Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201820 Þeir eru orðnir harla fáir jarðarbúarnir sem mæla gegn því að draga þurfi stórlega úr loftmengun, plastmengun og sóun auðlinda af öllu tagi ef ekki eigi illa að fara fyrir okkur. Spurningin er hins vegar hvaða tölum sé hægt að treysta í þessari umræðu og hvernig staðið sé að því að ná nauðsynlegum markmiðum. Þar hlýtur að orka tvímælis hvort rétt sé að beita suma þjóðfélagshópa refsingum meðan þeir sem menga mest og hafa mest pólitísk ítök eru látnir í friði. Þar á meðal eru stórframleiðendur á raforku, skipaútgerðir og flugvélarekstur. Samkvæmt opinberum tölum koma um 4% allra kolefnismengunar af mannavöldum frá umferðinni á Íslandi, en en af samgöngum í heild 7–19%, allt eftir því hver reiknar. Á heimsvísu eru allir samgönguþættir og flutningar í heild taldir standa fyrir um 12–25% af losun á CO2 ígildum. Hér á landi er iðnaður og þar með stóriðjan mun áhrifameiri mengunarvaldur en umferðin. Sem dæmi má nefna að fyrir hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi með vistvænu rafmagni er brennt um hálfu tonni af kolum í rafskautum álveranna. Í kísilmálmverksmiðjum á Grundartanga og á Bakka við Húsavík er auk þess brennt miklu magni af kolum, koksi og timbri. Um þetta er samt vart talað á sama tíma og öllu púðrinu er eytt í að agnúast út í bíleigendur sem stjórnmálamönnum þykir liggja vel við höggi. 15 stærstu skipin menga meira en allur bílafloti heimsins Stór flutninga- og farþegaskip brenna gjarnan þungri lítt hreinsaðri olíu á siglingu úti á rúmsjó. Viðurkennt hefur verið af rekstraraðilum slíkra skipa að einungis 15 stærstu skip heimsins losa meira af vetnisoxíði [nitrogen oxid] og brennisteinsoxíði [sulfur oxide] út í andrúmsloftið en allur bílafloti heimsins, sem telur um 760 milljónir bíla. James Corbett, prófessor og sérfræðingur í stefnumörkun í skipaútgerð við háskólann í Delaware, segir stóru skipin því vera mikið heilsufarsvandamál fyrir íbúa strandhéraða. Endurnýjun á fiskiskipum með nýjum og stórbættum vélbúnaði hefur líkt og endurnýjun bílaflotans dregið mjög úr olíueyðslu og losun CO2 á síðustu árum. Hins vegar hefur flugumferð um íslenska lofthelgi margfaldast á sama tíma sem og umferð risastórra skemmtiferðaskipa með tilheyrandi útblástursaukningu. Enn sjást samt engin merki þess að taka eigi á þeim málum og væntanlega verður hert refsing bíleigenda bara látin duga. Raforkuframleiðsla stærsti mengunarvaldurinn af mannavöldum Samkvæmt gögnum World Resources Innstitue er raforku- framleiðsla stærsti orsakavaldur losunar CO2 í nær öllum löndum heims. Ísland er þar ein af örfáum undantekningum. Á árinu 2017 jókst eftirspurn eftir orku í heiminum um 2,1% samkvæmt frétt Reuters sem vitnar í tölur International Energy Agency (IEA). Orkueftirspurnin í heiminum 2017 samsvaraði orkugildi 14.050 milljóna tonna af olíu. Meira en 70% af aukinni orkueftirspurn var mætt með olíu, kolum og gasi, en 30% með endurnýjanlegum orkugjöfum. Um 65% af raforku heimsins er framleidd með jarðefnaeldsneyti Á árinu 2017 jókst eftirspurn eftir raforku í heiminum um 3,1% samkvæmt tölum IEA. Þá voru framleiddar 25.570 Terawattstundir (TWst) af raforku [25.570.000.000.000 kílówött]. Þar af var 38% framleitt með kolum, 23% með gasi, 4% með olíu, 10% með kjarnorku og 25% með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að 65% af raforku heimsins var á síðasta ári framleidd með jarðefnaeldsneyti sem losar CO2 og fleiri gastegundir út í andrúmsloftið. Hafa ber í huga að hluti af grænu raforkunni svokölluðu, eða sú sem framleidd er með jarðhita, losar líka frá sér CO2 auk brennisteinsvetnis. Umræðan oft byggð á alhæfingum og jafnvel röngum upplýsingum Það eru bæði gömul sannindi og ný að alltaf eru einhverjir stjórnmálamenn tilbúnir að slá um sig með stóryrtum slagorðum og upphrópunum sem byggja á fullyrðingum sem síðan reynast ekki alltaf standast. Þannig hefur það líka verið á Íslandi. Nær alltaf vísa menn í skýrslur og rannsóknir, en því miður þá er æ oftar að koma í ljós að fjölmargar slíkar skýrslur og rannsóknir innihalda alhæfingar sem standast ekki nánari athugun. Fullyrðingar um CO2 losun votlendis á Íslandi standast ekki skoðun Þannig er það t.d. varðandi íslensku mýrarnar. Því hefur einnig verið haldið fram í umræðum og opinberum gögnum að 72% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi komi frá framræstu landi, eða 10,3 milljónir tonna. Það þýðir að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda ætti þá að vera 13.184.000 tonn. Þetta stemmir hvorki við tölur tveggja af okkar færustu vísindamönnum á þessu sviði, né við rannsóknir t.d. í Ameríku og ekki heldur við tölur Hagstofu og Umhverfisstofnunar um heildarlosun CO2. Það er sagt að heildarlosunin sé 11.402.000 tonn. Miðað við það væri losun framræstra mýra 8,2 milljónir tonna sem er samt langt frá niðurstöðum sumra vísindamanna. Tölur vísindanefndar um losun mýra virðast stórlega ýktar Árið 2013 var losun gróður- húsalofttegunda úr framræstu votlendi á Íslandi metin á 11,7 milljónir tonna CO2 ígilda. Þessi tala byggði á viðmiðum vísindanefndar loftslagssamningsins (IPCC) um losun á flatareiningu. Í viðtali við Bændablaðið í ágúst 2016 sagði fulltrúi Landgræðslunnar að ávinningur af endurheim votlendis væri áætlaður 24,5 tonn af CO2 ígildum á hektara á ári. Þá er miðað við evrópska staðla. Því hefur einnig verið haldið fram í umræðum um endurheimt votlendis að búið sé að þurrka um 4.200 km2 lands með framræslu og greftri 32.000 km af skurðum. Það ættu því að vera um 420.000 hektarar. Það þýðir samkvæmt þeirri fullyrðingu að þetta meinta fyrrum votlendi ætti að vera að losa 10,3 milljónir tonna af koltvísýringsígildum (CO2). Til að þessi fullyrðing standist þarf hver skurður að vera að þurrka að jafnaði 65 metra af votlendi út frá sér beggja vegna og hver fermetri mýrar að losa samsvarandi magn og miðað er við opinberlega og eiga væntanlega uppruna í mælingum á meginlandi Evrópu. Tveir íslenskir doktorar telja tölurnar stórlega ofmetnar Dr. Þorsteinn Guðmundsson, prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, og dr. Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt við LbhÍ, telja að endurheimt votlendis í stórum stíl kunni að vera stórlega ofmetna leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þeir félagar hafa ítrekað bent á að efnasamsetning mýra á Íslandi sé önnur en þeirra mýra á meginlandi Evrópu sem losunartölur byggjast á. Mýrar hér innihaldi mun meira af steinefnum úr eldgosum og geti því ekki innihaldið sama magn kolefnis og haldið hefur verið fram. Ekki hægt að yfirfæra erlenda losunarstaðla á íslenskar mýrar Nýlegar rannsóknir sem unnið hefur verið að við Landbúnaðarháskóla Íslands, styðja þetta. Í þættinum Kveik sem Sjónvarpið sýndi 20. nóvember sl. var rætt við doktorsnemann Susanne Claudia Möckel sem einmitt er að rannsaka íslensku mýrarnar með tilliti til losunar CO2. Þar sagði hún að líklega væri ekki hægt að yfirfæra erlendar rannsóknir yfir á íslenskar mýrar. „Við höfum eldvirknina hér og mjög tíð eldgos þannig að mýrarnar hér á landi eru steinefnaríkari en í öðrum löndum. Þær fá mikið af vindbornum efnum sökum gjóskufalls og líka frá þessum stóru auðnum í landinu og það hefur mikil áhrif á kolefnisbindingu, niðurbrotsferli og kolefnishringrásina í heild. Þannig að ég held ekki að þessir staðlar séu hentugir fyrir íslenskar aðstæður.“ Þá sagði hún að menn vissu hreinlega ekki hvað mýrarnar losuðu mikið, en rannsóknir væru í gangi. Ekki 4.200 ferkílómetrar heldur líklega 1.600 Þá benda doktorarnir Þorsteinn og Guðni á að algengt sé að 50 metrar séu á milli framræsluskurða hérlendis og áhrifasvæði þeirra sé því ekki meira en 25 út frá skurðbarmi en ekki 65 metrar eins og fullyrðingarnar byggja á. Þannig sé meint framræst votlendi ekki 4.200 ferkílómetrar heldur 38% af því, eða nálægt 1.600 ferkílómetrar. Auk þess má benda á að stór hluti af skurðakerfinu er ekki í gegnum mýrar, heldur oft í gegnum malarkamba til að veita affallsvatni áfram út í ár og flóa. Misvísandi rannsóknir en á skjön við íslenskar fullyrðingar Annars eru tölur um losun mýrlendis mjög mismunandi og samkvæmt jarðvegsrannsókn U.S. Geological Survey frá því sumarið 2008 getur það rokkað frá einu og upp í 30 tonn á hektara. Þar segist lífefnafræðingurinn Gail Chmura hjá McGill háskólanum í Kanada telja líklegt að norður-amerísku saltvatnsmýrarnar séu að losa sem nemur 2,1 tonni á hektara. Samkvæmt rannsóknum Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem Science Daily greindi frá 21. júlí 2008, þá gætu uppþurrkuð fenjasvæði í FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eykst stöðugt þrátt fyrir Parísarsamkomulag: Fullyrðingar og pólitískur „popúlismi“ afvegaleiðir umhverfisumræðuna – Oft byggt á gögnum sem standast ekki og þau samt notuð til að réttlæta skattlagningu og ýmsar aðrar aðgerðir stjórnvalda Landbúnaður 4% Iðnaður og efnanotkun 12% Fólksbílar 4% Aðrar samgöngur 1% Sjávarútvegur 3% Annað 4% Framræst land 72% Sigríðar Á. Andersen alþingismanns í október 2015. Þessar tölur hafa verið lífseigar í umræðunni og hafa fjölmargir doktorsnemann Susanne Claudia Möckel. Sagði hún að líklega væri ekki Dr. Þorsteinn Guðmundsson. Dr. Guðni Þorvaldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.