Bændablaðið - 20.09.2018, Side 24

Bændablaðið - 20.09.2018, Side 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201824 LÍF&STARF Á fundi stjórnar Auðhumlu 30. ágúst 2018 lét Egill Sigurðsson frá Berustöðum í Ásahreppi af störfum sem formaður stjórnar Auðhumlu eftir að hafa gegnt því starfi í liðlega áratug. Nýr stjórnarformaður var kjörinn Ágúst Guðjónsson, bóndi á Læk í Flóahreppi. „Mitt markmið er að reyna að snúa rekstri Auðhumlu og MS í þann farveg að þessi fyrirtæki geti skilað viðunandi afkomu til að renna styrkari stoðum undir mjólkurframleiðslu í landinu,“ segir Ágúst Ágúst er búfræðingur að mennt frá Hvanneyri og iðnaðartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands. Áður en hann gerðist bóndi var hann deildarstjóri framleiðsludeildar SS í 15 ár. Bændablaðið heimsótti Ágúst til að fá nánari deili á honum og fjölskyldu hans. Af Brúnastaðakyni „Ég er fæddur og uppalinn á Selfossi. Foreldrar mínir eru Guðjón Axelsson frá Stóru-Hildisey í Landeyjum og Ásdís Ágústsdóttir frá Brúnastöðum í Flóa. Ég á fjórar systur en það eru þær Ingveldur, Sigríður Anna, Jóhanna og Sólveig. Ég er kvæntur Margréti Drífu Guðmundsdóttur frá Hafnarfirði og eigum við fimm börn. Ég varð búfræðingur frá Hvanneyri árið 1994. Lauk raungreinadeildarprófi frá Tækniskóla Íslands 1997, í framhaldi af því lauk ég B.S. gráðu í iðnaðartæknifræði árið 2001 frá Tækniskóla Íslands,“ segir Ágúst. Hann vann til sveita í 10 sumur sem barn og unglingur en hefur síðan aðallega unnið hjá Sláturfélagi Suðurlands, bæði í sumarstörfum og var síðan ráðinn deildarstjóri framleiðsludeildar að loknu námi árið 2001 og sinnti því starfi í 15 ár. Skyndihugdetta að sækja um Læk Lækur er ríkisjörð sem var auglýst til ábúðar vorið 2014. „Það var síðan skyndihugdetta að henda inn umsókn á síðustu stundu sem leiddi til þess að við Margrét vorum valin úr talsvert stórum hóp umsækjenda. Við slógum til þar sem við höfum brennandi áhuga á búskap og gaman að breyta til,“ segir Ágúst og bætir því að jörðin sé um 220 hektara mýrlend jörð en mjög grasgefin. Á bænum eru um 50 kýr og aðeins nautauppeldi, auk 14 hesta sem eru hluti af áhugamáli fjölskyldunnar. Líkar vel í sveitinni Ágúst segir að fjölskyldunni líði vel á Læk og var fljót að venjast nýjum aðstæðum. Hann sinnir búskapnum eingöngu en Margrét vinnur í 40% starfi sem kennari í Sunnulækjarskóla á Selfossi en er þess á milli í búskapnum með honum. Börnin létta síðan undir eftir því sem tími gefst. Þungur rekstur Auðhumlu Það vekur nokkra athygli að á sama tíma og Ágúst er nýorðinn kúabóndi þá er hann strax orðinn formaður stjórnar Auðhumlu. „Rekstur Auðhumlu og MS [dótturfélag Auðhumlu] hefur verið þungur síðustu misseri og því vildi ég leggja fram krafta mína þar sem ég taldi að sumt væri hægt að gera betur í rekstri þessara fyrirtækja. Ég bauð mig því fram í stjórn vorið 2017 og fékk þá sæti í varastjórn en var kosinn í aðalstjórn vorið 2018. Tók síðan við stjórnarformennsku 30. ágúst síðastliðinn. Mitt markmið er að reyna að snúa rekstri Auðhumlu og MS í þann farveg að þessi fyrirtæki geti skilað viðunandi afkomu til að renna styrkari stoðum undir mjólkurframleiðslu í landinu.“ Fyrir þá sem ekki vita þá er Auðhumla svf. samvinnufélag í eigu bænda og til þess að öðlast félagsaðild þurfa bændur að leggja inn mjólk að staðaldri inn hjá félaginu. Tilgangur félagsins er að taka á móti mjólk frá félagsmönnum, breyta henni í söluhæfa vöru, dreifa henni og selja fyrir sem best verð. Kúabændur fá of lágt verð – Eins og kunnugt er þá er mikil mjólkurframleiðsla í landinu en á sama tíma eru bændur að fá greitt fyrir alla umframmjólk. Hvernig fer það saman? „Bændur fá reyndar bara greitt 33,4 krónur á lítra fyrir umframmjólk frá afurðastöð núna en fullt verð er 90,49 kr á lítra. En það er ljóst að það gengur ekki upp að greiða meira fyrir umframmjólk en vörurnar skila á erlendum mörkuðum. Miðað við verðlagsgrundvöll kúabúa þá erum við að fá of lágt verð en hann er tæpar 11 milljónir í mínus miðað við nýjustu útreikninga. Þessar forsendur varðandi grundvallarbúið eru reyndar í endurskoðun og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Aukinn innflutningur er síðan byrjaður að mynda verðþrýsting á ákveðna vöruflokka sem verður krefjandi að glíma við,“ segir Ágúst. Ísey skyr í 15 löndum Nýr stjórnarformaður Auðhumlu fagnar því hvað gengur vel með sölu á íslenskum mjólkurvörum á erlendum mörkuðum. „Já, það eru klárlega tækifæri með þessum leyfissamningum í tengslum við Ísey skyr en eins og staðan er í dag eru seldar vörur í 15 Ágúst Guðjónsson, kjörinn nýr formaður stjórnar Auðhumlu: Íslenskir kúabændur verði samstiga við endurskoðun á búvörusamningunum Lækur í Flóahreppi er ríkisjörð sem er um 220 hektarar að stærð með 50 kýr, nautauppeldi og nokkra hesta. Ágúst stefnir að því, sem nýr stjórnarformaður hjá Auðhumlu, að snúa rekstrinum við sem hefur verið nokkuð þungur upp á síðkastið. Hann segir líka að það verði ærið verkefni að glíma við áhrifin af tollasamningi EB. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst og Margrét stödd í útlöndum með börnin sín fimm. Frá vinstri: Ásdís, 19 ára, Katrín, 13 ára, Helena, 15 ára, Benóný, 10 ára og Brynhildur, 17 ára. Myndir / Úr einkasafni

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.