Bændablaðið - 13.12.2018, Page 12

Bændablaðið - 13.12.2018, Page 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201812 FRÉTTIR Í tillögu samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun í plastmálefnum, sem var afhent umhverfis- og auðlindaráðherra í nóvember, er 18 aðgerðir að finna. Ein þeirra gerir ráð fyrir að bannað verði að selja tilteknar einnota plastvörur eftir rúmt ár, eða frá og með 1. janúar 2020. Einnota burðarplastpokar í verslunum verða að fullu bannaðir 1. janúar 2021, samkvæmt tillögunni. Markmið aðgerðar 1 gengur út á að notkun einnota burðarpoka úr plasti verði hætt. Lögð er til þriggja þrepa áætlun, þar sem í fyrsta þrepi er stefnt að því að engir plastpokar verði afhentir án endurgjalds og er miðað við dagsetninguna 1. janúar 2019. Í næsta þrepi sem á að hefjast 1. janúar 2020 verður skattur lagður á plastpokana og loks verða þeir alveg bannaðir 1. janúar 2021 sem fyrr segir. Dregið úr mengun stranda og hafs Aðgerð 2 gengur út á að banna sölu á plasthnífapörum, plastdiskum, plaströrum og öðru einnota plasti samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins sem var kynnt í lok maí 2018. Var það gert til að takast á við að draga úr umhverfismengun af völdum tiltekinna tíu plastvara sem oftast finnast á evrópskum ströndum eða í hafi. „Í tilskipuninni er lagt til að aðildar- ríkjum verði skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla úr plasti, merkja skuli dömubindi, blautþurrkur og blöðrur til að upplýsa um að varan sé úr plasti og hafi neikvæð umhverfisáhrif, ábyrgð sett á framleiðendur tiltekinna vara að sjá um meðhöndlun úrgangs sem af þeim veldur, lagt er til nýtt söfnunarmarkmið fyrir plastdrykkjarvöruumbúðir og ríkjum gert skylt að fara í fræðsluherferðir gegn einnota plasti. Samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum leggur til að hafist verði handa við að innleiða tilskipun um að draga úr umhverfisáhrifum plasts sem fyrst eftir að tillagan hefur verið samþykkt af hálfu Evrópusambandsins sem áætlað er að verði 2019. Lagt er til að banni við eyrnapinnum, hnífapörum, diskum, rörum, hrærum og blöðruprikum úr plasti, sem lagt er til í tilskipuninni, verði flýtt og innleitt hér á landi frá og með 1. janúar 2020,“ segir í lýsingu á aðgerð 2 í tillögunni. Plastaðgerðaráætlun fyrir landbúnað Aðgerð 8 lýsir plastaðgerðar áætlun fyrir landbúnað, iðnað, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Markmið hennar er að helstu atvinnugreinar Íslands hafi stefnu um hvernig draga megi úr notkun plasts í greininni. Er atvinnulíf hvatt til að setja sér stefnu og móti í kjölfarið aðgerðaráætlun um hvernig dregið verði úr notkun plasts í landbúnaði, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að aðgerðaráætlanirnar verði tilbúnar 1. janúar 2020. Lagt er til að ráðist verði í markvissa vitundarvakningu um ofnotkun á plastvörum, komið verði á fót sérstökum rannsókna- og þróunarsjóði sem meðal annars styðji við nýjar lausnir sem komið geti í stað plasts, að leidd verði í lög skylda sveitarfélaga og rekstraraðila til að flokka úrgang og að flokkun úrgangs verði samræmd á landsvísu. Örplast bannað í hreinlætisvörum Fjórar aðgerðir ganga út á áætlanir um bætta endurvinnslu hjá sveitarfélögum, rekstraraðilum og fyrirtækjum með ýmsum leiðum. Þá á að leggja úrvinnslugjald á allt plast en ekki einungis umbúðaplast, að hreinsun frárennslis verði bætt til að minnka losun örplasts í hafið enda sé skólp hvergi hreinsað á Íslandi með tilliti til örplasts, að hreinlætisvörur sem innihalda örplast verði bannaðar árið 2020 með sama hætti og gert var í Bretlandi fyrr á þessu ári. Farið verður í viðamikið átak um að hreinsa strendur landsins og að fyrirtækjum og rekstraraðilum verði með miðlægri upplýsingagjöf gert auðveldara fyrir við að velja grænni lausnir fyrir rekstur sinn, til dæmis umhverfisvænni umbúðir undir tilbúna matvöru. Stefnir í að plast verði meira en fiskar í hafi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði samráðsvettvangshópinn 29. júní síðastliðinn til að koma með tillögur um eftirtalin atriði: hvernig dregið yrði úr notkun plasts hér á landi, hvernig bæta mætti endurvinnslu þess og hvernig takast mætti á við plastmengun í hafi. Samráðsvettvangurinn skyldi enn fremur taka til skoðunar hvaða rannsóknir og vöktun varðandi plast þurfi að ráðast í, koma með tillögur um þær stjórnvaldsaðgerðir sem æskilegt væri að koma í framkvæmd og koma með tillögur um hvernig best verði stuðlað að nýsköpun í vörum sem koma í stað plastnotkunar. Í tilkynningu úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að í sáttmála ríkisstjórnarinnar sé kveðið á um átak gegn plasti og að hreinsa plast úr umhverfinu og skipan starfshópsins var liður í að fylgja því eftir. Þá hafi ráðherra lagt áherslu á að plastmál sé eitt af hans forgangsmálum. „Tillögurnar sem ég fékk í dag eru blanda af hagrænum hvötum, banni, fræðslu og nýsköpun. Plastfjöllin okkar hækka stöðugt og ef fram heldur sem horfir verður árið 2050 meira plast í hafinu en fiskar. Við verðum að breyta þessu og þora að taka stór skref. Hér í dag hafa einmitt mikilvæg fyrstu skref verið stigin,“ sagði Guðmundur Ingi þegar hann tók við tillögunni. Hægt er að skoða tillöguna á Samráðsgáttinni, (á vefslóðinni samrad.is) þar sem hún var til umsagnar. /smh Theódór Gunnlaugsson NÚ BROSIR NÓTTIN Ævisaga refaskyttunnar Guðmundar Einarssonar sem var goðsögn í lifanda lífi. Hér er líst samskiptum náttúru- barns 19. aldar við landið og lífríki þess. Samkvæmt tillögu samráðsvettvangs verður farið í viðamikið átak um að hreinsa strendur landsins. Ef fram heldur Mynd / Wikimedia commons Samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skilaði tillögu: Banna á sölu á tilteknum einnota plastvörum – Plastaðgerðaráætlun verði tilbúin fyrir landbúnað 1. janúar 2020 Myndir / MÞÞ Stök ferð um Vaðlaheiðargöng kostar 1.500 krónur: Vonast til að opna fyrir jól Þess er vænst að unnt verði að hleypa umferð í gegnum Vað lahe iðargöng fyrir jól, en formleg gjaldtaka hefst 2. janúar næstkomandi. Göngin verða opnuð með pomp og prakt 12. janúar. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá því um mitt ár 2013, eða í fimm og hálft ár. Vegfarendur sem aka um Vaðlaheiðargöng greiða veggjald. Ekkert gjaldskýli verður við göngin heldur verður gjald innheimt í gegnum vefsíðuna veggjald.is þar sem hægt er að stofna aðgang. Tveir verðflokkar verða í gangi, fyrir bíla undir 3.500 kílóum kostar ein stök ferð 1.500 krónur, 1.250 ef keyptar eru 10 ferðir í einu, 900 krónur ef keyptar eru 40 ferðir og gjaldið fer niður í 700 krónur ef keyptar eru 100 ferðir. Fyrir stærri bíla, yfir 3.500 kílóum, kostar stök ferð 6.000 krónur, en 5.220 krónur ef keyptar eru 40 ferðir. Vegfarendur geta nú þegar skráð sig á vefsíðuna veggjald.is, en hægt er að skrá allt að þrjú ökutæki á hvert greiðslukort. Þeir sem hyggjast fara um göngin og hafa ekki skráð bifreiðar sínar geta greitt áður en lagt er í hann og allt að þremur tímum eftir hana. Sé ferð ekki greidd að þeim tíma loknum verður veggjaldið innheimt af skráðum eiganda ökutækis að viðbættu þúsund króna álagi. Myndavélar eru í göngunum og taka myndir af númerum bílanna sem um þau fara. Heildarlengd ganganna með vegskálum er um 7,5 kílómetrar. Vegir að göngunum austan og vestan megin Vaðlaheiðar er rúmlega 4 km. Með Vaðlaheiðargöngum styttist þjóðvegur 1 frá Akureyri til Húsavíkur um 16 km. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.