Bændablaðið - 13.12.2018, Side 28

Bændablaðið - 13.12.2018, Side 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201828 LÍF&STARF Vor í Pétursborg sp ör e hf . Vor 2 Pétursborg er án efa miðstöð menningar og lista og hafa bókmenntir, tónlist og leiklist þaðan mikla þýðingu um heim allan. Við skoðum m.a. virki heilags Péturs og Páls, dómkirkju heilags Ísaks og Vetrarhöllina. Hér er því margt sem gleður augað og margir hápunktar! 3. - 8. apríl Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 174.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Rekaviður á Langanesi. Mynd / VH. Ríkisstjórnin samþykkir fimm megintillögur: Efling byggðar við Bakkaflóa Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur samgöngu- og sveitar- stjórn ar áðherra um eflingu byggðar við Bakkaflóa. Til- lögurnar voru settar fram í skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að fjalla um málefni byggðarinnar. Í nefndinni sátu fulltrúar fimm ráðuneyta. Í skýrslunni er lagt til að aflaheimildir til ráðstöfunar í Bakkafirði verði auknar, vegagerð um Brekknaheiði flýtt, byggðin tekin inn í verkefnið Brothættar byggðir, samfélagssáttmáli gerður milli íbúa, sveitarstjórnar og ríkis og loks að starfsstöð í náttúrurannsóknum verði sett á fót í Bakkafirði. Nefndin leggur til að ríkið verji allt að 40 milljónum króna á ári í fimm ár til undirbúnings verkefna á Bakkaflóasvæðinu. Fjármunum verður varið til að styðja við ýmis uppbyggingarverkefni í tengslum við tillögur nefndarinnar. Kostnaður vegna aflaheimilda og vegagerðar eru utan þessa kostnaðar. Fimm megintillögur eru lagðar fram í skýrslu nefndarinnar. Auknar aflaheimildir Lagt er til að 150 þorskígildistonnum verði að lágmarki bætt við aflaheimildir til ráðstöfunar í Bakkafirði og óskað eftir samstarfi um nýtingu þeirra. Jafnframt verði kannað hvort ná megi fram jákvæðari áhrifum á samfélagið með því að slá af kröfum um vinnsluskyldu á Bakkafirði fyrir þessar viðbótarheimildir, að minnsta kosti tímabundið. Bundið slitlag á Langanesströnd Tekið er undir áform Vegagerðarinnar og eindregið lagt til að lagning bundins slitlags á Langanesströnd hefjist á árinu 2019 og að verkinu ljúki eigi síðar en 2021. Í beinu framhaldi verði hafist handa við vegagerð um Brekknaheiði sem er á samgönguáætlun. Brothættar byggðir Lagt er til að byggðin við Bakkaflóa verði tekin inn í verkefnið Brothættar byggðir og verkefnisstjóri ráðinn til að stýra verkefninu. Nefndin leggur til að verkefnisstjóri verði í fullu starfi og hafi búsetu á Bakkafirði ef kostur er. Samfélagssáttmáli um þjónustu og umhverfismál Nefndin leggur til að gerður verði samfélagssáttmáli á milli sveitarstjórnar, íbúasamtaka og ríkis. Þar verði meðal annars lýst yfir vilja til að snúa við neikvæðri byggðaþróun og settar fram skuldbindingar hvers aðila fyrir sig. Í umræddum samfélagssáttmála mætti taka á ýmsum málum, svo sem átaki í að efla nærþjónustu og átaki í umhverfismálum. Starfsstöð í náttúrurannsóknum Loks er lagt til að skoðað verði að koma á fót starfsstöð í náttúrurannsóknum á Bakkafirði sem hefði það hlutverk að rannsaka lífríki Bakkaflóa, þar með talið lífríki Finnafjarðar og nágrennis. Um væri að ræða útibú frá annaðhvort Náttúrufræðistofnun Íslands eða Náttúrustofu Norðausturlands. /VH Stóra-Grábrók rís fagurformuð fast við þjóðveginn hægra megin á myndinni. settur var upp í nóvember í fyrra. Mynd / HKr. Ríflega 75 þúsund manns á Grábrók á einu ári Grábrók i Borgarfirði er vinsæll viðkomu staður. Ár er frá því teljari var settur þar upp en á þeim tíma sem liðinn er hafa ríflega 75 þúsund manns gengið á Grábrók samkvæmt teljaranum. Þetta kemur fram á vef Umhverfis stofnunar. Þar má finna ýmsar upplýsingar um náttúrufyrirbærið, m.a. að Grábrókargígar hafi fyrst verið friðlýstir sem náttúruvætti árið 1962 en friðlýsingunni hafi verið breytt árið 1975. Gígarnir séu alls þrír. Litla-Grábrók hafi horfið að mestu við framkvæmdir en Stóra- Grábrók rísi fagurformuð fast við þjóðveginn. Þriðji gígurinn er vestar og heitir Grábrókarfell. Gígarnir tilheyra eldstöðvakerfi sem teygir sig langt vestur á Snæfellsnes. Hraun úr gígunum þekur stóran hluta Norðurárdals. Gangandi fólki er heimil för um hið friðlýsta svæði, enda sé merktum slóðum fylgt og snyrtimennsku gætt í hvívetna. Göngustígurinn upp Grábrók er með manngerðum þrepum. Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun segir að aldrei áður hafi talning með rafrænum hætti verið framkvæmd við Grábrók. Greinilega sé mikil umferð á svæðinu en niðurstaðan sé í takt við hans tilfinningu áður en mælingin fór fram. /MÞÞ Samtök sunnlenskra sveitarfélaga: Vilja sjúkraþyrlu á Suðurland Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga áréttaði á fundi sínum fyrir skömmu nauðsyn þess að sem fyrst verði farið í tilraunaverkefni þar sem þyrlur verði notaðar í sjúkraflug. Stjórnin vill að slík þyrla verði staðsett á Suðurlandi en þá er verið að tala um sjúkraþyrlu sem yrði rekin í samvinnu við sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á landi. Þyrlan yrði með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap eins og lækni og hjúkrunarfræðingi. Áætlaður kostnaður er á bilinu 500 til 880 milljónir króna á ári eftir því hvaða þyrla yrði valin til verkefnisins og hvort einn eða tveir flugmenn yrðu í áhöfn. /MHH Lambadagatalið 2019: Breiðir út fegurð íslensku sauðkindarinnar Lambadagatalið fyrir árið 2019 er komið út, í fimmta sinn. Það prýðir að venju stórar og fallegar andlitsmyndir af nýlega fæddum lömbum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndirnar fanga fegurð þeirra, persónuleika og þá einstöku dásemd sem fólgin er í nýju lífi. Dagatalið er í A4 stærð (hæð 297 mm og breidd 210 mm) þar sem hver mánuður er á einni blaðsíðu. Það er gormað með upphengju og því auðvelt að hengja það upp þar sem hentar. Á það eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar, einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Dagatalið er því ekki eingöngu fallegt heldur inniheldur líka þjóðlegan fróðleik og er því tilvalið til gjafa, ekki hvað síst jólagjafa. Fallegar myndirnar og þjóðlegur fróðleikurinn veitir dagatalinu líftíma umfram það ár sem venjan er með dagatöl. Ragnar Þorsteinsson sauðfjár- bóndi, ljósmyndari, ásamt ýmsu öðru tilfallandi hefur veg og vanda að útgáfu lambadagatalsins, en flestar myndanna eru teknar á búi hans, Sýrnesi í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu. Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur. Útgáfan hefur verið fjármögnuð á Karolina Fund þar sem þau eru keypt í forsölu. Megintilgangur útgáfunnar er þó að sögn Ragnars sá að breiða út sem víðast fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.