Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 35

Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 35 Við fjölskyldan á Stangarlæk 1 sendum hrossaræktendum og öðrum hugheilar jóla- og nýárskveðjur um leið og við þökkum fyrir viðburðaríkt ár. Ragna, Kristín Lilja, Sigurbjörn Leó og Birgir Leó. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 17. janúar upp með Leikfélagi Þórshafnar fyrir nokkrum árum þar sem þeir spiluðu undir. Nokkrum sinnum hafa aðrir tónlistarmenn slæðst með þeim fyrir tilviljun og ekki, s.s. Andrea Gylfa, Stebbi Jak og Hera Björk. Jonni segir að þeir hafi eitt sinn verið að spila á Fjallakaffi í Möðrudal, þar hafi Andrea Gylfa verið, hann réttir henni hljóðnema og hún fer að radda. Svipurinn á Hafsteini hafi verið óborganlegur þegar hann leit til hliðar og sá hver var þar að syngja. Hljómsveitarmeðlimir eiga sér allir sterkar rætur í tónlist en eru að mestu sjálfmenntaðir, Tryggvi segist hafa farið í nám í klassískum gítar og hann muni þann dag, eintala, mjög vel. Það hafi nú verið öll formlega menntunin. Mest spila þeir eftir eyranu. Það er ekki annað hægt en spyrja þá úti tónlistamyndband sem vakti mikla lukku á þorrablóti á Kópaskeri fyrir nokkrum árum. Það árið var eitthvað dauft yfir skemmtanahöldum og drifu þeir sig í að halda sjálfir þorrablót. Þá þarf að sjálfsögu að hafa skemmtiatriði en einnig var Pétur Jóhann grínisti þar veislustjóri. „Plottið í myndband inu var að Miley Cyrus hefði stolið laginu okkar og var spunnið út frá því. Við vorum búnir að taka eitthvert efni sjálfir og Ottó Gunnarsson (kvikmyndagerðarmaður og brottfluttur Kópaskersbúi) ætlaði að klippa, hann ákvað svo að koma bara sjálfur og taka efnið og úr varð stórgott myndband, held þetta sé bara besta tónlistarmyndband sem hefur verið gert,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann hafi hreinlega aldrei í lífinu hlegið svona mikið eins og þessar vikur þar sem þetta var í vinnslu. Lagið sem um ræðir er „Wrecking ball“ og í tónlistarmyndbandinu er söngkonan lítið klædd og svo nakin, að sveifla sér á járnkúlu. Þetta víluðu þeir ekki fyrir sér, – „þetta var bara ógleymanlegt, þegar pabbi var í tökum þá var 15 stiga frost og kuldinn í hlöðunni eftir því, hann sleikti sleggjuna og fraus fastur,“ segir Tryggvi og hlær. Hann segist aldrei hafa heyrt svona hláturöskur eins og á þorrablótinu þar sem þetta var sýnt og þegar sá gamli sveiflaðist nakinn um á kúlunni hafi Pétur Jóhann stunið upp milli hláturrokanna; – „hvaða maður er þetta eiginlega?“ Það er óhætt að segja að myndbandið sé gott skemmtiefni, en það má finna á youtube og heitir Bobbingurinn. Ýmis skrautleg atvik Félagarnir gefa nú ekki mikið uppi um stök atriði í tengslum við sveitaböllin en segja að það hafi þó vissulega ýmislegt gerst sem ekki sé allt prenthæft. Einu sinni hafi Siggi Tryggva þurft að ná einum áköfum ballgesti niður af sviðinu en sá hafi eiginlega bara fengið sólafar í andlitið. Þá segja þeir að þeir hafi orðið vitni að því þegar bóndi einn hafi rotað vinnumann sem lét heldur ófriðlega og lét sér ekki segjast, bóndi hélt áfram að skemmta sér og náði svo bara í kappann að balli loknu. Eitt sinn enduðu þeir ball á Þórshöfn á laginu Smells like a teen spirit og fengu h á l f g e r ð a r skammir fyrir, hópslagsmál brutust út þá og var gantast með það að þeir hefðu betur tekið rólegt vangalag í lokin svo ófriðar seggirnir hefðu fundið frið í kvenmanns faðmi frekar en standa í þessu veseni. Þá hafa þeir lent í ýmsum vandræðum er varða veður og færð, enda oft að spila á þorranum. Þeir félagarnir hafa aðeins verið að semja tónlist sjálfir en segja það ekkert sem þeir hafi spilað opinberlega. Eftir spjallstund við Bændablaðið var slegið í og dunaði dansinn fram á nótt. Góður rómur var gerður að meðal ballgesta sem skemmtu sér prýðisvel við undirleik Legó. /Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Skjáskot úr myndbandinu Bobbingurinn sem vakti mikla kátínu á porrablóti á Kópaskeri. Bústólpi ehf • fóður og áburður • Oddeyrartanga • 600 Akureyri bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Gleðileg jól Búnaðarstofa Matvælastofnunar þakkar framleiðendum í landbúnaði samskiptin á árinu og óskar þeim gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.