna smithættu. Einnig er vitað um einangruð tilfelli smits í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi fyrr á þessu ári. Danir huga að varnarmúr Alvarleiki málsins er slíkur að Þjóðverjar ætla að grípa til sértækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að svínapestin nái útbreiðslu þar í landi og í Danmörku er talað um að nauðsynlegt kunni að reisa einhvers konar varnarmúr á landamærum Danmerkur og Þýskalands nái afríska svínapestin mikilli útbreiðslu í Þýskalandi. Nái svínapestin mikill útbreiðslu í Evrópu er nánast öruggt að það muni leiða til minnkandi útflutnings á svínakjöti frá álfunni til landa utan hennar. Pestin greind í Kína Svo virðist sem afríska svína- pestin hafi einnig greinst í Kína og yfirvöld þar gripið til ráðstafana sem felast í að fella sýkt dýr og banna flutninga dýra milli héraða. /VH FRÉTTIR Afrísk svínaflensa breiðist hratt út Evrópu – Greinist nú í Belgíu og Danir íhuga að reisa varnarmúr á sínum landamærum frá álfunni til landa utan hennar. Riða greinist í Skagafirði – Tuttugu riðutilfelli hafa komið upp í Húna- og Skagahólfi á síðustu 20 árum Matvælastofnun hefur staðfest að riðuveiki hafi verið greind á bænum Vallanesi í Varmahlíð í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði árið 2016, á bæjunum Brautarholti og Stóru-Gröf ytri. Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu um málið þar sem fram kemur að unnið sé að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. „Riðan greindist í sýni úr kind frá bænum þar sem nú eru um 370 fjár. Sýnið var tekið samkvæmt skimunaráætlun Matvælastofnunar við slátrun í sláturhúsi. Átta önnur sláturhúsasýni frá búinu voru einnig rannsökuð í sömu sendingu og reyndust neikvæð. Ekki hafði orðið vart neinna sjúkdómseinkenna eða óeðlilegra affalla. Sýnin voru rannsökuð á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Mikill fjöldi sýna verður tekinn við komandi haustslátrun og rannsökuð með tilliti til skimunar á riðu,“ segir í tilkynningunni. Tuttugu riðutilfelli í hólfinu „Búið er í Húna- og Skagahólfi og í því hólfi hefur riðuveiki komið upp á tuttugu búum á undanförnum 20 árum en á þessu búi greindist veikin síðast árið 2007. Riðuveiki hefur komið upp á mörgum bæjum kringum Varmahlíð í gegnum tíðina og um þekkt riðusvæði er að ræða. Þetta er fyrsta tilfelli riðuveiki sem greinist á árinu en í fyrra greindist eitt tilfelli á Norðurlandi eystra. Fram til ársins 2010 greindist riða á nokkrum bæjum á landinu á hverju ári en engin tilfelli hefðbundinnar riðu greindust á árunum 2011–2014. Riðan er því á undanhaldi en þetta sýnir að ekki má sofna á verðinum. Á undanförnum árum hafa sýni verið tekin við slátrun úr u.þ.b. þrjú þúsund kindum á ári. Jafnframt hafa bændur verið hvattir til að senda hausa til Keldna af fé sem drepst eða er lógað heima vegna vanþrifa, slysa eða sjúkdóma, eða hafa samband við dýralækni um að taka sýni úr slíku fé. Aukin áhersla er á að fá slík sýni þar sem það eykur líkur á að finna riðuna. Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttektar á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niðurskurð,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Nýr fjárstofn að tveimur árum liðnum Samkvæmt reglum skal farga öllu fé strax og riða hefur verið greind og þinglýst fjárleysi gert. Ekki er hægt að taka nýjan fjárstofn á bæinn fyrr en að tveimur árum liðnum, frá ósýktu svæði. Farga skal hverri kind sem látin hefur verið til annarra bæja frá sýkta bænum, líka öllum kindum frá öðrum bæjum sem hýstar hafa verið á riðubænum yfir nótt eða lengur. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, gera bændur samning við MAST um niðurskurðinn. „Þar kemur fram hvað þeir þurfa að vera fjárlausir lengi og hvað þarf að gera – stundum þarf að skipta um innréttingar í fjárhúsum eða skipta um jarðveg utan við þau, henda öllu heyi og fleira. Í þessum samningi er þá samið um ákveðnar bætur fyrir það sem þarf að gera auk þess sem greiddar eru bætur fyrir afurðatjón samkvæmt ákveðnum forsendum. Bóndinn getur haldið þeim bein- og gæðastýringargreiðslum sem hann hafði á meðan honum er skylt að vera fjárlaus,“ segir Sigurður. /smh Aðgerðaráætlun kynntar í loftslagsmálum: Megináhersla á orkuskipti og átak í kolefnisbindingu Aðgerðará ætlun ríkis stjórn ar- innar í loftslags málum var kynnt þann 10. september. Sjö ráðherrar ríkis stjórnarinnar stóðu fyrir kynn ingunni sem saman stendur af 34 aðgerðum. Megináherslurnar eru á orkuskipti annars vegar og átak í kolefnisbindingu hins vegar. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands kemur fram að markmiðið með áætluninni sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið sín í loftslagsmálum. „Alls verður 6,8 milljörðum króna varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum á næstu fimm árum, sem er stórfelld aukning frá því sem verið hefur. Aðgerðaráætlunin samanstendur af 34 aðgerðum. Megináherslurnar eru tvær; orkuskipti, þar sem sérstaklega er horft til hraðrar rafvæðingar samgangna og átak í kolefnisbindingu þar sem skógrækt og landgræðsla gegna lykilhlutverki, auk þess sem markvisst verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis,“ segir í tilkynningunni. Samráð framundan Haft er eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi tryggt stóraukið fjármagn til aðgerðanna. „Fram undan er svo samráð við bæði atvinnulíf, sveitarfélög og almenning um nánari útfærslur. Við höfum einbeittan vilja til að ná raunverulegum árangri til að uppfylla markmið Parísarsáttmálans og markmiðinu um kolefnishlutlaust Ísland 2040,“ segir Katrín. Í tilkynningunni kemur fram að aðgerðaráætlunin sé unnin í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar. Aðgerðirnar í henni eigi að stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni kolefnisbindingu. Sumar aðgerðir séu þegar komnar í vinnslu, aðrar nánast fullmótaðar, enn aðrar eru tillögur sem þarfnast samráðs við aðila utan stjórnkerfisins og frekari útfærslu. „Áætlunin verður sett í samráðsgátt Stjórnarráðsins til umsagnar og uppfærð í ljósi ábendinga, auk þess sem boðið verður til samráðs um einstakar aðgerðir með fulltrúum atvinnulífs, félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra. Verulega verður aukið við fjárfestingar og innviði vegna rafvæðingar í samgöngum en áætlað er að verja 1,5 milljörðum króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingar hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum hér á landi á næstu fimm árum. Þá er ekki meðtalinn kostnaður við áframhaldandi ívilnanir fyrir rafbíla sem þegar eru meðal þeirra mestu sem þekkjast. Kolefnisgjald verður áfram hækkað og mörkuð sú stefna að frá og með árinu 2030 verði allir nýskráðir bílar loftslagsvænir. Ísland fylgir þar fordæmi fjölmargra ríkja sem markað hafa sér skýra framtíðarsýn varðandi vegasamgöngur, segir í tilkynningunni. Í tilkynningu Stjórnarráðs Íslands er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, að ljóst sé að næsta bylting okkar í loftslagsmálum verði orkuskipti í samgöngum, líkt og hitaveitan var á sínum tíma. „Ísland hefur með þessu sett sér það markmið að vera meðal fyrstu ríkja heims til að ná fram fullum orkuskiptum, ekki bara í húshitun heldur einnig í vegasamgöngum. Við setjum markið hátt, þar sem framtíð komandi kynslóða er undir,“ segir Guðmundur Ingi. Vörslumönnum lands falið hlutverk Ráðist verður í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt, í því skyni að binda kolefni. Um fjórum milljörðum króna verður varið til þessara aðgerða á næstu fimm árum. „Áhersla er lögð á að fela félagasamtökum hlutverk, bændum og öðrum vörslumönnum lands. Um 500 milljónum króna verður varið til nýsköpunar vegna loftslagsmála og verður Loftslagssjóður stofnaður til að halda utan um slík verkefni. Um 800 milljónum króna verður varið í margvíslegar aðgerðir, svo sem rannsóknir á súrnun sjávar og aðlögun að loftslagsbreytingum, alþjóðlegt starf og fræðslu. Framlögin eru tryggð í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2019–2023, en verða útfærð nánar við frekari mótun aðgerða. Samráð við hagsmunaaðila verður haft til hliðsjónar, sem og frekari greining á hagkvæmni mismunandi leiða,“ segir í tilkynningunni. Í gegnum samráðsgátt Stjórnar- ráðsins er hægt að skila inn umsögnum um þessa fyrstu útgáfu aðgerðaráætlunar til 1. nóvember næstkomandi. Aðgerðaráætlunina má nálgast í gegnum vef Stjórnarráðs Íslands. Katrín Jakobsdóttir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir í loftslagsmálum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.