Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201812
FRÉTTIR
Dræmt sveppasumar:
Sveppamý gerir usla
nálægt Akureyri
Nú líður að lokum sveppatínslu-
tímabilsins. Veðurfar var misgott
eftir landshlutum en hvernig
skyldi sveppaáhugafólki hafa
reitt af við söfnun á þessum
vetrarforða? Guðríður Gyða
Eyjólfsdóttir sveppafræðingur
segir að svo virðist sem sumarið
hafi verið fremur dræmt hvað
sprettu ýmissa sveppa varðar.
„Það hefur sennilega tekið
fleiri ferðir en oft áður að útvega
vetrarforða af matsveppum. En
útsjónarsamir sveppatínslumenn
finna samt sveppi. Hér á
Norðurlandi hefur sveppasprettan
verið fremur jöfn, ekki mikil en
svolítið af sveppum frá því í júlí
og fram á haust. Mér var sagt að
eftir heitt og þurrt vor og fyrri
hluta sumars á Austurlandi hefðu
sveppir sprottið fremur seint og ekki
verið mikið af þeim síðsumars. Á
Suður- og Vesturlandi, eftir sólarlítið
rigningarsumar, sé einnig dræm
spretta helstu matsveppa, svolítið
hafi komið upp af þeim en mun
minna en oft áður,“ segir Guðríður
Gyða.
Fyrri ár skipta máli
„Reikna má með að hjá þeim
sveppum sem mynda svepprót með
trjám, geti fyrra ár haft nokkur áhrif
á afkomu sveppanna. Svo er oft
meira um sveppi í tiltölulega ungum
skógi þar sem sól nær að skína á
jörð milli trjánna, en í eldri skógum.
Maður sér líka að í rjóðrum í
skógum þar sem gróður er lágur
finnur maður gjarnan sveppaldin;
meðan mun færri aldin sjást inni
í skóginum – hinum megin á
rótarkerfi sama trés.“
Sveppelskandi fluga
Að sögn Guðríðar sást í fyrrasumar í
fyrsta sinn skemmdir á lerkisveppum
í skógum í nágrenni Akureyrar af
völdum flugulirfu sem reyndist
vera sveppamý. „Flugan ræðst til
inngöngu í aldinin strax og göt koma
á himnuna, sem hylur pípulag ungra
aldina, og voru milli 20 og 30 flugur
í einu inni undir hatti þessara ungu
sveppa. Flugurnar verptu eggjum
í pípulagið sem varð rauðleitt eftir
innrás þeirra. Ég náði þremur aldinum
sem voru troðfull af flugu þessari
og sendi nokkrar til greiningar hjá
Erling Ólafssyni, skordýrafræðingi
á Náttúrufræðistofnun, og hann
greindi fluguna sem sveppamýið
Mycetophila fungorum –
sveppelskandi flugu með nokkuð
langar lappir. Þessi fluga fannst
fyrir fáeinum árum sunnanlands og
er nú komin til Norðurlands og ætlar
greinilega að lifa hér góðu lífi því
mikið var af henni í lerkiskógum í
sumar.
Almennt má segja að þegar
sveppir frjósa sé ekki lengur hægt
að tína þá. Guðríður segir þó að ef
næturfrosti fylgir hlýtt og gott veður
þá geti ný aldin komið upp. /smh
Framlögum til nýliðunar í landbún aði
var úthlutað í fyrsta sinn í fyrra
– Framlögum til nýbýlinga var hins vegar úthlutað í síðasta sinn
Nýliðunarstuðningur var veittur í
fyrsta skipti á árinu 2017, sbr. IV.
kafla reglugerðar nr. 1240/2016 um
almennan stuðning við landbúnað.
Nýliðunarstuðningur er veittur til
fjárfestinga í búrekstri.
Framlögum til frumbýlinga var
úthlutað á árinu 2017 í samræmi
við bráðabirgðaákvæði í reglugerð
nr. 1151/2016 um stuðning við
sauðfjárrækt. Samþykktar umsóknir
voru 47 talsins alls að upphæð
22.199.922 kr. og var þetta í síðasta
skipti sem framlaginu var úthlutað
þar sem ákvæðið er fallið úr gildi.
Í nýjum búvörusamningum
taka við framlög til nýliðunar
í landbúnaði óháð búgrein.
Markmið stuðningsins er að
aðstoða nýliða við að hefja
búskap og auðvelda ættliðaskipti
í landbúnaði. Heildarfjárhæð
nýliðunar stuðnings skv. fjárlögum
2017 var 129.731.765. 40
umsóknir bárust og fengu 24
aðilar úthlutun skv. vinnureglum
sem Matvælastofnun setti sér
um forgangsröðun í samræmi
við ákvæði reglugerðar. Fjórum
umsóknum var hafnað. /HKr.
„Ég er mjög sáttur við útkomuna,
þetta gekk allt saman ljómandi
vel og við fengum góð tilboð frá
öllum fyrirtækjum sem eru í
rafmagnssölu,“ segir Sigurgeir
B. Hreinsson, framkvæmdastjóri
Búnaðarsambands Eyjafjarðar,
BSE.
Sambandið hafði forgöngu um
það á liðnu sumri að bjóða út sölu
á rafmagni til bænda. Tæplega 70
bændur óskuðu eftir að vera með,
samtals í kaup á 6 gígavattstundum
af rafmagni. Bændum í Eyjafirði sem
áhuga hafa á að ganga inn í tilboðið
gefst kostur á því og telur Sigurgeir
að þegar upp verður staðið muni á
bilinu 80 til 90 bændur vera með.
Krónutölur ekki gefnar upp
Alls fengu fimm fyrirtæki sem
selja raforku gögn og bauðst að
vera með í útboðinu, þ.e. Fallorka
ehf., HS Orka, Orka náttúrunnar,
Orkubú Vestfjarða og Orkusalan
ehf., en hið síðast talda bauð
lægst og var tilboði frá því tekið.
Samningur milli Orkusölunnar og
Búnaðarsambands Eyjafjarðar var
undirritaður á dögunum.
Sigurgeir segir að meirihluti
tilboðsgjafa hafi óskað eftir því að
upphæð tilboðs yrði trúnaðarmál og
vildi því ekki gefa upp krónutölu
tilboðsins, „en það er ljóst að um
umtalsverða lækkun á kaupum á
rafmagni er að ræða,“ segir Sigurgeir
og telur lækkun eftir útboð og
sameiginleg kaup bænda á rafmagni
nema á bilinu 10 til 12 milljónir
króna á ári.
Olíuvörur næst?
Sigurgeir segir mikla vinnu liggja
að baki svo stóru og sameiginlegu
útboði, en greinilegt að það
muni skila bændum töluverðum
ávinningi í lægra verði. Taldi hann
ekki útilokað að bændur myndu
sameinast um fleiri útboð og þá
jafnvel strax á næsta ári. „Við erum
að skoða ákveðna hluti í þeim
efnum og líklegt að næst munum
við óska tilboða í olíuvörur, þær
eru stór útgjaldaliður hjá bænum og
stórt sameiginlegt útboð gæti haft í
för með sér hagstæðara verð fyrir
bændur en þeim býðst nú,“ segir
hann. /MÞÞ
Samingur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar var
undirritaður á dögunum, en það gerðu Friðrik V. Árnason hjá Orkusölunni
og Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Samningurinn skilar bændum ávinningi í lægra verði.
BSE semur við Orkusöluna um rafmagnskaup:
Rafmagnið lækkar um 10 til
12 milljónir í kjölfar útboðs
seldi veitingar við réttina í sínum réttarskúr og hefur gert um áraraðir. Leitar- og réttarveður var með ágætum og
Róbert Gunnarsson með dróna.
Mynd / Sigurður Arnarsson
Umferð um Hringveg jókst um
3,8% í ágústmánuði og stefnir
allt í að umferð muni aukast um
tæp 4% þegar horft er til ársins
í heild.
Það er svipað og meðaltalsaukning
á hverju heilu ári frá árinu 2005, en
langt frá þeirri aukningu í umferð
sem var á liðnu ári, 2017, þegar
aukningin nam tæpum 11%. Útlit
er því fyrir að verulega dragi úr
umferðaraukningu í ár.
Rúmlega 14% aukning umferðar
um Mývatnsheiði
Umferðin í nýliðnum ágústmánuði,
um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar
á Hringvegi, jókst um 3,8% miðað
við sama mánuð á síðasta ári.
Umferð jókst á öllum svæðum
nema á Suðurlandi en mældan
samdrátt á því svæði má líkast
til skrifa á viðgerðir á Ölfusárbrú
og malbikunarframkvæmdir á
Hellisheiði. Mest jókst umferð um
Norðurland, eða um 6,6%. Mesta
aukning á einstaka stöðum var um
Mývatnsheiði, eða aukning um
14,4%.
Það sem af er ári hefur umferðin
nú vaxið um 4,1% miðað við sama
tímabil á síðasta ári. Mest hefur
umferðin aukist um Suðurland, eða
um 7,9% en minnst um Vesturland,
eða um 2,5%.
Nú stefnir í að umferðin geti
aukist um tæp 4% miðað við árið
2017. Búist er við því að aukningin
verði mest á Austurlandi, eða um
6% en minnstri aukningu er spáð
á Norðurlandi, eða um 2%, að
því er fram kemur í frétt á vef
Vegagerðarinnar. /MÞÞ
Umferðin á Hringvegi jókst
um tæp 4% í ágúst