Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 18

Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201818 HROSS&HESTAMENNSKA Nýju lífi hleypt í Fákasel í Ölfusi Starfsemi er hafin á ný í Ölfus höllinni, einni stærstu reiðhöll landsins en í höllinni er íslenski hesturinn kynntur í máli og myndum, auk þess sem veitingastaðurinn Fákasel er í húsinu og eitt af stærstu steinasöfnum landsins sem var áður í Hveragerði. Ölfushöllin er staðsett mitt á milli Hveragerðis og Selfoss og er stærsta reiðhöllin á Suðurlandi og með þeim stærri á landinu. Nýir eigendur ætla að blása lífi í höllina og starfsemina í Fákaseli. Íslenski hesturinn verður þó í aðalhlutverki í höllinni því sýningar eru haldnar þar daglega fyrir aðallega erlenda ferðamenn. „Það er ýmislegt í gangi hérna, við verðum með hestasýningar í vetur og við erum að fara að byggja þrjátíu og tvö gestahús fyrir ferðamenn, við erum að reyna að kveikja aftur á staðnum,“ segir Andrés Pétur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Fákasels, og bætir við að starfsemin sé á besta stað, aðeins 25 mínútum frá Reykjavík og á hinum fræga Gullna hring. Heimilismatur í hádeginu Sindri Daði Rafnsson, eða Sindri bakari eins og hann er alltaf kallaður, sem var bakari á Flúðum og Íris Dröfn Kristjánsdóttir, eiginkona hans, hafa flutt sig frá Flúðum á Ingólfshvol þar sem Ölfushöllin er og sjá þar um veitingareksturinn í Fákaseli. „Við erum með hefðbundinn íslenskan heimilismat í hádeginu alla virka daga sem hefur algjörlega slegið í gegn. Þá erum við líka með veislu- og veitingaþjónustu þar sem við sérhæfum okkur í að taka á móti hópum, stórum og smáum. Við erum alsæl hér í sveitinni, umhverfið er frábært og viðtökurnar sem við höfum fengið við veitingastaðnum hafa farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Sindri Daði. /MHH Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.