Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201844 Á FAGLEGUM NÓTUM Fjárbók fjárræktarfélaganna 50 ára Á árinu 2018 eru fimmtíu ár síðan fjárbók fjárræktarfélaganna var tekin í notkun. Afmælisbarnið hefur elst vel, því hún er nær óbreytt frá upphafi til dagsins í dag. Á 7. áratugnum voru tölvur nánast eins og völvur. Eitthvað sem almenningur hafði enga þekkingu á, hræddist þær. Þær voru, eins og Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri sagði, er hann lýsti gagnsemi þess að ég fór að nota tölvur í kynbótastarfi í sauðfjárrækt: Ef þú setur höfuð manns inn í bakarofn og fæturna í frystikistu þá er líklegt að hitinn í miðju líkamans sé 37 á C. Maðurinn væri því heilbrigður, að mati tölvunnar! Haustið 1961 hóf ég söfnun gagna í ritgerð sem ég hugðist skrifa sem hluta af framhaldsnámi í búfjárkynbótum við Norska Landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi. Niðurstaðan var að ég notaði gögn frá tveimur fjárræktarfélögum, Sf. Þistli í Þistilfirði og Sf. Mýrahrepps í A-Skaftafellssýslu. Gögn þessara félaga voru valin vegna þess að starfsemi þeirra var óslitin frá 1940 til ársins 1961, rúmlega 20 ár. Skýrslur þessara félaga voru vel færðar, einkum þó skýrslur sf. Þistils, og allar upplýsingar voru taldar ábyggilegar. Það reyndist þó þannig að ég þurfti að ferðast milli bæja í Sf Mýrahrepps haustið 1961 til að fá viðbótar upplýsingar. Þar naut ég leiðsagnar þáverandi ,,aðalritara“ félagsins, Elíasar Jónssonar, bónda á Rauðabergi á Mýrum. Hann hafði gert upp skýrslur félagsins um mörg ár og vissi ,,allt“ um fé á svæðinu. Áður en ég valdi gögn þessara félaga hafði ég unnið við handvirkt uppgjör fjárræktarfélaganna á annað ár. Ég gjörþekkti því gögnin og þær aðferðir sem notaðar voru við uppgjör og hvernig skýrslurnar voru færðar og gerðar upp. Ærblöðin Áður en fjárbókin var tekin í notkun voru notuð svo kölluð ærblöð. Ritari félagsins færði úr ,,ærbókum“ félagsmanna yfir á ærblöðin, upplýsingar af ærblöðunum voru svo notaðar til að gera upp félögin. Það gerðist á þrjá mögulega vegu: a) Ritari félagsins gerði skýrslur félagsins upp b) Héraðsráðunauturinn fékk ær blöðin send og gerði skýrslurnar upp, eða sendi blöðin til c) Búnaðarfélgs Íslands sem gerði skýrslurnar upp. Það var uppgjör á félögum sem send voru óuppgerð til Búnaðarfélagsins sem ég vann við á annað ár hjá B. Í. Það uppgjör miðaðist nær eingöngu við að gera upp meðalafurðir félagsmanna, Yfirlitsskýrsla I. Félagar í fjárræktarfélögunum voru á þessum árum í fæstum tilfellum með nema nokkrar ær á skýrslu, að lágmarki 8. Þetta þýddi að upplýsingarnar voru lítt nothæfar í kynbótastarfinu, til þess þurfti bóndinn að hafa allar, eða allavega sem flestar ær á skýrslum. Fyrirkomulag skýrsluhaldsins var of mikil vinna bæði fyrir bændurna og fyrir ráðunauta, sem unnu að kynbótastarfi. Það þurfti því að breyta skýrsluhaldinu þannig að það útheimti minnu vinnu fyrir bændurna, hvetti þá til að hafa allar ær á skýrlum og auðveldaði úrvinnslu og væru ábyggilegar. Með Fjárbókinni voru þessi sjónarmið höfð að leiðarljósi, ekki síst horft á vinnuhagræðingu og öryggi. Allar upplýsingar færðar beint inní fjárbókarfomið, eins og gert er enn í dag. 1) Allar fastar upplýsingar, ss nafn og númer ærinnar, nafn og númer föður og móður var vélfært beint inní fjárbókina. Bændur, eða ráðunauturinn, þurftu því ekki að skrifa þær upplýsingar á ærblöð á hverju ári. 2) Færslurnar urðu öruggari þar sem aðeins voru færðar inn nýjar upplýsingar, engin afritun. 3) Einfaldari og fljótlegri skráningar hvettu til að hafa allar ær í félaginu 4) Reiknuð var afurðaeinkunn fyrir ána fyrir það ár og gefin upp frjósemi, lömb fædd og til nytja. Enn fremur segir í ,,Leiðbeiningar um færslu Fjárbókar fjárræktarfélaganna“ frá í ágúst 1970 (Sveinn Hallgrímsson 1970): ,,Berist þær til Búnaðarfélags Íslands fyrir 10. nóvember, verður hægt að skila uppgjöri fyrir lambafeður, ærfeður og nýrri vasafjárbók (Fjárbók) með einkunnum allra áa á aldrinum 2.- 6. vetra aftur til ritara félagsins fyrir fengitíma.“ Afurðaeinkunnin var fyrst reiknuð eingöngu fyrir viðkomandi ár og var á skalanum 0,1 til 9,9 (S. H, 1967. Sjá einnig S.H 1972) Reiknuð var einkunn fyrir einlembu og fyrir tvílembu. Meðaleinkunn tvílembu var 5,0 og sú sama fyrir einlembu, 5,0. Ekki var reiknuð einkunn fyrir fleiri afurðaár þar sem ekki var tölvubúnaður til þess. Það gerðist ekki fyrr en við fengum aðgang að ,,vél með tölvudisk“ 1973. Þá var gerð breyting á kerfinu og farið að reikna einkunnir áa fyrir öll ár á skýrslu. Fyrstu útreikningar á einkunnum áa og einkunnum hrúta sem lamba- og ærfeðra í tölvu voru gerðar árið 1967 (S.H 1967). Þá voru upplýsingar gataðar beint inn af ærblöðunum, sem reyndist þungt í vöfum og seinlegt. Árin 1968 og ´69 voru notuð ,,tölvublöð“, þar sem bóndinn skrifaði tölurnar beint inn. Þetta var undanfari ærbókarinnar, sama form, en ekki heft saman í bók. Fjárræktarfélag Kirkjubólshrepps tók að sér að gera tilraun með þetta ,,skýrsluform“, sem reyndist vel. Megin breytingin var auðvitað sú að í stað orða voru notaðir tölustafir og búið til talna- eða lyklakerfi, sem enn er notað (Sveinn Hallgrímsson 1967). Í stað þess að skrifa h (hrútur) var sett tölustafurinn 1, og í stað g (gimbur) var skrifað 2 og eins fyrir aðra eiginleika. Samtímis var búið til númerakerfi fyrir hrúta og ær; 2 síðustu stafir úr fæðingarári og 3 tölustafir fyrir nr ærinnar eða hrútsins. Jafnframt voru númer á hrútum 800 og yfir tekin frá fyrir númer sæðingarhrúta, eins og er enn í dag. Fyrstu sæðingahrútarnir sem fengu númer sem sæðingarstövarhrútur voru: Spakur 55-801 frá Laxárdal í Þistilfirði, Ás 58-802 frá Ærlækjarseli í Öxarfirði, Þokki 59-803 frá Holti í Þistilfirði og Gyllir 59-804 frá Syðra- Álandi í Þistilfirði Þessir hrútar voru teknir inn á sauðfjársæðingastöð að Lundi við Akureyri 1964. Haustið 1969 var Vasa-Fjárbókin send út í endanlegu formi og voru skrifaðar leiðbeiningar um færslu hennar á 2. og 3. kápusíðu bókarinnar. ,,Leiðbeiningar um færslu Fjárbókar fjárræktarfélaganna“ (SH 1970) í endanlegu formi, með þeim lyklum sem nota skyldi, var send út til fjárræktarfélagann haustið 1970. Aftan við leiðbeiningarnar var númer sæðingarhrúta, sem þá voru eða höfðu komið á sæðingarstöð. Eins og segir í upphafi var trúin á tölvur ekki mikil á þessum árum. Það var því ómetanlegt framlag bændanna á Smáhömrum, Björns H. Karlssonar, sem þá var formaður sf. Kirkjubólshrepps, Karls föður hans sem var að hætta og sonarins, Guðbrandar, sem lést nýverið, að verða fyrstir til að taka þátt í þessari tilraun. Það var dirfska, sem þeir feðgar sýndu! Sveinn Hallgrímsson, fyrrverandi sauðfjárræktarráðunautur B. Í. Heimildir: Sveinn Hallgrímsson 1967. Leiðbeiningar um færslur á ,,tölvufærðum fjárbókarblöðum“ í stað ærblaða. Fjölrit 4 bls. Sveinn Hallgrímsson 1969. Leiðbeiningar um færslu bókarinnar. 2. og 3. kápusíðu Vasafjárbókar fjárræktarfélaganna 1969-70. Sveinn Hallgrímsson 1969. Útreikningar á einkunn áa fyrir afurðir og á einkunnum hrúta sem lamba- og ærfeður. Fjölrit 8 bls. Sveinn Hallgrímsson 1970. Leiðbeiningar um færslu Fjárbókar fjárræktarfélaganna. Fjölrit 5 bls. Sent til héraðsráðunauta og fleiri. Sveinn Hallgrímsson 1972. Einkunn áa fyrir afurðir. FREYR 68: 299-301.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.