Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 18

Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201818 Fyrir fimm árum fæddist foli austur í Landeyjum, sem er nú ekki frétt nema meira komi til og það gerir það svo sannarlega. Folinn ber nefnilega gen fyrir litmynstri sem ekki hefur verið til í stofninum fram að þessu. Þetta litmynstur kallast ýruskjótt og lýsir sér þannig að í litaða hlutanum, sem er einkum efri hluti líkamans, er mjög mikið af hvítum hárum, misjafnlega þétt settum. Sums staðar eru allt að því hvítir flekkir en annars staðar er feldurinn dökkur en yrjóttur af stökum hvítum hárum. Þessu yrjótta mynstri fylgir breið blesa eða hjálmur og hringir eða vögl í augum og háir sokkar og stundum hvítt undir kvið. Allt er þetta að því er virðist dálítið misjafnlega útfært hjá einstaklingum, þó dæmin séu ennþá mjög fá. Bylting í íslenska hrossastofninum Það er alveg ljóst að Ellert frá Baldurshaga er bylting í íslenska hrossastofninum. Með honum er komið nýtt litmynstur inn í stofninn, mynstur sem ekki hefur verið þar áður svo vitað sé, mynstur sem við getum nú og verðum að rækta áfram, skoða fjölbreytileika þess og möguleg afbrigði. Við getum leikið okkur með þessar nýju erfðir á ýmsan hátt í samspili við þá liti og hin litmynstrin sem fyrir eru í stofninum. Litir og mynstur eru nefnilega ekki bara augnayndi. Í þeim er fólgin fjölbreytni sem gefur möguleika í ræktun. Fjölbreytni litanna er erfðaauður. Viðhald þeirra stuðlar að virkri erfðabreidd í stofninum og fjölgun þeirra, eins og nú hefur gerst með Ellerti, eykur erfðabreiddina sem stofninn býr yfir. Orðhákar hafa löngum sagt: „Þú ríður ekki langt á litnum.“ Með þessu afgerandi orðalagi hafa þeir bæði reynt að gera lítið úr þeim hestamönnum sem hafa ánægju af litum og leggja sig eftir fágætum litum og litmynstrum og eins til að slá á umræðuna um liti, eins og hún sé einhvers konar óæðri umræða. Þeir hafa líka sagt að sumir fágætir litir beri merki um „truntukyn“ sem er annað orðalag ætlað til þess að slá umræðu út af laginu. Þessir fordómar eru þó út í hött þegar nánar er skoðað. Maður ríður einmitt á litnum. Knapi sem veit að hann situr á fögrum hesti, áberandi og útgeislandi, hann finnur til þess og er mun montnari og ánægðari í hnakknum en knapinn sem ríður við hlið hans á ljótari eða minna áberandi hesti. Er það ekki eimnmitt ánægjan sem flestir hestamenn eru á höttunum eftir? Truntukyn er kannski alls ekki til Truntukyn eru, þegar hugsað er út í það og skoðað í stofnerfðafræðilegu samhengi, kannski alls ekki til, þetta eru bara í raun minna ræktaðir eða ver ræktaðir hópar eða einstaklingar innan stofnsins. Hópar sem eiga framtíðina fyrir sér þegar menn snúa sér að vandaðri ræktun þeirra. Enginn gat séð Ellert fyrir og eiginleika hans. Sérkenni hans hefðu líka getað farið fram hjá mönnum og ekkert orðið úr honum og stökkbreytingin sem hann býr yfir þannig farið forgörðum og aldrei sest að í stofninum, en sem betur fer gerðist það ekki og hann er hér með sérkenni sín og í fullu fjöri. Hann er fagur og fagurlitaður og gæðingur í ofanálag, ljúflingur í skapi, algjört draumahross og af ágætum ættum, sem fáir myndu kenna við truntur. Ellert auðgar hrossastofninn og nú er komið að okkur að taka hann lengra með ræktun út af honum og festa þannig þetta litmynstur hans í stofninum. Til þess að gera þeim betur skyljanlegt hvað hér er á ferðinni, sem eiga bágt með að sjá það fyrir sér, hversu mikil tíðindi tilkoma Ellerts er í raun, skulum við hugsa okkur að upp hefði komið hestur sem sýndi nýja gangtegund. Hesturinn hefur fjóra fætur og það eru fræðilega fjölmargir möguleikar á kerfisbundinni notkun þeirra, mun fleiri en þær fimm gangtegundir sem við þekkjum í íslenska hestinum og er eitt aðalatrði þegar við mærum hann. Ég hef lagt það sem þraut fyrir stærðfræðinga og hestamenn, að leysa út því hversu mörgum gangtegundum hesturinn gæti búið yfir, fræðilega séð. Þeir hafa allir gefið dæmið frá sér og ekki treyst sér til að leysa það. Það er því alls ekki fáránleg hugmynd til útskýringa og áréttinga á sérstöðu Ellerts að ímynda sér til samanburðar nýja gangtegund. Fengjum við allt í einu hest sem sýndi nýja gangtegund, myndum við ekki kalla það byltingu fyrir stofninn? Þannig bylting er Ellert. Hann býr yfir nýjung, eiginleika sem ekki var fyrir hendi áður. Þetta er nýjung sem kemur til nota í stofninum og sem auðgar stofninn að erfðafjölbreytni. Þessari nýjung eigum við að spila úr á næstu árum og áratugum, ef íslenski hrossastofninn heldur velli, heilsu og vinsældum. Við verðum að gæta þess að þessi stökkbreyting glatist ekki og áhrifin af henni nái að breiðast út um stofninn og komi sér þar fyrir til frambúðar. Enn sem komið er búa ekki fleiri hross en Ellert og fjögur afkvæmi hans yfir eiginleikanum og það er því auðvelt að glata honum. Hér er um metnaðarmál og stofnverndarmál að ræða og allir verða að leggjast á árarnar til að viðhalda þessum eiginleika í stofninum í landinu, ekki bara eigandi Ellerts og stjórn Stofnverndarsjóðs. Ekki er að efa að útlendingar munu sækjast eftir afkomendum Ellerts og við verðum á meðan eiginleikinn er svona fágætur að hafa það í huga að viðhalda og efla hann hér heima. Koma honum þannig fyrir í stofninum hér að hann nýtist vel og verði þar fastur í sessi. Þeir sem eiga úrvalsgóðar hryssur, hátt dæmdar og hæfileikaríkar, Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 184.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör e hf . Aðventublær í Bamberg Aðventan í Þýskalandi er heillandi og mikil jólastemning er í borgum og bæjum. Ferðin hefst í borginni Bamberg, komið verður til Nürnberg, þar sem finna má elsta jólamarkað landsins og til borgarinnar Würzburg sem er töfrandi á aðventunni og státar af líflegum jólamarkaði. 30. nóvember - 7. desember Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Ellert frá Baldurshaga: Fyrsti ýruskjótti hesturinn í íslenska hrossastofninum Hér er Ellert í viðtali og upptöku með knapa sínum, Rósu Birnu Þorvaldsdóttur, á Landsmótinu og kann greinilega að svara spurningunum með réttum áherslum. athygli hryssnanna og folaldanna, sem eru afkvæmi Ellerts. Hryssurnar og folöldin hans Ellerts eru ekki mannhrædd og folöldin full af forvitni um mannskepnuna. Hryssurnar og folöldin hans Ellerts eru ekki mannhrædd og folöldin full af forvitni um mannskepnuna. HROSS&HESTAMENNSKA Hér er Ellert í Víðidalnum á Landsmóti nú í sumar. Með honum er ein af Einstök.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.