Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 24

Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201824 ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 Íslyft sækir í sig veðrið í þjónustu við landbúnaðinn: Tóku við umboði fyrir John Deere 2017 og eru líka komnir með Avant liðléttingana Íslyft ehf. í Kópavogi tók við umboði fyrir John Deere dráttarvélar 2017 en þar er um að ræða einn þekktasta framleiðanda dráttarvéla í heiminum sem á að baki um 180 ára sögu. Íslyft var með stóran bás á landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll í október og kynnti þar m.a. það nýjasta í landbúnaðartækjunum frá John Deere. „Við áttum von á að þetta yrði góð sýning, en hún var eiginlega betri en við vonuðumst til,“ sagði Pétur Svavarsson hjá Íslyft. Hann sagði að svona landbúnaðarsýning ætti hiklaust rétt á sér á þriggja ára fresti. Vel tekið í landbúnaðargeiranum „Þó við séum með 50 ára gamalt fyrirtæki, þá erum við nýir inni í landbúnaðargeiranum. Það er mjög góð tilfinning að koma inn á þetta svið þar sem við erum með úrvalsmerki. Þá höfum við fengið mjög góðar viðtökur, enda með mjög góðan grunn í tækjaþjónustu.“ Með mikla reynslu í lyfturum Íslyft er einkum þekkt fyrir góða þjónustu við s j á v a r ú t v e g s - fyrirtæki og sölu á lyfturum frá Linde og Merlo skotbómulyftara. Fyrirtækið býður líka upp á ódýrari línu af stöflurum og keyrslutjökkum. Segir Pétur a ð þeir haldi sínu striki varðandi góða þjónustu og það sama eigi við varðandi dráttarvélarnar. Reyndar hefur Íslyft líka verið að hasla sér völl með rafknúna litla vinnubíla frá Goupil. Þar nýtist þeim vel reynslan af rafknúnum lyfturum. Með John Deere og Avant „Ég held að John Deere sé hæst skrifaða dráttarvélamerkið í heiminum svo við erum stolt að vera komin með það merki. Svo erum við líka komin með Avant liðléttinga, en við tókum við því umboði í byrjun október. Avant er frumkvöðullinn í liðléttingunum og eru mikið notaðir í landbúnaði. Þetta umboð gerir okkur bara enn öflugri á landbúnaðarsviðinu.“ John Deere er sannkallað risafyrirtæki á heimsvísu Bandaríska fyrirtækið John Deere var stofnað árið 1837. Á síðasta ári velti það 29.738 milljörðum dollara en tekjur af starfseminni voru 4.053 milljarðar dollara. Það er númer 102 á lista Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna 2018 og er númer 394 á heimsvísu. Þá eru starfsmenn samsteypunnar nú nálægt 60.500. Aðalverksmiðjurnar fyrir Evrópu eru í Mannheim í Þýskalandi. Hjá Íslyft er hægt að fá bæði nýjar og notaðar John Deere vélar og byggður hefur verður upp góður varahlutalager. Þá var samið við þjónustuaðila sem hafa mikla reynslu í viðgerðum á John Deere vélum hér á landi. Þess má geta að Íslyft hefur það að markmiði að handbækur og upplýsingar um vélarnar séu á íslensku. John Deere framleiðir dráttarvélar í ölum stærðarflokkum. Stærsta vélin er liðskipt fjórhjóladrifin John Deere 9620RX. Hún er með 620 hestafla Cummins QSX 15 lítra mótor og er á beltum. Ólíklegt hlýtur að teljast að slíkur gripur sjáist á íslenskum túnum á næstunni. /HKr. Pétur Svavarsson hjá Íslyft við John Deere 6155R dráttarvél á landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll í október. Mynd / HKr. Fjölmenni var jafnan á bás Íslyft á landbúnaðarsýningunni og fönguðu þessi risavöxnu gljáfægðu grænu tæki líka athygli smáfólksins. Mynd / HKr. Öflugasta dráttarvélin frá John Deere er þessi 620 hestafla 9620RX beltavél. Mynd / HKr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.