Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 34

Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201834 Sveitaball, það jafnast ekkert á við sveitaball. Almennileg íslensk sveitaböll eru á undanhaldi og þar með talið hljómsveitirnar sem þar héldu uppi stuðinu helgi eftir helgi. Í Öxarfirði er þó ein slík en það eru drengirnir í hljómsveitinni Legó. Þeir hafa spilað saman frá því upp úr aldamótum og skemmt á þorrablótum, brúðkaupum, ættarmótum og öðrum viðburðum. Það var létt yfir þeim félögum þegar blaðamaður Bændablaðsins hitti þá fyrir í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn á haustdögum. Þar var verið að stilla upp fyrir dansleik um kvöldið, stilla hljóðfæri, míkrófóna og hljóðkerfi. Þessu fylgja ótal snúrur og dót, sem allt þarf að vera á sínum stað en þeir sjá sjálfir um hljóð og ljós. Í dag skipa sveitina Tryggvi, Hafsteinn, Sigurður, Jóhannes (Jonni) og Friðrik. Hafsteinn og Tryggvi hafa spilað saman frá því um tvítugt þegar hljómsveitin varð til en þeir búa báðir í Öxarfirði. Þegar þeir byrjuðu árið 2001 voru Sigurður Tryggvason, faðir Tryggva, og Valþór, frændi þeirra, með í sveitinni og spilaði Siggi Tryggva með þeim lengst af þótt hann sé núna hættur að þenja harmonikkuna með þeim á böllum. Fyrsta „giggið“ þeirra saman var fyrir þorrablót á Kópaskeri, að sögn Tryggva var það eiginlega bara þannig að sá gamli spilaði á nikkuna lög sem hann kunni og þeir fylgdu á eftir. En hvaðan skyldi nafnið koma? „Þegar við byrjuðum sem hljómsveit þá var það eiginlega bara svoleiðis að það var búið að ráða okkur á ball og þurfti að auglýsa, en við vorum ekki með neitt nafn. Við vorum heima í stofu hjá mér og á textavarpinu var frétt um Legó- framleiðendur, það var nú ekki flóknara en það.“ segir Hafsteinn og Tryggvi bætir við að þeim hefði líka fundist þetta vera smá tilvísun í Egó, hljómsveit sem er Íslendingum að góðu kunn. Þeir segja að það sé kannski óhætt að segja frá því núna en í upphafi var Valþór of ungur til að mega vera á böllunum þannig að þeir voru að smygla honum inn, sem eftir á sé frekar fyndið að hugsa til. Laumufarþegi í hljómsveitarkerrunni Það er ákveðinn sjarmi yfir sveitaböllunum en hvað með svokallaðar grúppíur, skyldu þeir hafa lent í vandræðum með þær? „Nei … eða jú, þessi þýska sem var svo hrifin af Jonna,“ segir einn og allir skella upp úr, nema Jonni sem segir þetta ekkert eiga erindi í Bændablaðið. Smá eftirgrennslan leiddi þó í ljós að eftir eitt spilerí í Skagafirði var ein þýsk dama svo ákveðin í að komast með þeim að hún reyndi að fela sig í hljómsveitarkerrunni. Tryggvi sagði að Hafsteinn væri samt mesti skandallinn hvað þetta varðaði, hann átti að vera segullinn en svo væri hann bara kominn með bumbu, alveg ótækt. Hafsteinn sagði það vera samantekin ráð hjá konunni sinni, að fita hann svo hann kæmi alltaf heim aftur. Já, það er greinilega ekki leiðinlegt hjá þessum drengjum þegar þeir koma saman. Breitt lagaval Að spila fyrir breiðan aldurshóp getur verið snúið. Jonni segir að markmiðið sé að skemmta fólki frá 16–96 ára sem sé ákveðin kúnst, í raun sé mun auðveldara að finna lög sem tæma húsið heldur en þau sem henta öllum. Það sé afar erfitt að ætla að spila lagið sem allir vilji heyra. Hafsteinn bætir við að þó séu lög sem virki bara alltaf, eins og Lóa litla á Brú, það sé eitthvað við það lag sem fái alla út á gólfið. Þeir segja að prógrammið sé ansi breitt hjá þeim og þeir hafi aldrei ætlað að vera neitt gömlu dansa-band þótt þeir kunni þau lög alveg og taki inn á milli. Sum lög hafi þeir prófað áður og hent út, sem núna ganga upp eftir að Friðrik byrjaði með þeim á gítar þannig að þetta er svolítið rúllandi. Hljómsveitin spilar nokkrum sinnum á ári, mest að gera á þorrablótum en alltaf eitthvað að sumri, brúðkaup, afmæli eða ættarmót. Tryggvi segir að þeir hafi aldrei farið í að markaðssetja sig heldur taki bara það sem dettur inn, hann bætir sposkur við að kannski verði brjáluð eftirspurn núna eftir þetta viðtal og þá sé auðvelt að finna þá bara í símaskránni, þeir eigi nóg af lausum helgum. Þeir hafa þó spilað víða og segja að oft sé skemmtilegast að spila á litlum stöðum þar sem sé góð aðstaða og persónuleg stemning. Nefna þar Láruna á Seyðisfirði þar sem þeir spiluðu í sumar. Eins sé alltaf gaman að spila í Þórsveri á Þórshöfn, enda hafa þeir ósjaldan troðið upp þar. Þeir segja helsta gallann hvað það sé langt á milli þeirra, enda búa þeir ekki allir í Öxarfirði. Þetta sé líka meira hobbí, enda allir í annarri vinnu og Hafsteinn líka í sauðfjárbúskap. Besta tónlistarmyndband Íslands Auk þess að spila á böllum hafa þeir spilað undir leiksýningar hjá barnaskólanum í Öxarfirði sem þeir segja mjög gaman, þá nefna þeir einnig sýningu sem sett var LÍF& STARF Strákarnir í Legó í góðum fíling. Hér spilar Legó undir hjá Leikfélagi Þórshafnar árið 2011 lagið Gaggó vest en á sviðinu er það Kristín Heimisdóttir sem syngur. Hljómsveitin Legó, Hafsteinn Hjálmarsson, Tryggvi Sigurðsson, Sigurður Jóhannes Jónsson og Friðrik Jónsson. Hljómsveitin Legó í Öxarfirði heldur uppi stuðinu:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.