Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 41

Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 41 Dreifbýlisskipulag er tiltölulega nýtt á Íslandi og fram til 2010 var aðeins þéttbýli skipulagsskylt á Íslandi. Það er ekki fyrr en með skipulagslögum nr. 123/2010 sem sveitarfélögunum er skylt að skilgreina hvernig landi í dreifbýli er ráðstafað en fram til þess var það merkt sem landbúnaðarland. Miklar breytingar eiga sér stað í sveitarfélögum landsins, þar sem hefðbundinn búskapur er á undanhaldi en ferðaþjónustan vex hratt. Þessar breytingar kalla á meira skipulag og uppbyggingu innviða. Samþætta þarf náttúruvernd og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að vanda til verka þegar skipulagsmál eru annars vegar og vinna þau í sátt með íbúum. Skipulag er stjórntæki sem sveitarfélög geta notað til að stýra uppbyggingu og bregðast við breyttum aðstæðum. Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga í vor eru mörg sveitarfélög að skoða aðalskipulag sitt og velta vöngum yfir því hvort og þá hvernig þau þurfi að breyta því. Á dögunum hélt Landbúnaðar- háskólinn námskeið um dreifbýlis- skipulag. Fjallað var um skipulag í dreifbýli og valinkunnir fyrirlesarar veltu upp ólíkum sjónarmiðum og þörfum mismunandi landnotkunar. Stefna stjórnvalda, heims- markmið og aðrir skuldbindandi alþjóðasamningar sem Ísland er aðili að, marka í raun stefnuna í landnotkun á Íslandi. Í Landskipulagsstefnu 2015–2026 er sett fram stefna um skipulag í dreifbýli. Fyrr á tímum var hefðbundinn landbúnaður ráðandi í sveitum landsins en nú er öldin önnur og víða er um blandaða starfsemi að ræða. Bættar samgöngur og nýir sjálfbærir orkugjafar eins og t.d. heimavirkjanir, sólarsellur og vindmyllur hafa ýtt undir þessa þróun. En hvernig er tekið á þessum þáttum í skipulagsvinnu? Stjórnvöld hafa sett lög og reglugerðir sem fjalla um hvern málaflokk fyrir sig þannig að lagumhverfið sem snýr að skipulagsvinnu er orðið bæði margþætt og flókið. Grunnur allrar landnýtingar er landið sjálft og þá vakna ýmsar spurningar um landið: Til hvaða nota hentar það best? Er það ræktanlegt eða hentar það betur undir eitthvað annað? Er þörf á að nýta það? Er landið aðgengilegt? Er það einstakt og kallar á verndun eða friðun? Eignarhald á landi skiptir miklu máli þegar kemur að ákvörðun um hvernig eigi að nýta það. En hver á land á Íslandi? Hvaða hömlur setja lög og reglur á eignarréttinn? Hvað er almannaréttur? Fjallað var um landgæði og ólíka landnotkun, landbúnað, gott ræktanlegt land, skógrækt, landgræðslu og votlendi. Hvað á að nýta og hvað á að friða? Á að kortleggja gott ræktanlegt land og taka það frá svo það verði ekki nýtt undir óafturkræfar framkvæmdir? Á að moka ofan í alla skurði á Íslandi til að jafna kolefnissporið? Hvernig á að stýra ferðamannastraumnum og hvar viljum við byggja upp áfangastaði? Verða vindmyllur hluti af íslensku landslagi í framtíðinni? Munu þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði stækka? Þessar spurningar og fleiri er nauðsynlegt að ræða þegar verið er að endurskoða aðalskipulag sveitarfélaganna. Sveitarfélögin eiga að marka sér stefnu í aðalskipulagi sínu um hvað þau vilja leggja áherslu á. Einhverjir sveitarstjórnarmenn eru kannski hræddir við að setja fram stefnu með endurkjör í huga. Með skýrri stefnu geta sveitarfélögin rökstutt af hverju þau leyfa sumar framkvæmdir en hafna öðrum. Sigríður Kristjánsdóttir dósent við LbhÍ Við minnum á að lokafrestur til að panta KUBOTA heyvinnuvél á áramótatilboði okkar er 31. desember næstkomandi. Þeir sem panta vél fyrir þann tíma fá hana samsetta og keyrða heim á hlað sér að kostnaðarlausu. Einnig er vert að ítreka það, að með því að panta vél tímanlega er tryggt að hægt verður að afhenda hana á réttum tíma fyrir slátt á komandi sumri. Bændur athugið! Verðlisti KUBO TA heyvinnuvé la Verðlisti 20 19 ÞÓR H F Verðlista yfir KUBOTA heyvinnuvélar var dreift inn á sérhvert lögbýli landsins í lok október. Hafi hann ekki borist þér getur þú haft samband við sölumenn okkar og fengið hann sendan um hæl. Einnig er hægt að hlaða honum niður á heimasíðu okkar, www.thor.is eða á Facebook síðu landbúnaðardeildar: Þór hf. - Landbúnaður ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnesi 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Dreifbýlisskipulag Frá námskeiði um dreifbýlisskipulag í Landbúnaðarháskóla Íslands. VIÐSKIPTABLAÐIÐ LESTUR PRENTMIÐLA Á LANDSBYGGÐINNI HEIM ILD : Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt.-des. 2017. 0% 10% 20% 30% 40% 50% DV STUNDIN MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ BÆNDABLAÐIÐ 8,0% 11,2% 9,4% 22% 27,3% 43,1% LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.