Bændablaðið - 13.12.2018, Side 40

Bændablaðið - 13.12.2018, Side 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201840 LÍF&STARF Árleg hrútasýning fjárræktar- félaganna í Lundarreykjadal, Reykholtsdal, Hálsasveit og Andakíl var haldin að Hesti í Andakíl fimmtudagskvöldið 18. október síðastliðinn. Sýndir voru 26 lambhrútar í flokkum hyrndra, kollóttra og mislitra og komu 8 veturgamlir hrútar til dóms. Dómarar kvöldsins voru þeir Lárus Birgisson og Árni Bragason. Sýningin tókst vel og var boðið upp á kræsingar, kaffi og öl. Besti hyrndi lambhrútur Borgarfjarðardala er frá Oddsstöðum Flokkur hyrndra lambhrúta var afar öflugur þetta haustið en eftir mikið þukl og heilabrot dómaranna varð niðurstaðan kunngjörð. Í fyrsta sæti var Bjartssonur nr. 6 undan Kveiksdóttur frá Oddsstöðum í Lundarreykjadal, úr ræktun Guðbjargar Ólafsdóttur og Sigurðar Odds Ragnarssonar. Hrúturinn hlaut 89,5 stig, þar af 19 fyrir læri. Annað sætið kom í hlut sonarsonar sæðingahrútsins Guðna nr. 46 frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal en hann hlaut einnig 89,5 stig og þar af 19,5 fyrir læri. Í þriðja sæti var hrútur frá Hægindi í Reykholtsdal nr. 227, sonarsonur Svima, og hlaut hann 88 stig, þar af 19 í læri. Þrír bestu kollóttu lambhrútarnir eru allir frá Hægindi Sigvaldi Jónsson, Björg María Þórisdóttir og sonur þeirra, Ólafur Auðunn Sigvaldason í Hægindi, komu sáu og sigruðu í flokki kollóttra lambhrúta og áttu þar þrjá efstu. Allir hrútarnir eru synir sæðingahrúta. Í fyrsta sæti var Kollssonur nr. 77 með 88 stig, þar af hlaut hann 9,5 fyrir bringu- og útlögur. Í öðru sæti var Serkssonur nr. 90 en hann hlaut einnig 88 stig, þar af 18,5 fyrir læri. Þriðja sætið kom svo í hlut hrúts nr. 78 en hann hlaut 89 stig, þar af 9,5 fyrir malir og 18,5 fyrir læri. Þess má geta að hrútar nr. 77 og 78 eru albræður undan Amelíu 16-647 sem er komin út af sæðingahrútnum Sprota. Baldur Árni Björnsson í Múlakoti átti besta mislita lambhrútinn Í keppni um bestu mislitu lambhrútana hlaut Baldur Árni Björnsson í Múlakoti í Lundarreykjadal fyrstu verðlaun fyrir golsubotnóttan hrút nr. 82 en hann hlaut 87 stig og þar af 18,5 fyrir læri. Faðir hans er sæðingahrúturinn Drangi en móðirin er útaf sæðingahrútunum Kalda og Þorsta. Í öðru sæti var móbaugóttur Bjartssonur nr. 5 frá Kjalvararstöðum sem hlaut 87,5 stig, þar af 9,5 fyrir bak og 19 í læri. Þriðja sætið hlaut svartur Tinnasonur nr. 93 frá Hægindi en hann stigaðist uppá 87,5 stig þar af 9,5 fyrir bringu- og útlögur sem og malir. Besti veturgamli hrúturinn kom frá Kjalvararstöðum Í keppni um besta veturgamla hrútinn hlaut Ármann Bjarnason á Kjalvararstöðum fyrstu verðlaun fyrir Burknasoninn Börk 17-022 en móðurfaðir hans er sæðingahrúturinn Saumur. Börkur hefur komið sterkur út sem lambafaðir á Kjalvararstöðum í haust þar sem niðurstöður fyrir 26 dilka gáfu að meðaltali 12,6 í einkunn fyrir gerð, það verður því gaman að fylgjast með framvindu Barkar á komandi árum. Annað sætið kom í hlut Trausts 17-788 frá Hesti sem er kominn út af sæðingahrútunum Krafti, Hroka og Bursta. Í þriðja sæti var Bjarmi 17-112 frá Hægindi en hann er undan Bjarti og á ættir að rekja til sæðingahrútsins Hriflons. /SHS Hrútasýning Borgarfjarðardala 2018: Besti hyrndi lambhrútur var frá Oddsstöðum og allir þrír efstu kollóttu hrútarnir komu frá Hægindi – Besti misliti lambhrúturinn kom frá Múlakoti og besti veturgamli hrúturinn kom frá Kjalvararstöðum Myndir / Sigurborg Hanna

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.