Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 42

Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201842 FÓLK&FYRIRTÆKI Arnar Ólafsson er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins South Door sem rekur hótel- og veitingastaði á Hellu og á Skógum. Hann segir að smám saman sé verið að útvíkka starfsemina en mikil áhersla sé lögð á samfélagslega ábyrgð starfseminnar og að hótelin og starfsmenn þeirra borgi gjöld til sveitarfélaganna sem þau starfa í. Hótelin sem Arnar á og rekur eru Árhús á Hellu, sem er með 35 smáhýsi og veitingasal, Hótel Hella, sem er með 43 herbergi og Hótel Skógar undir Eyjafjöllum sem er með 12 herbergjum og góðum veitingastað og býður auk þess upp á sauna og heitan pott. Einnig er rekin Veitingasala í Fossbúð í Skógum. Hann segist hafa tekið við rekstrinum á þessum stöðum sem ekki hafi verið í sérlega góðri stöðu, en verkefnið hafi snúist um að yfirtaka reksturinn og koma honum á betri veg. Auk Arnars og konu hans, Helgu Kristínu Böðvarsdóttur, sem eru aðaleigendur, þá standa Einar Sigurðsson og Ármann Einarsson frá Þorlákshöfn líka á bak við reksturinn. Býst við samþjöppun á hótel- og veitingamarkaðinum „Þessi þrjú hótel mynda nú samstæðu sem heitir South Door og eru allar einingarnar reknar undir þeim merkjum. Við höfum nú komist úr því að vera með fyrirtæki í frekar erfiðum rekstri í að vera með nokkuð blómleg hótel. Við sjáum fram á samþjöppun á markaðinum og horfum því fram á útvíkkun á okkar hugmynd. Það er gríðarmikið af stökum einingum í hótelrekstri í dag og má segja að umhverfið sé svipað og var í sjávarútveginum 1984. Af því að ég er sjálfur alinn upp í Þorlákshöfn, þá man ég vel eftir hvað þá voru margir bátar í höfninni. Síðan hefur orðið mikil þróun í þeirri grein og hagræðing.“ Ekki gott að reka gistiþjónustu á rómantískum forsendum Arnar segir að viss rómantík hafi ríkt í kringum sjávarútveginn fyrir 1984 og svipað hafi verið upp á teningnum þegar margir sáu tækifæri í því að fara í hótelrekstur fyrir nokkrum árum. Fólk hafi séð fyrir sér að eldri hjón sem jafnvel væru hætt á almennum vinnumarkaði gætu sett upp lítið sætt gistiheimili úti á landi og haft í því notalegan rekstur. Þá án þess að ætla sér kannski að græða á því mikla peninga. Fólk áttaði sig bara ekkert á hvað þetta útheimtir mikla vinnu. Arnar segist hafa það á tilfinningunni að gistirekstur sem hafinn var á rómantískum forsendum sé miklu algengari en sá sem byggður var á raunhæfum rekstraráætlunum. Þess vegna sigli menn í strand og því verði grisjun á þessum markaði. Hann segist sjálfur ekki tilbúinn til að taka að sér rekstur á mjög litlum hótelum. Lágmarksstærð 40 herbergi „Ég held að lágmarkshótel sé 40 herbergi. Það er sú eining sem ætti að geta staðið undir sér. Það þarf að geta tekið hóp úr rúmlega einni stórri rútu. Þá vill maður vera með nokkur herbergi fyrir utan það forseld í það sem maður kallar „self-drive“. Slíkt væri mjög heppileg samsetning þar sem ákveðinn kjarni gesta stendur undir hluta af þjónustunni sem er þá á öðrum álagstíma en gestirnir úr rútunni.“ Samfélagsleg ábyrgð einn af grunnþáttum í starfseminni Arnar er menntaður fjármálafræðingur og segir að samfélagsleg ábyrgð sé mjög mikilvæg hvar sem menn ákveða að stunda sinn rekstur. Þátttaka í samfélaginu, sér í lagi á litlum stöðum úti á landsbyggðinni, sé mjög mikilvæg og bæði til góðs fyrir viðkomandi sveitarfélag og starfsemina sjálfa. Þetta hafi hann m.a. lært í hagfræðihlutanum af sínu námi í Bandaríkjunum. Það er enginn hagvöxtur í Harlem „Kennarinn okkar spurði okkur nemendurna hvort við vissum af hverju það hafi enginn hagvöxtur verið í Harlem í yfir 100 ár. Það gat enginn svarað þeirri spurningu í 100 manna bekk. Þetta er samt bæjarhluti sem telur sjálfsagt um eina milljón manna. Kennarinn útskýrði þetta fyrir okkur og sagði ástæðuna vera að öll viðskiptin sem fram færu í hverfinu væri við félög sem væru í eigu manna sem bjuggu ekki í Harlem og flyttu því alla framlegðina af starfseminni út í þessum bæjarhluta. Framlegðin af viðskiptunum, sem er annað nafn yfir hagvöxt, varð því eftir í öðrum bæjarhlutum en Harlem.“ Áhersla á að nýta hráefni frá bændum og útgerðarmönnum í nærsamfélaginu „Við leggjum áherslu á að nýta hráefni úr héraði sem til fellur í okkar nærsamfélagi. Það er kjöt og grænmeti frá bændum og fiskur frá útgerðarmönnum á svæðinu. Það hefur því verið okkar útgangspunktur í starfseminni að horfa til þess af hverju það var enginn hagvöxtur í Harlem og vinna gegn því að sú saga endurspeglist á okkar starfssvæði.“ Allir starfsmenn greiða til sveitarfélaga á starfssvæði sínu „Alveg frá því við stofnuðum fyrirtækið South Door hefur það verið okkar grundvallarsjónarmið að halda hverri einustu krónu, sem mögulegt er, úr rekstrinum inni á viðkomandi svæði. Það er nefnilega þannig að því oftar sem hver króna skiptir um hendur inni á svæðinu því mun meiri hagvöxt skapar hún á staðnum. Þess vegna höfum við skráð allt starfsfólkið okkar með heimilisfesti á Suðurlandi og helst í því sveitarfélagi þar sem starfsemin er. Sjálfur bý ég á Eyrarbakka, eins og ég hef gert frá árinu 2001, og bókarinn er með heimilisfesti á Selfossi. Aðrir starfsmenn eru annaðhvort skráðir í Rangárþingi ytra eða í Rangárþingi eystra. Þeir borga sitt útsvar til þessara Arnar Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins South Door, fyrir framan veitingastaðinn Árhús sem er samnýttur af gestum 35 smáhýsa og Hótels Hellu. Hluti af 35 smáhýsum Hótels Árhúsa á Hellu. Hótel Skógar. Fossbúð á Skógum. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fyrirtækið South Door er með þrjú hótel í rekstri á Suðurlandi sem leggja metnað í nýtingu hráefnis úr sínu héraði: Áhersla lögð á samfélagslega ábyrgð og að skapa hagvöxt á starfssvæði hótelanna – Framkvæmdastjórinn Arnar Ólafsson reiknar með samþjöppun á markaðinum á næstu misserum Hótel Hella.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.