Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 49 SMALAMENNSKA &HUNDARÆKT Landskeppni Smalahundafélags Íslands – 19 hundar skráðir til leiks í þremur flokkum: Jöfn og spennandi keppni alveg til loka Hin árlega Landskeppni Smala- hundafélags Íslands var haldinn að Möðruvöllum í Hörgárdal 25.–26. ágúst, í samstarfi við Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis. Blíðskaparveður var báða keppnisdagana og aðstæður á Möðruvöllum góðar og vel var að móti staðið hjá Hörgármönnum. Var þetta í fyrsta sinn að Landskeppni færi fram í Hörgársveit. Túnið var langt og breitt og gátu því keppendur sent hunda sína jafnt til vinstri og hægri, víð og flott úthlaup. Alls voru 19 hundar skráðir til leiks í þremur flokkum og komu þeir hvaðanæva að af landinu. Keppnin var jöfn og spennandi alveg til loka. Kindurnar reyndu stundum á taugar keppenda og lentu keppendur í því að kindurnar höfðu einfaldlega betur og sáu við hundum þótt reyndir væru. En mörg frábær rennsli hjá smölum, hundum og kindum litu dagsins ljós á móti. Dómarinn var hinn 68 ára gamli Ian Flemming frá Suður- Skotlandi og var hann skipaður af International Sheepdog Society sem Smalahundafélag Íslands er aðili að. Hann er sauðfjár- og nautgripabóndi með 3000 kindur og 150 nautgripi. Hann hefur langa reynslu af keppni og móthaldi á vegum ISDS, því var um að ræða mjög reyndan mann í flestu sem við kemur Border Collie fjárhundum. Stjórn SFÍ vill koma þökkum til landeiganda og sauðfjáreiganda (sem lánuðu kindur á mót) og allra þeirra sem gerðu gott mót að veruleika og þakkar gott samstarf við Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis. Eftirfarandi voru efstir í sínum flokkum (öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Sfí). A -flokkur 110 stiga keppni 1. Maríus S. Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum. Stig 87 + 79 = 166 2. Svanur Guðmundsson og Smali frá Miðhrauni. Stig 77 + 88 = 165 3. Maríus S. Halldórsson og Sara frá Sigtúni. Stig 77 + 81 = 158 B- flokkur 100 stiga keppni 1. Halldór Pálsson og Píla frá Þorgrímsstöðum. Stig 80 + 26 = 106 2. Elísabet Gunnarsdóttir og Kolur frá Húsatóftum. Stig (24) + 67 = 91 3. Kryzysztof og Tígull frá Hallgilsstöðum. Stig ( 25) + 55 = 80 Unghundaflokkur 100 stiga keppni 1. Þorvarður Ingimarsson og Queen frá Tjörn. Stig 67 + 70 = 137 2. Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöðum. Stig 59 + 75 = 134 3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Snerpa frá Húsatóftum. Stig 54 + 79 = 133 Einnig eru gefin verðlaun fyrir bestu tíkina og besta hund mótsins og var það í þetta sinn Elsa frá Hallgilsstöðum og Smali frá Miðhrauni sem fengu þau verðlaun. /A.A. samkvæmt skipunum hundaeigandans. Myndir / Aðalsteinn Aðalsteinsson Ian Flemming, Jón Axel Jónsson og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.