Bændablaðið - 13.12.2018, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 20188
FRÉTTIR
Jólamarkaður í Hörpu um helgina
Karl Jeppesen
FORNAR HAFNIR
Ljósmyndir og frásagnir af 160 verstöðvum á Íslandi.
Ferðalagið hefst á Horni og síðan liggur leiðin allt í kring-
um landið. Áningar staðirnir eiga það allir sameiginlegt
að þaðan reru forfeður okkar í landinu til fiskjar.
Eymundur Magnússon og vörurnar frá Vallanesi verða á sínum stað. Mynd / smh
Hinn árlegi jólamatarmarkaður
í Hörpu verður um næstu helgi,
15.–16. desember. Opið verður frá
11 til 17 báða daga.
Jólamarkaðurinn hefur notið
mikilla vinsælda á undanförnum
árum, enda skapast þar einstök
stemning. Þar ættu allir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi, því á
markaðnum verða flestir af helstu
smáframleiðendum íslenskra
matvæla.
Þar geta gestir keypt í jólamatinn,
allt frá aðventunasli til eftirrétta, en
einnig matarhandverk í jólapakkana.
/smh
Kombucha Iceland drykkir. Gerjað
te sem inniheldur fjölbreytt úrval
af heilsubætandi efnasamböndum.
Drykkurinn er náttúrulega kolsýrður
og er með bæði sætt og súrt bragð.
Landssamband kúabænda
hefur nú gefið út stefnumótun
í nautgripa rækt til næstu tíu
ára. Var ákveðið að skipta
stefnumótunarvinnunni í tvennt,
annars vegar mjólkur framleiðslu
og hins vegar nautakjöts-
framleiðslu. Vinnuhópar skiluðu
af sér drögum til aðalfundar
samtakanna sem haldinn var á
Selfossi í apríl og voru drögin
samþykkt þar athugasemdalaust.
Í kjölfarið ákvað stjórn LK
að kynna drögin á haustfundum
samtakanna og gefa bændum
kost á spurningum og tillögum að
breytingum og nú hefur afraksturinn
verið birtur á heimasíðu LK, naut.is.
Bændur mjög samstíga
„Vinnan gekk vel og ljóst að
bændur eru mjög samstiga um
hvert skuli stefna með greinina í
stórum dráttum. Það er nokkuð
mikið um nýjungar í stefnumótun
nautakjötsframleiðslunnar og það er
eðlilegt í ljósi þeirrar auknu áherslu
sem við höfum verið að sjá á þá
framleiðslu.
Með tilkomu nýs kjötmats,
sérstakra greiðslna í gegnum
búvörusamninga og nýju erfðaefni
af holdanautakyni, má segja að
við séum að upplifa nýja dögun í
íslenskri nautakjötsframleiðslu. Á
sama tíma eru ákveðnar áskoranir
sem við stöndum frammi fyrir
þegar kemur að framleiðslukostnaði
og samkeppni frá innfluttum
matvælum en það er ljóst að við
getum gert betur á mörgum sviðum
í okkar framleiðslu,“ segir Margrét
Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK.
Horft til umhverfis- og
neytendamála
Umhverfismál vega sífellt þyngra
í samfélagsumræðunni og eru
bændur og landbúnaður þar síst
undanskilinn. Í stefnumótununum
er lögð áhersla á að íslensk
nautgriparækt verði kolefnisjöfnuð
á næstu 10 árum, dregið verði úr
þörf á jarðefnaeldsneyti, þátttaka
bænda í umhverfisvernd verði
aukinn og áhersla verði lögð á
notkun innlendra aðfanga, svo
eitthvað sé nefnt.
Eins hafa neytendamál
verið bændum afar hugleikin,
þá sérstaklega þegar kemur að
upprunamerkingum matvæla,
hvort sem er í matvöruverslunum,
veitingastöðum eða mötuneytum.
„Neytendur eiga alltaf að geta
fengið upplýsingar um hvaðan
matvælin þeirra koma. Það verður
sífellt mikilvægara, sérstaklega
með meiri vitund neytenda á
umhverfisfótspori sem hlýst af
flutningum um langan veg, sem
og sýklalyfjanotkun í landbúnaði,
en hvergi í Evrópu er notað eins
lítið af sýklalyfjum í landbúnaði
og á Íslandi og í Noregi,“ segir
Margrét.
Aukið virði nautgripaafurða
Í stefnumótununum er horft til
þess að auka virði nautgripaafurða
eftir fremsta megni. Þar er meðal
annars horft til vöruþróunar og
bætts framleiðsluferlis nautakjöts
til að tryggja að allur skrokkurinn,
hvort sem er fínni vöðvar, hakkefni
eða hliðarafurðir nýtist sem best
skyldi. Einnig vilja samtökin sjá
að regluverk og leyfisveitingar
fyrir heimavinnslu verði gerð
aðgengilegri.
„Nú þegar stefnumótanirnar
hafa verið samþykktar og gefnar
opinberlega út verður hafist
handa við að vinna að þeim góðu
verkefnum sem þar eru lögð til.
Einhver eru nú þegar hafin í góðu
samstarfi við aðra aðila á borð við
RML og Bændasamtökin. Þau eru
mikil og metnaðarfull markmiðin
sem sett eru þarna fram en ég hef
fulla trú á því að með skipulagi
og góðri samvinnu sjáum við
greininni farnast vel í framtíðinni,“
segir Margrét að lokum.
Landssamband kúabænda gefur út stefnumótun í nautgripa rækt:
Íslensk nautgriparækt verði
kolefnisjöfnuð á 10 árum
– Virði nautgripaafurða verði aukið eftir fremsta megni
Forstjóra Matís sagt
upp störfum
Sveinn Margeirsson, forstjóri
Matís, hefur látið af störfum eftir
átta ára starf. Þetta var tilkynnt á
vef fyrirtækisins í síðustu viku með
stuttri fréttatilkynningu frá stjórn.
Samkvæmt heimildum
Bændablaðsins var Sveini sagt upp
störfum með tölvupósti og gert
að hætta strax. Ástæðan er sögð
trúnaðarbrestur á milli stjórnar og
forstjóra sem megi rekja til lélegrar
upplýsingagjafar. Sveinn hafnar
því í pistli á Facebook-síðu sinni að
upplýsingagjöf til stjórnar Matís hafi
verið léleg af hans hálfu. Hann segir
hins vegar að ákvörðunin sé tekin og
skynsamlegast að horfa til framtíðar.
Í tilkynningu frá stjórn, sem birt
er á vef Matís, er Sveini þakkað
framlag hans til félagsins. Oddur
Már Gunnarsson er starfandi forstjóri
en hann hefur unnið hjá Matís frá
árinu 2008 sem forstöðumaður
viðskiptaþróunar.
Sjöfn Sigurgísladóttir, sem áður
var forstjóri Matís, er núverandi
stjórnarformaður. Með henni í stjórn
eru Arnar Árnason, Drífa Kristín
Sigurðardóttir, Helga Sigurrós
Valgeirsdóttir, Sigmundur Einar
Ófeigsson, Sigrún Traustadóttir og
Sindri Sigurðsson.
Sveinn Margeirsson. Mynd / HKr.
Margrét Gísladóttir, framkvæmda-
stjóri Landssambands kúabænda.
Mynd / HKr.
Garnaveiki hefur greinst
í sauðfé í Austfjarðahólfi
– Ekki hefur verið staðfest garnaveiki í hólfinu í rúm 30 ár
Garnaveiki hefur greinst í
sauðfé á búinu Þrándarstöðum á
Fljótsdalshéraði. Þrándarstaðir
eru í Austfjarðahólfi, í hólfinu
var garnaveiki á árum áður
en ekki hefur verið staðfest
garnaveiki í hólfinu í rúm 30 ár.
Síðasta staðfesta tilvikið var á
Ásgeirsstöðum, Fljótsdalshéraði
árið 1986.
Samkvæmt Matvælastofnun
uppgötvaðist sjúkdómurinn þegar
sjö vetra kind drapst skyndilega
og bóndinn kallaði til dýralækni.
Grunur um sjúkdóminn vaknaði og
hafði dýralæknirinn samband við
héraðsdýralækni Austurumdæmis.
Tekin voru sýni og send til
Tilraunastöðvarinnar á Keldum, þar
sem sjúkdómurinn var staðfestur.
Garnaveiki er ólæknandi
smitsjúkdómur sem leggst á öll
jórturdýr; sauðfé, geitur, nautgripi og
hreindýr. Orsökin er lífseig baktería
af berklaflokki (Mycobacterium
avium s.s. paratuberculosis).
Hún veldur bólgum í mjógörn og
oft einnig í langa, ristli og lifur.
Sýklarnir berast út með saur og geta
lifað mánuðum saman í umhverfinu,
s.s. við gripahús og afréttargirðingar,
í sláturúrgangi og í líffærum skepna
sem drepast úti um haga. Sýking
verður um munn með saurmenguðu
fóðri og vatni. Meðgöngutími í fé er
1–2 ár eða lengri. Hægt er að halda
veikinni niðri með bólusetningu
lamba á haustin og gefur ein
bólusetning ævilangt ónæmi.
Ekki er vitað hvernig
sjúkdómurinn barst að Þrándar-
stöðum en líkur eru á að hann hafi
verið nokkur ár að búa um sig
þar. Óhjákvæmilegt er að hefja
bólusetningu á fé í varnarhólfinu.
Unnið er að öflun faraldsfræðilegra
upplýsinga og í framhaldinu verður
tekin ákvörðun um hve víðtæk
bólusetningin þarf að vera.
Mikilvægt er að bændur í
Austfjarðahólfi láti Wija Ariyani
héraðsdýralækni vita í síma 530
4800 ef þeir hafa fullorðnar kindur
sem hafa verið að dragast upp
undanfarin misseri.
Matvælastofnun brýnir fyrir
bændum í Austfjarðahólfi að
auka smitvarnir og að flytja ekki
fé á milli bæja, það á einnig við
um hrúta. Auknar smitvarnir eru
nauðsynlegar á meðan verið er
að rannsaka útbreiðslu veikinnar
í hólfinu og þar til fullnægjandi
vörnum gegn veikinni hefur verið
náð með bólusetningum. /VH
Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á öll jórturdýr; sauðfé,
geitur, nautgripi og hreindýr.