Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 50

Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201850 Eftirspurnin eftir mjólkurvörum kemur til með að halda áfram að aukast næstu áratugina, umgjörð framleiðslunnar mun breytast verulega og kúabúskapur í Evrópu mun skipta auknu máli í framtíðinni samkvæmt spá nokkurra sérfræðinga í mjólkur- framleiðslu. Þeir birtu afar góða og ítarlega grein í tímaritinu Journal of Dairy Science um þetta efni og er hún grunnur þessara skrifa hér um mjólkurframleiðsluna í heiminum eftir 50 ár. Aukin eftirspurn Á komandi árum mun eftirspurnin eftir mjólkurvörum aukast verulega af tveimur ástæðum að mati greinarhöfunda: Í fyrsta lagi munu meðaltekjur á hvern íbúa heimsins aukast á komandi árum og áratugum og mun það auka eftirspurn eftir mjólkurvörum og matvælum frá búfjárrækt, sérstaklega í þeim löndum sem við köllum þróunarlönd í dag. Í öðru lagi þá innihalda mjólkur- vörur mikið af næringarefnum sem henta fyrir mannkynið og þess utan er framleiðsla á mjólk og mjólkurpróteinum mun nýtnari á land en önnur próteinframleiðsla. Í búfjárrækt, þ.e. til að framleiða hvert gramm af nýtanlegu próteini þarf minna landsvæði til framleiðslunnar sé próteinið framleitt með mjólkurframleiðslu en með annarri búfjárframleiðslu. Þá leiðir neysla mjólkurafurða til hámörkunar á nýtingu lands sem aðrir fæðuflokkar ná enganvegin að gera og gildir það bæði um framleiðslu á grænmeti og afurða frá annarri búfjárrækt. Úr 87 kg í 119 kg Í dag nemur umreiknuð mjólkur- neysla 87 kg á hvert mannsbarn, þ.e. sé heildarneysla mjólkurvara umreiknuð í magn þeirrar mjólkur sem býr að baki framleiðslunni þá nemur hún 87 kílóum. Á bak við þessa tölu er reyndar ekki gert ráð fyrir smjörneyslu en í tölum hjá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, er mjólkurfitan flokkuð utan við aðrar mjólkurafurðir. Til þess að setja þessi 87 kíló í samhengi má geta þess að um-reiknuð meðalneysla á mjólkurvörum í þróuðum löndum er í dag 225 kg á hvern einstakling og er því mikill munur á milli landa. Talið er að meðaltal allra landa verði komið í 119 kíló eftir 50 ár og að viðbættri þeirri mjólk sem fer til framleiðslu á smjöri auk áætlaðrar fólksfjölgunar hafa greinarhöfundar reiknað út að árið 2067 muni vanta um 600 milljarða lítra af mjólk til viðbótar því magni sem framleitt er í dag! Í dag kemur 82,4% af mjólkinni frá mjólkurkúm, 13,6% frá buffalóum, 2,3% frá geitum, 1,3% frá ám og 0,4% frá úlföldum og eigi mjólkurkýr að ná að sinna þessari auknu framleiðslu þurfa meðalafurðir þeirra að tvöfaldast á næstu 50 árum eða úr 2.405 kg í 4.531 kg. Þetta telja greinarhöfundar ógerlegt vegna þess að þar sem meðalafurðirnar eru hvað lægstar í heiminum í dag, eru lang flestar kýr nú þegar. Líklegri er því sú spá að kúm muni fjölga en meðalafurðir munu auðvitað hækka einnig eitthvað. Stuðla ber að jafnvægi Greinarhöfundar benda á að svo unnt verði að sinna hinni auknu eftirspurn sé mikilvægt að hvert markaðssvæði geti sinnt mikið til eftirspurninni með framleiðslu á eigin markaðssvæði og að jafnvægi þurfi að vera á heimaframleiðslu og innflutningi. Verði þetta gert mun framleiðslan aukast verulega í þróunarlöndunum en þar sem fyrirséð er að eftirspurnin muni vaxa umfram getu kúabænda viðkomandi landa og landsvæða þá muni verða markaður fyrir útfluttar mjólkurvörur. Mikil fólksfjölgun fram undan Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) telja að íbúum heimsins muni fjölga úr þeim 7,6 milljörðum, sem talið var að væru á jörðinni um síðustu áramót, í 10,5 milljarða árið 2067. Þessari spá fylgja þó rífleg öryggismörk og gæti því fólksfjöldinn verið einhversstaðar á bilinu 8,6-12,6 milljarðar. Að mati SÞ mun 93% af aukningunni næstu 50 árin verða í Asíu og Afríku en að mannfjöldinn í Evrópu muni dragast saman. Á öðrum svæðum í heiminum mun fólki hins vegar fjölga hóflega. Að 50 árum liðnum er talið að helmingur íbúa heimsins muni búa í einungis 10 löndum: Indlandi, Kína, Nígeríu, Bandaríkjunum, Pakistan, Indónesíu, Kongó, Eþíópíu, Brasilíu og Bangladesh! Vegna þessara fyrirséðu breyt- inga, þar sem markaðurinn í Evrópu er talinn muni dragast saman, er ljóst að eigi kúabúskapur í Evrópu að halda áfram að vaxa og/eða standa í stað þarf að huga að enn frekari útflutningi mjólkurvara en nú er gert. Hækkandi hitastig Síðustu fimm áratugi hefur hitastig jarðar hækkað og er því spáð að sú þróun muni halda áfram næstu fimm áratugi. Það er þó sérstaklega þróun veðurfars á norðurhveli jarðar sem Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Eftirspurnin fer vaxandi eftir mjólkurvörum – Sérfræðingar telja að kúabúskapur í Evrópu muni skipta auknu máli í framtíðinni Íbúfjárrækt, þ.e. til að framleiða hvert gramm af nýtanlegu próteini þarf minna landsvæði til framleiðslunnar sé próteinið framleitt með mjólkurframleiðslu en með annarri búfjárframleiðslu. N ýleg rannsókn frá Írlandi bendir til þess að þau bú sem hafa mestar meðalafurðir á hverja kú og mesta mjólkurframleiðslu af hverjum hektara skili mestum hagnaði auk þess sem kolefnisfótspor þessara búa er minna en annarra. Matvælaverð: Hveiti hækkar í verði um 30% Spár gera ráð fyrir að verð á hveiti muni hækka um allt að 30% vegna þurrka á líðandi sumri og samdráttar í uppskeru af þeirra völdum. Verð á hveitibirgðum er þegar farið að hækka á hveitimörkuðum og talið að það eigi eftir að hækka enn meira þegar fer að ganga á birgðirnar. Samdráttur í uppskeru vegna viðvarandi þurrka á hveitiræktarsvæðum heims mun einnig hafa áhrif og þrýsta verðinu upp. Á Bretlandi einu er talið að uppskeran í ár verði þremur milljónum tonnum minni en á síðasta ári og hefur brauð þar í landi þegar hækkað um 8% í kjölfar þess. /VH Nýr sjálfvirkur fóðurrennari: Sparar bændum margar vinnustundir DeLaval kynnti á dögunum nýjan sjálfvirkan fóðurrennara sem einnig blandar saman fóðrinu, DeLaval OptiDuo™. Þegar rennarinn hefur blandað fóðrinu kemur hann því inn að fóðurganginum í hæfilegri fjarlægð fyrir búfénaðinn. Mun vélin auka fóðurupptöku, minnka sóun á fóðri og leiða til tímasparnaðar hjá bændum. Nýja fóðurrennarann er hægt að stilla þannig að hann er virkur allan sólarhringinn og hefur aukavirkni með því að hann blandar og flytur fóðrið fyrir framan dýrin þannig að þau hafa alltaf aðgang að fersku fóðri. DeLaval OptiDuo hefur einnig þann eiginleika að geta meðhöndlað mikið magn fóðurs hvort sem það er ferskt gras, vothey eða hey. Vélin hefur einnig keyrsluvirkni með leiðsögukerfi sem aðlagar sig að því að renna, blanda og deila út fóðrinu eftir magni þess hverju sinni. „Kosturinn við vélina er einnig sú að hún heldur fóðurganginum hreinum og fínum og passar upp á að fóðrinu sé dreift jafnt og fínt þannig að alltaf sé fóður á öllum básum. Þetta leiðir til þess að dýrin sem eru latari að koma sér til fóðrunar hafa líka aðgang að fersku fóðri því þau eru ekki pressuð á staði þar sem önnur dýr hafa étið upp fóðrið. OptiDuo sparar mikla vinnu og miðað við okkar prófanir þá getur vélin sparað bændum með 60 kýr, þar sem vélin er keyrð tíu sinnum á sólarhring, um 25 vinnudaga á ári,“ segir Martin Evensen, þjónustusölustjóri DeLaval í Noregi. /ehg Fellibylurinn í Norður-Karólínu: Milljónir tonna af hlandi og búfjárskít Fyrir tveimur árum gekk álíka stór fellibylur yfir Norður- Karólínu og gekk yfir ríkið fyrir stuttu. Fyrir utan mannfall urðu þúsundir búfjár fellibylnum að bráð. Auk þess sem fellibylurinn þá og núna dreifði milljónum tonna af búfjárskít og hlandi yfir stór svæði. Víða í Bandaríkjunum eru stór opin lón við verksmiðjubú sem eru full af skít og þvagi úr búfé og eru lónin eins konar opin haughús eða opnar hauggryfjur. Mörg þessara lóna eru á stærð við stöðuvötn og nú er svo komið að fjöldi þeirra eru orðin barmafull og hætt við að úr þeim flæði og afrennslið mengi grunnvatn á stórum svæðum. Áætlað magn lífræns úrgangs sem rennur í slíkt lón frá framleiðendum svína- og alifuglakjöts í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum er talið í lítrum á við vatnið í 15.000 ólympískum sundlaugum sem hver um sig tekur 2,5 milljón lítra af vatni. Talið er að fellibylurinn sem á dögunum gekk yfir Norður- Karólínu hafi feykt miklu af innihaldi lónanna langar leiðir með þeim afleiðingum að skíturinn og hlandið hafi borist langar leiðir með tilheyrandi óþrifnaði og sýkingarhættu. Ekki er nóg með að úrgangurinn geti borist langar leiðir með vindi heldur er hætta á að E. coli bakteríur geti borist í drykkjarvatn og á akra víða um ríki. Auk þess sem flóð sem iðulega fylgja stórviðrum á þessu svæði skola með sér innihaldi lónanna út í nærliggjandi ár og vötn. /VH Flóð sem iðulega fylgja stórviðrum skola með sér innihaldi lónanna út í nærliggjandi ár og vötn. Verð á brauði fylgir verði á hveiti.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.