Bændablaðið - 20.09.2018, Page 49

Bændablaðið - 20.09.2018, Page 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 49 SMALAMENNSKA &HUNDARÆKT Landskeppni Smalahundafélags Íslands – 19 hundar skráðir til leiks í þremur flokkum: Jöfn og spennandi keppni alveg til loka Hin árlega Landskeppni Smala- hundafélags Íslands var haldinn að Möðruvöllum í Hörgárdal 25.–26. ágúst, í samstarfi við Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis. Blíðskaparveður var báða keppnisdagana og aðstæður á Möðruvöllum góðar og vel var að móti staðið hjá Hörgármönnum. Var þetta í fyrsta sinn að Landskeppni færi fram í Hörgársveit. Túnið var langt og breitt og gátu því keppendur sent hunda sína jafnt til vinstri og hægri, víð og flott úthlaup. Alls voru 19 hundar skráðir til leiks í þremur flokkum og komu þeir hvaðanæva að af landinu. Keppnin var jöfn og spennandi alveg til loka. Kindurnar reyndu stundum á taugar keppenda og lentu keppendur í því að kindurnar höfðu einfaldlega betur og sáu við hundum þótt reyndir væru. En mörg frábær rennsli hjá smölum, hundum og kindum litu dagsins ljós á móti. Dómarinn var hinn 68 ára gamli Ian Flemming frá Suður- Skotlandi og var hann skipaður af International Sheepdog Society sem Smalahundafélag Íslands er aðili að. Hann er sauðfjár- og nautgripabóndi með 3000 kindur og 150 nautgripi. Hann hefur langa reynslu af keppni og móthaldi á vegum ISDS, því var um að ræða mjög reyndan mann í flestu sem við kemur Border Collie fjárhundum. Stjórn SFÍ vill koma þökkum til landeiganda og sauðfjáreiganda (sem lánuðu kindur á mót) og allra þeirra sem gerðu gott mót að veruleika og þakkar gott samstarf við Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis. Eftirfarandi voru efstir í sínum flokkum (öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Sfí). A -flokkur 110 stiga keppni 1. Maríus S. Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum. Stig 87 + 79 = 166 2. Svanur Guðmundsson og Smali frá Miðhrauni. Stig 77 + 88 = 165 3. Maríus S. Halldórsson og Sara frá Sigtúni. Stig 77 + 81 = 158 B- flokkur 100 stiga keppni 1. Halldór Pálsson og Píla frá Þorgrímsstöðum. Stig 80 + 26 = 106 2. Elísabet Gunnarsdóttir og Kolur frá Húsatóftum. Stig (24) + 67 = 91 3. Kryzysztof og Tígull frá Hallgilsstöðum. Stig ( 25) + 55 = 80 Unghundaflokkur 100 stiga keppni 1. Þorvarður Ingimarsson og Queen frá Tjörn. Stig 67 + 70 = 137 2. Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöðum. Stig 59 + 75 = 134 3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Snerpa frá Húsatóftum. Stig 54 + 79 = 133 Einnig eru gefin verðlaun fyrir bestu tíkina og besta hund mótsins og var það í þetta sinn Elsa frá Hallgilsstöðum og Smali frá Miðhrauni sem fengu þau verðlaun. /A.A. samkvæmt skipunum hundaeigandans. Myndir / Aðalsteinn Aðalsteinsson Ian Flemming, Jón Axel Jónsson og

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.