Bændablaðið - 29.11.2018, Qupperneq 1
32–33
23. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 29. nóvember ▯ Blað nr. 528 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Fuglarnir sem Brynja stoppar upp þykja einstaklega fallegir og vel gerðir hjá henni, enda hefur hún unnið til virtra verðlauna í faginu. Hér er hún t.d. við
lóur, keldusvín, auðnutittling stelk, toppskarf og smyril, sem hún hefur stoppað upp en einnig stoppar hún upp spendýr og nú er mikið um að fólk biðji
hana um að stoppa upp hausa af hrútum sem það hefur haft miklar mætur á. –Sjá nánar á bls. 33 Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Innflutningur á fersku ófrosnu kjöti gæti stórskaðað íslenska framleiðslu samkvæmt úttekt Deloitte:
Íslenskir kjötframleiðendur gætu
tapað hátt í 2.000 milljónum á ári
– Þá á eftir að reikna áhættu heilbrigðiskerfisins vegna aukningar sem getur orðið á sýkingum af völdum ofurbaktería
Samkvæmt útreikningum Deloitte
má búast við að beint tekjutap
íslenskra kjötframleiðenda geti
numið nær tveimur milljörðum
króna á ári ef heimilaður verður
frjáls innflutningur á fersku
nauta-, svína- og alifuglakjöti sem
og eggjum og mjólk.
Á meðan framleiðsla á kjötvörum
mun verða af allt að 1.750
milljóna króna tekjum, þá mun
eggjaframleiðslan skaðast um 50
milljónir en skaði mjólkurframleiðslu
mun jafnast út að óbreyttu. Hins vegar
er ekki greind hugsanleg afleidd áhrif
þess ef leggja þyrfti niður ákveðin
bú eða draga verulega úr umsvifum
þeirra.
Þá eru heldur ekki greind hugsanleg
áhrif mögulegs kostnaðar sem gæti
komið til vegna dýrasjúkdóma sem
kunna að berast til landsins vegna
leyfðs innflutnings á fersku kjöti og
ógerilsneyddri mjólk og eggjum.
Framleiðsluvirði nauta-, svína-
og alifuglakjöts á árinu 2016 nam
um 9,8 milljörðum króna. Deloitte
miðar við tvær sviðsmyndir, þ.e.
að Deloitte áætlar að tekjutap
íslenskra framleiðenda vegna aukins
innflutnings á slíkum kjötafurðum
í kjölfar frjáls innflutnings á fersku
kjöti geti numið á bilinu 1,4 til 1,8
milljörðum króna á ári, eða 14–18%.
Greiningin gerir samt ekki ráð fyrir
því að neyslumynstur íslenskra
neytenda á matvælaflokkunum
breytist ef innflutningur á fersku
kjöti verður leyfður.
1.800 milljóna króna tap
Miðað er við framleiðslu og neyslu
ársins 2016. Þá voru framleiddar
nautakjötsafurðir á 822 búum fyrir
3.130 milljónir króna. Áætlað er
að í þeirri framleiðslu geti tapið
numið 500 til 650 milljónum króna
á ári eða 16–21%. Af svínakjöti var
framleiðsluvirðið 2.525 milljónir
króna. Útreiknað tap vegna
innflutnings er þar talið geta numið
300 til 450 milljónum króna, eða
12–18%.
Í alifuglarækt voru framleiddar
afurðir fyrir 4.152 milljónir
króna. Samkvæmt útreikningum
Deloitte gæti tap framleiðenda í
þeirri grein vegna innflutnings á
hráu kjöti numið um 600 til 650
milljónum króna á ári eða 14–16%
og 50 milljónum í eggjaframleiðslu.
Þannig gæti heimild til innflutnings
á fersku kjöti kostað þessar fjórar
framleiðslugreinar hátt í tvo
milljarða árlega, eða allt að 1.800
milljónum króna.
Stóráfall fyrir heilbrigðiskerfið?
Í þessum útreikningum Deloitte, sem
gerðir voru að beiðni Bændasamtaka
Íslands, er ekki tekið tillit til
kostnaðar heilbrigðiskerfisins
vegna hugsanlegra áfalla af vaxandi
gengi sýklalyfjaónæmra baktería í
kjölfar innflutnings á hráu, ófrosnu
kjöti.
Karl G. Kristinsson, prófessor í
sýklafræði við HÍ, hefur varað við
þessum innflutningi og vísað til
þess að búist er við að 10 milljónir
manna muni láta lífið á heimsvísu
af völdum ólæknandi smits frá
sýklalyfjaónæmum bakteríum árið
2050. Dánartíðnin eykst hröðum
skrefum víða um lönd. Enn sem
komið er hafa Íslendingar sloppið
vel vegna einangrunar landsins og
þeirra sérstöðu að notkun sýklalyfja
í landbúnaði er hvergi minni en
hér á landi, nema hugsanlega í
Noregi. Mikil notkun sýklalyfja er
einmitt höfuðorsökin fyrir því að
sýklar mynda ónæmi fyrir þessum
lífsnauðsynlegu lyfjum.
Baráttan við ofursýkla kostar
Stofnun ofnæmis- og smitsjúkdóma
í Bandaríkjunum (National
Institute of Allergy and Infectious
diseases) segir að sýklalyfjaónæmi
valdi nú árlega um 90.000
dauðsföllum þar í landi. Kostnaður
heilbrigðiskerfisins vegna
glímunnar við þessa ofursýkla
nemur um 55 milljörðum dollara
á ári, eða sem svarar hátt í 6.800
milljörðum íslenskra króna.
Það var ekki fyrr en á síðasta
ári sem matvæla- og lyfjaeftirlit
Bandaríkjanna, FDA, hóf að vinna
gegn notkun sýklalyfja í landbúnaði
þar í landi. Í Evrópu hefur staðan
verið litlu betri. Sýklalyfjanotkun
í landbúnaði í okkar helstu
viðskiptalöndum er gríðarleg og
kostar árlega á fjórða tug þúsunda
mannslífa. /HKr.
– Sjá nánar bls. 2
Markaðssetning Icelandic
Lamb gengur vel á Íslandi
18 30–31
Skógarbændur eru að
ná frábærum árangri
á jörðum sínum
Margar ástæður fyrir því
að við ættum að borða
meira af hrossakjöti
Svínakjötsinnflutningur:
Grunur um
misferli
Innflutningsaðilar á svínakjöti
eru grunaðir um að fara á svig
við kerfið og flytja inn úrbeinaða
svínahnakka sem svínasíður.
Ingvi Stefánsson, formaður
Félaga svínabænda og bóndi í
Teigi, segir að búið sé að senda
erindi til bæði fjármála- og
landbúnaðarráðuneytis þar sem
óskað er eftir því að málið sé kannað
með tollayfirvöldum.
„Við höfum rökstuddan grun
um að eitthvert magn af svínakjöti
eins, og til dæmis úrbeinaðir
svínahnakkar, hafi verið fluttir inn
sem svínasíður,“ segir Ingvi í samtali
við Bændablaðið.
„Okkur í stjórn Félags svínabænda
barst til eyrna fyrr á þessu ári að
það væru brotalamir í innflutningi
svínakjöts og í framhaldi af því
fórum við að skoða málið betur. Ég
get ekki lagt fram neinar magntölur
en miðað við hvað innflutningur á
síðum er mikill þá kemur ekki á óvart
að annað kjöt fylgi með sem síður.
Þrátt fyrir að þessi staða hafi komið
upp viljum við trúa því að flestir sem
standa í innflutningi á svínasíðum séu
sannanlega að flytja þær inn en ekki
eitthvað annað,“ segir Ingvi. /VH
– Sjá nánar á bls. 8