Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201830 Þór hf. hefur flutt inn land- búnaðartæki um áratuga skeið. Það eru þó ekki bara dráttarvélar og heyvinnutæki og annað sem því tilheyrir, heldur líka ýmsar gerðir af snjóblásurum til að takast á við íslenskan vetur. Sumir bændur hafa komið sér upp mjög öflugum dráttarvélum í því augnamiði að sinna verktöku við heyvinnu og önnur verk fyrir kollega sína. Vélarnar nýtast líka til ýmissa annarra nota eins og í vegagerð og snjómokstur. Þar koma menn ekki að tómum kofunum hjá Þór. Nýr snjóblásari frá Dalen Á landbúnaðarsýningunni sem haldin var í Laugardalshöll í október síðastliðnum sýndi Þór ýmsan tækjabúnað á stóru útisvæði. Þar á meðal vakti athygli blaðamanns öflugur norskur snjóblásari sem hægt er að tengja framan á dráttarvél. „Við erum að sýna hér Deutz Fahr og Kubota dráttarvélar og einnig kynna heyvinnuvélar sem við verðum með á boðstólum á næsta ári. Þá erum við að frumsýna þennan nýja snjóblásara frá Dalen sem og Schulte blásara sem við höfum selt mikið af,“ sagði Einar Oddsson, sölustjóri véladeildar Þórs. Eins og menn búist við snjóþungum vetri „Það er athyglisvert hvað menn virðast búast við snjóþungum vetri. Ég hef aldrei selt jafn marga snjóblásara í september og október og núna. Ég veit ekki hvort menn eru svona vissir um að það muni snjóa mikið, eða hvort menn eru bara búnir að læra það af reynslunni að það er ekki alltaf hægt að ganga að snjóblásurum vísum á lager þegar allt er komið á kaf,“ sagði Einar. Hönnun Dalen snjó- blásarans er þannig að hann nagar sig inn í snjóstálið með tenntum snigli og ræður því við harðari snjó en snjóblásarar sem menn þekkja með tveim spöðum. Vegna þeirra annmarka sem spaðablásarar hafa þó þeir geti verið mjög afkastamiklir, þá er orðið algengara að hönnuðir nýti snigla þar sem aðstæður eru mjög erfiðar. Í afar breytilegu veðurfari eins og algengt er á Íslandi henta sniglablásararnir því mjög vel. Gríðarlega öflugur Einar segir að við aðstæður eins og á höfuðborgarsvæðinu, þar sem saltpækill gerir snjó fljótt að hörðum klaka, þá geti Dalen snigilblásari dugað vel til að brjóta niður harðan snjó. Snjóblásarinn sem Þórsmenn kynntu á sýningunni heitir Dalen 2118 og er gríðarlega öflugur og hægt er að nota hann við allt að 350 hestafla dráttarvélar. Hann er 1.830 kg að þyngd og með 270–280 sentímetra vinnslubreidd. Þá er tennti brotsnigillinn 95 cm að þvermáli og útblástursopið er 90 cm. Gírkassinn vinnur á allt að 1.000 snúningum á mínútu sem gefur blásaranum mikla kastlengd samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Dalen í Noregi. Fleiri gerðir Schulte snjóblásararnir eru líka afar vel þekkir hér á landi og fást í mörgum útfærslum og stærðum. Þór hefur selt slíka blásara um áratuga skeið og segir Oddur Einarsson framkvæmdastjóri að það megi eiginlega segja að Schulte blásarar séu orðnir hluti af hefðbundnum húsbúnaði í sveitum á Íslandi. Slíkir blásarar eru áfram á boðstólum hjá Þór þó Dalen, sem hefur reyndar líka verið hér á markaði í nokkur ár sé kominn með þennan öfluga nýja snjóblásara fram á sjónarsviðið. /HKr. ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 Þór býður bændum og verktökum ýmsar lausnir til að takast á við veturinn: Metsala á snjóblásurum í haust og greinilega búist við hörðum vetri –Sölumenn Þórs frumsýndu nýjan og öflugan Dalen-snjóblásara með tenntri tromlu Einar Oddsson, sölustjóri véladeildar Þórs, og Njáll Haukur Sigurðsson, sölumaður landbúnaðarvéla á Akureyri. Mynd / HKr. Mynd / Dalen snjóblásara í áratugi og smávélar eða liðléttinga. Mynd / Schulte
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.