Bændablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 10

Bændablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201810 FRÉTTIR Í byrjun september skrifuðu mark að s stofan Icelandic lamb og Kjarna fæði undir samninga um mark aðs setningu og sölu á íslensku lambakjöti í Þýskalandi við þýska fyrirtækið RW-Warenhandelsges MBH. Undirbúningur hefur staðið í um það bil tvö ár. Fulltrúar þýska fyrirtækisins hafa komið hingað til lands og fulltrúar íslensku fyrirtækjanna farið utan. „Við erum afar bjartsýn á þetta verkefni,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic lamb, „enda mjög faglega að öllu staðið hjá Þjóðverjunum og undirbúningurinn verið til fyrirmyndar.“ Allt í allt koma sex fyrirtæki að þessum samningum. Þýskaland er vænlegur markaður Samkvæmt samningunum hefur þýski samstarfsaðilinn einkaleyfi á að nota merki Icelandic lamb – Roaming Free Since 874. Íslenska lambið verður selt bæði til veitingastaða og verslana. Þjóðverjarnir hafa mikla reynslu af sölu á matvælum í Evrópu en RW-Warenhandelsges MBH er dótturfyrirtæki Witra, eins af stærri matvælasölufyrirtækjum Þýskalands. Íslenska lambið verður selt bæði til veitingastaða og verslana. „Það er alveg ljóst að Þýskalands- markaður getur orðið einn af mikil- vægustu mörkuðum okkar fyrir íslenskt lambakjöt, en við reynum hins vegar að halda væntingum niðri á jörðinni og hugsa frekar um að byggja þessi viðskipti upp á skynsaman og arðvænlegan hátt,“ segir Hlynur Ársælsson, fulltrúi RW-Warenhandels á Íslandi. Sérstakt vörumerki fyrir íslenskt lambakjöt RW-Warenhandels hafa meðal annars gengið frá sérstökum samningum við fjölskyldufyrirtækið Albert Rauch GmbH sem hefur útbúið sitt eigið vörumerki fyrir íslenskt lambakjöt í smásölu í Þýskalandi. „Þetta sýnir okkur að menn hafa augljóslega trú á verkefninu og lambinu,“ segir Svavar, „enda búið að leggja gríðarmikla vinnu og peninga í undirbúninginn af hálfu Þjóðverjanna.“ Íslenskt lambakjöt verður selt undir vörumerkinu Vikingyr bæði í smásölu og eins á veitingastöðum. Albert Rauch GmbH flytur nú þegar inn til Þýskalands fjölmargar gerðir af kjötvörum frá Spáni, Ítalíu og víðar og selur að stórum hluta undir eigin vörumerkjum. Allt kjötið skorið ytra Allt íslenska lamba- kjötið verður flutt utan í heilum skrokkum og unnið hjá rótgrónu fjölskyldufyrirtæki í Frakklandi. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í sex ættliði. „Þetta hjálpar okkur að ná niður kostnaði og mæta betur óskum kaupenda hvað endanlega vöru og pakkningar varðar,“ segir Andrés Vilhjálmsson, sölustjóri hjá Kjarnafæði. „Yfir 200 manns vinna hjá þessu franska fyrirtæki og kjötvinnslan, sem er mjög tæknivædd, vinnur yfir milljón lambaskrokka á ári og er einnig leiðandi í sölu á lambakjöti á sínum markaði.“ Horft til Frakklands Þegar kjötið hefur náð fótfestu í Þýskalandi stendur til að kynna það fyrir völdum kúnnum í Frakklandi í samstarfi við franska kjötvinnslufyrirtækið. „Það eru spennandi tímar fram undan og ég finn fyrir gríðarlegum metnaði hjá öllum sem að verkefninu standa,“ segir Svavar að lokum. Íslenskt lambakjöt á leið inn á Þýskalandsmarkað – Icelandic lamb og Kjarnafæði gera samning við RW-Warenhandelsges MBH og fjölskyldufyrirtækið Albert Rauch „Þetta er leiðindamál, Vegagerðin er að okkar áliti að reyna að koma sér undan verkefni sem við teljum að eigi að vera hennar. Þar á bæ hefur verið kvartað undan fjárskorti árum saman og ein leiðin virðist vera að koma verkefnum yfir á aðra, m.a. með því að fella niður stofnvegi,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit. Vegagerðin hefur sent sveitar- félaginu bréf þar sem kynnt eru áform um að fella nokkra vegi í Hörgársveit út af vegaskrá, m.a. hluta Hjalteyrarvegar. Í vegalögum segir m.a. að heimilt sé að láta stofnveg ná til hafnar sem mikilvæg er fyrir ferðaþjónustu og flutninga. „Sveitarfélagið telur að þetta eigi hiklaust við Hjalteyri og því eigi Hjalteyrarvegur að teljast stofnvegur alveg að Hjalteyrarhöfn,“ segir Snorri. Vaxandi athafnalíf allt árið Alvarlegar athugasemdir eru af hálfu sveitarfélagsins gerð við fyrirhuguð áform Vegagerðarinnar, en því var gefinn kostur á að gera athugasemdir við þau. Bent er á að á Hjalteyri og við Hjalteyrarhöfn sé rekin umfangsmikil ferðaþjónusta og hafnsækin starfsemi sem henni tengist. „Ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg hér í sveitarfélaginu líkt og víða annars staðar, en m.a. er gerð út hvalaskoðun frá Hjalteyri. Mest er umleikis frá vori og fram eftir hausti, en athafnalíf á heilsársgrundvelli fer þó vaxandi á Hjalteyri, þar sem er einnig öflug menningarstarfsemi og starfsemi sem er mikilvæg fyrir atvinnulífið í sveitarfélaginu og snýst um heilsársuppbyggingu ferðaþjónustu í Eyjafirði,“ segir Snorri. Spara sér viðhaldið Hann segir að Vegagerðinni beri að halda Hjalteyrarvegi við, en greinilegt sé að með því að taka hann af vegaskrá spari hún sér fé og velti viðhaldi vegarins, snjómokstri og öðru yfir á sveitarfélagið. Kaldar kveðjur „Hjalteyri sem áfangastaður hefur ekki í langan tíma verið vinsælli en um þessar mundir, en það má rekja til uppbyggingar dugmikilla aðila þar og í sveitarfélaginu. Okkur þykir þetta ansi kaldar kveðjur og í mótsögn við það að ríkið ætli sér að koma að eflingu ferðamannastaða á lands byggðinni,“ segir Snorri. /MÞÞ Vegagerðin áformar að taka hluta Hjalteyrarvegar út af vegaskrá – Verið að reyna að koma kostnaði yfir á sveitarfélagið, segir sveitarstjórinn Hjalteyri. Mynd / HKr. Kynning á nýrri vörulínu úr íslensku lambakjöti í sýningarrými Albert Rauch GmbH. Við undirritun samninga. Talið frá vinstri; Svavar Halldórsson framkvæmda- stjóri Icelandic lamb, Hlynur Ársælsson, fulltrúi RW-Warenhandels á Íslandi, Wolfgang Bauer og Andrés Vilhjálmsson, sölustjóri hjá Kjarnafæði. Þarna er vandað til verka í kjötskurði, umbúðum og öllum merkingum vörunnar. Viðurkenningar í tengslum við Dag íslenskrar náttúru: Sveinn Runólfsson hlaut Náttúruverndarviðurkenninguna Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, hlaut Náttúru- verndar viðurkenningu Sigríðar í Brattholti og þeim Tómasi Guðbjartssyni og Ólafi Má Björnssyni var veitt fjölmiðla- verðlaun umhverfis- og auðlindar- áðuneytisins á viðburði í tengslum við Dag íslenskrar náttúru sem haldinn var hátíðlegur 16. september. Dagur íslenskrar náttúru er afmælisdagur Ómars Ragnars- sonar, fjölmiðlamanns og náttúru- verndarsinna, sem ríkisstjórn Íslands ákvað að heiðra með þessum hætti árið 2010 og undirstrika um leið mikilvægi náttúruverndar Íslands. Sjálfbær nýting lands Hlýtur Sveinn Náttúruverndar- viðurkenninguna fyrir að hafa um áratuga skeið staðið í framvarðarsveit í baráttunni fyrir vernd og endurreisn vistkerfa landsins. Í rökstuðningi ráðherra fyrir viðurkenningunni segir að Sveinn hafi helgað líf sitt þeirri hugsjón sinni að græða landið og tryggja sjálfbæra nýtingu þess. „Ævistarf Sveins við vernd landkosta er afar fjölbreytt. Þegar það hófst var uppblástur og ofbeit í algleymingi og lítill skilningur á áhrifum beitar. Uppgræðslustarfið var erfitt á foksvæðunum og öllu fagnað sem gróið gat. Sveinn hefur verið óþreytandi í boðskap sínum, fræðslu og hvatningu, jafnt til stjórnvalda sem almennings. Hann hefur stuðlað að rannsóknum, fræðslu, stofnun landgræðslufélaga og fjölbreyttum samstarfsverkefnum með þátttöku bænda og almennings sem aukið hefur bæði landlæsi og afköst í landgræðslustarfinu,“ segir í rökstuðningi ráðherra. Fossaröð á svæði Hvalárvirkjunar Í rökstuðningi dómnefndarinnar vegna fjölmiðlaverðlaunanna segir að þeir félagar hafi heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið og nýtt sér samfélagsmiðla og aðra fjölmiðla til að koma þessu efni á framfæri. „Tómas og Ólafur Már hafa verið óþreytandi við að halda íslenskri náttúru á lofti í fjölmiðlum, hefðbundnum sem óhefðbundnum, á síðastliðnu ári og er það samdóma álit dómnefndar að með því hafi þeir haft bein áhrif á að lítt þekktar náttúruperlur, svo sem fossaröð á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar, hafa komist í almenna umræðu. Umfjöllun þeirra er enn fremur lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi fjölmiðla, þar sem efni kemur í auknum mæli frá almenningi fremur en sérhæfðu fréttafólki eða ljósmyndurum,“ segir í rökstuðningi dómnefndarinnar. Í henni sátu Ragna Sara Jónsdóttir, Jón Kaldal og Valgerður Anna Jóhannsdóttir. /smh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.