Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 38

Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201838 gaman að mála það. Myndir / Úr einkasafni Sigríðar Huldar Ingvarsdóttur „Íslenska sveitin hefur undanfarin ár veitt mér mikinn innblástur í listinni. Náttúran er engu lík, íslenski hesturinn hefur ævinlega verið mér ofarlega í huga en nú í ár hef ég í æ meira mæli unnið verk sem tengjast íslensku sauðkindinni,“ segir Sigríður Huld Ingvarsdóttir listamaður, sem býr í Uppsala í Svíþjóð en ólst upp í Hlíðskógum í Bárðardal. Hún segist vera heppin að geta haft listina að aðalstarfi, en meðal þess sem hún leggur fyrir sig er að mála myndir af dýrum fyrir fólk. Foreldrar Sigríðar Huldar ráku sauðfjárbú að Hlíðskógum í Bárðardal, þau áttu einnig nokkra hesta og örfáar kýr þegar hún var mjög ung að árum. „Ég er algjört náttúrubarn og það má líka skilgreina mig sem dýrasjúka, mér leið alltaf best þegar ég var hlaupandi um berfætt í sveitinni að bralla eitthvað með hundinum eða á hestbaki og að teikna. Það voru mínar bestu stundir,“ segir hún. Og bætir við að hún hafi frá unga aldri stefnt að því að verða listamaður, bóndi eða starfa við eitthvað sem tengist dýrum. „Mamma er mjög listræn og afasystir mín, Ragna Hermannsdóttir, var listamaður sem ég leit upp til,“ segir Sigríður Huld. Þokki átti erfitt uppdráttar í bænum Að loknu grunnskólanámi hóf hún nám á listanámsbraut Verk- menntaskólans á Akureyri. Umskipti urðu í lífi fjölskyldunnar á þeim tímapunkti, en foreldrar hennar seldu jörð sína að Hlíðskógum og fluttu til Akureyrar. „Þar með fauk eiginlega bóndadraumurinn út um gluggann,“ segir hún en mjög erfitt hafi verið að flytja búferlum af æskuslóðum og setjast að á mölinni þó vissulega hafi munað um að geta áfram búið í foreldrahúsum meðan á framhaldsskólanámi stóð og fyrir það sé hún þakklát. „Við tókum nokkra hesta með okkur í bæinn og það auðveldaði mér flutninginn,“ segir hún en í hópnum var hestur hennar, Þokki. „Hann átti frekar erfitt uppdráttar í bænum, bar enga virðingu fyrir girðingum, hliðum og lokuðum hurðum þannig að lögregla þurfti á stundum að hafa af honum afskipti. Úr varð að betur færi á að flytja hann aftur í Bárðardal og vinkona mín, Anna Guðný Baldursdóttir, sem nú er bóndi á Eyjardalsá, tók hann í fóstur. Ég hef því tækifæri til að heimsækja hann á sumrin og bregða mér á hestbak.“ Fyrsta einkasýningin í gömlu heimasveitinni Eftir stúdentspróf frá VMA stundaði Sigríður Huld nám við Myndlistaskólann á Akureyri. Sumarið eftir útskrift úr skólanum bauðst hanni að hengja upp nokkur verk í Kiðagili í Bárðardal þar sem rekin er ferðaþjónusta. „Það má eiginlega segja að ég hafi haldið mína fyrstu einkasýningu í gömlu sveitinni minni,“ segir hún en sama sumar kynntist hún manni sínum, Kára Sveinbjörnssyni, sem var þá um haustið að flytja til Svíþjóðar til að stunda þar meistaranám við Uppsala-háskóla. Sjálf vann hún í verslun á Akureyri þann vetur og stundaði list sína með til hliðar. Annað kom svo ekki til greina en elta ástina út til Svíþjóðar og sótti hún um nám við The Swedish Academy of Realist Art í Stokkhólmi. „Þetta er einkaskóli, skólagjöldin há, þannig að ég seldi nánast allan fataskápinn minn og bætti við mig vinnu,“ segir hún og var himinsæl með að komast inn í skólann. „Það var spennandi fyrir mig að flytja til útlanda en jafnframt svolítið stressandi líka. Kári var þegar kominn út og ég hafði heimsótt hann nokkrum sinnum, svo ég var ekki alveg ein og ókunnug í nýju landi,“ segir Sigríður Huld sem kunni strax vel við sig hjá frændum okkar Svíum. Námið var eins og draumur segir hún, en í skólanum var verið að kenna tæknina á bak við það að mála og teikna raunsætt, líkt og gömlu meistararnir gerðu. „Þetta er strangt nám og mikið handverk, það var bannað að notast við ljósmyndir, heldur átti að vinna allt út frá raunveruleikanum, en markmiðið var að kenna nemum að mála hlutina eins og maður sér þá.“ Kenndi hér og þar í tvö ár Fljótlega eftir útskrift úr skólanum var starfsemi hans flutt til suðurhluta Svíþjóðar, Simrishamn á Skáni. Þannig háttaði til að einn nemandinn hafði ekki tök á að flytja með, svo sá hinn sami réð Sigríði Huld sem sinn einkakennara. Næstu tvö ár eftir brautskráningu sinnti hún kennslu og fór á nánast hverjum degi á milli Uppsala og Stokkhólms, sem er um eins og hálfs tíma ferð en gat einnig unnið að sínum eigin verkum samhliða. Einnig fór hún suður á Skán og kenndi við skólann sem og Sigríður Huld Ingvarsdóttir ólst upp í Bárðardal og býr í Uppsala í Svíþjóð: Íslenska sveitin veitir mér innblástur í listsköpuninni Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is „Íslenska sveitin hefur undanfarin ár veitt mér mikinn innblástur í listinni. Náttúran er engu lík, íslenski hesturinn hefur ævinlega verið mér ofarlega í huga en nú í ár hef ég í æ meira mæli unnið verk sem tengjast íslensku sauðkindinni,“ segir Sigríður Huld Ingvarsdóttir listamaður sem býr í Uppsala í Svíþjóð en ólst upp í Hlíðskógum í Bárðardal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.