Bændablaðið - 13.12.2018, Side 18

Bændablaðið - 13.12.2018, Side 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201818 HROSS&HESTAMENNSKA Nýju lífi hleypt í Fákasel í Ölfusi Starfsemi er hafin á ný í Ölfus höllinni, einni stærstu reiðhöll landsins en í höllinni er íslenski hesturinn kynntur í máli og myndum, auk þess sem veitingastaðurinn Fákasel er í húsinu og eitt af stærstu steinasöfnum landsins sem var áður í Hveragerði. Ölfushöllin er staðsett mitt á milli Hveragerðis og Selfoss og er stærsta reiðhöllin á Suðurlandi og með þeim stærri á landinu. Nýir eigendur ætla að blása lífi í höllina og starfsemina í Fákaseli. Íslenski hesturinn verður þó í aðalhlutverki í höllinni því sýningar eru haldnar þar daglega fyrir aðallega erlenda ferðamenn. „Það er ýmislegt í gangi hérna, við verðum með hestasýningar í vetur og við erum að fara að byggja þrjátíu og tvö gestahús fyrir ferðamenn, við erum að reyna að kveikja aftur á staðnum,“ segir Andrés Pétur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Fákasels, og bætir við að starfsemin sé á besta stað, aðeins 25 mínútum frá Reykjavík og á hinum fræga Gullna hring. Heimilismatur í hádeginu Sindri Daði Rafnsson, eða Sindri bakari eins og hann er alltaf kallaður, sem var bakari á Flúðum og Íris Dröfn Kristjánsdóttir, eiginkona hans, hafa flutt sig frá Flúðum á Ingólfshvol þar sem Ölfushöllin er og sjá þar um veitingareksturinn í Fákaseli. „Við erum með hefðbundinn íslenskan heimilismat í hádeginu alla virka daga sem hefur algjörlega slegið í gegn. Þá erum við líka með veislu- og veitingaþjónustu þar sem við sérhæfum okkur í að taka á móti hópum, stórum og smáum. Við erum alsæl hér í sveitinni, umhverfið er frábært og viðtökurnar sem við höfum fengið við veitingastaðnum hafa farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Sindri Daði. /MHH Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.