Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 43

Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 43 sveitarfélaga. Þetta er yfirleitt ungt og barnlaust fólk. Það er því afskaplega hagkvæmt fyrir sveitarfélögin þar sem það þarf ekki aukaþjónustu eins og leikskóla eða annað. Það er hins vegar lítið talað um hvað þetta fólk er okkur dýrmætt og er að skapa okkur mikinn hagvöxt í gegnum skatta og útsvar sem það greiðir til samfélagsins. Það kaupir hér líka mat og aðra þjónustu og borgar af því staðgreiðsluskatta.“ Líka greitt í lífeyrissjóð og verkalýðsfélag á svæðinu „Við höfum tekið þetta dæmi aðeins lengra. Allir okkar starfsmenn borga í lífeyrissjóð Rangæinga, sem er eini lífeyrissjóðurinn sem er með starfsemi á okkar svæði. Allir starfsmennirnir og ég þar meðtalinn, borgum félagsgjöld til Verkalýðsfélags Suðurlands sem er með starfsemi á Hellu. Þetta eru um 500 þúsund krónur á mánuði. Þótt sumir myndu segja að ég sé með þessu að styrkja mótherja minn í launabaráttunni, þá lít ég ekki svo á. Þegar ég þarf að fá túlkun á samningum eða einhverjum reglum, þá fer ég bara upp í verkalýðsfélag. Ég sest bara niður með framkvæmdastjóra eða formanni félagsins og fæ þær leiðbeiningar sem ég þarf á að halda, eða aðstoð ef ég þarf að leysa einhver mál gagnvart starfsmönnum. Ég lít svo á að báðir aðilar hafi hag af þessu fyrirkomulagi.“ Keyptu Hótel Skóga 2011 „Við keyptum Hótel Skóga 2011 og var þetta þá í raun bara sumarhótel sem lokað var í um 8 mánuði yfir vetrartímann. Fyrsta rekstrarárið var 2012 og þá byrjuðum við strax á að hafa hótelið opið allan ársins hring. Þá var líka komið að viðhaldi og byrjuðum við á ýmsum lagfæringum. Við leigðum til okkar Fossbúð sem er eiginlega félagsheimilið í Skógum sem var liður í að búa til úr þessu heilsárs rekstrargrundvöll.“ Hótel Árhús keypt 2013 og Hótel Hella 2014 „Árið 2013 sannfærðumst við um að kaupa líka Hótel Árhús á Hellu sem var komið á mjög erfiðan stað í rekstri. Þar hafði verið skipt um eigendur 2012. Það var greinilegt að menn höfðu farið þar dálítið fram úr sér og var staðan orðin mjög erfið þegar við komum að málum og stefndi í gjaldþrot. Við vorum þá fengnir að borðinu og ákváðum að taka slaginn. Fórum við strax í að taka til í rekstrinum og reyna að auka tekjur. Í kjölfarið á þessu, eða árið 2014, kaupum við Hótel Hellu sem þá var líka í erfiðum rekstri. Við tókum við hótelinu í apríl sama ár og þá voru litlar sem engar bókanir komnar fyrir sumarið. Mig minnir að fyrsta rekstrarárið hafi verið í kringum 16% nýting á hótelinu og tekjurnar eftir árið ansi rýrar.“ Úr 16% í 65% nýtingu á skömmum tíma Arnar segir að 16% nýting sé alls ekki ásættanleg í svona rekstri því til að teljast gott þurfi nýtingin að vera í kringum 65%. Hann segir að slíkt nýtingarhlutfall geti alveg gengið ef ekki er á bak við gríðarmikil þjónusta. Í svona rekstri snúist þetta allt um hvernig menn skilgreini hlutina. Fjögurra og fimm stjörnu hótel kalli t.d. á það að barþjónn sé allaf tiltækur sem þýði vaktavinnu. Morgunverður á slíku hóteli kalli líka á vaktavinnu sem og móttaka sem þurfi að vera til taks allan sólarhringinn. Þá kalli þrif á fjögurra stjörnu hóteli líka á vaktavinnu og hraðari endurnýjun á öllum rúmfötum og öðru. Þegar hótel er skilgreint sem þriggja eða jafnvel tveggja stjörnu, þá horfi málið svolítið öðruvísi við. Mikil samlegðaráhrif – Eru mikil samlegðaráhrif á þjón- ustunni í hótelrekstrinum á Hellu? „Já, samnýtingin er gríðarmikil, en þarna erum við með 200 rúm í 43 herbergjum á Hótel Hellu og í 35 bústöðum í Árhúsum. Bústaðirnir eru með frá tveimur rúmum upp í sex. Á Hellu er sameiginlegt þvottahús sem þvær 300 kg af þvotti á dag þegar hótelin eru fullnýtt. Sama er með þrifin. Þá erum við með sameiginlegt „prep“, eða forvinnslueldhús. Það er því mikil samnýting á kokkum, matreiðslufólki og öðrum starfsmönnum. Þá er sami maður sem sér um sölu á gistingu til ferðaskrifstofa og á netinu.“ Náðu stöðugleika og tvöfölduðu veltu á fjórum árum – Ykkur hefur tekist að koma rekstrinum á réttan kjöl eða hvað? „Já, við erum búnir að tvöfalda okkur í veltu á fjórum árum. Hagnaður fyrir afskriftir er kominn yfir 100 milljónir króna. Þetta er því farið að standa vel undir lánum, nauðsynlegu viðhaldi og öðru. Það er því kominn stöðugleiki í reksturinn eins og maður vildi sjá og síðan er bara að viðhalda þessum stöðugleika. Að það sé góð nýting á gistiaðstöðunni, meðalverð og afkoma séu góð. Þegar því er náð er hægt að fara að auka gæðin á hótelunum, kannski úr tveim í þrjár stjörnur þótt maður vilji samt ekki fara með þau í fjórar stjörnur. Ástæðan fyrir því er að ég tel að markaðurinn sé ekki nógu stór til að reka þessar einingar sem fjögurra stjörnu hótel. Eins kallar þetta markaðssvæði miklu fremur á tveggja til þriggja stjörnu hótel. Það eru önnur hótel að sinna hærri klassa, eins og Hótel Rangá sem er með 60 herbergi og Icelandair Hótel Vík sem er mjög flott hótel á landsbyggðinni.“ Ýmsir vaxtarmöguleikar Arnar segir að ýmsir vaxtar- möguleikar séu fyrir hendi í þeirra starfsemi. „Sem dæmi erum við komin með talsverða starfsemi á veitingastaðnum Fossbúð við Skógafoss. Þar væri hægt að bæta við með aukinni útsjónarsemi og markaðssetningu. Í öðrum þáttum er líka alltaf hægt að gera betur.“ Áhætta falin í háum gæðastaðli og hárri verðlagningu – Er kannski of mikið um að hótel rekendur séu að horfa á hágæðaþjónustu með tilheyrandi hárri verðlagningu? „Jú, ég tel svo vera. Ef menn eru með háa verðlagningu þá þarf að styðja það með mikilli og góðri þjónustu. Það felst bara meiri áhætta í rekstrinum eftir því sem verðlagið hækkar.“ Segir Arnar að í þessu sé síðan annar þáttur varðandi verðlagninguna sem blasi ekki beinlínis við. Ef rekstraraðilar eru með hótel sem er í gæðaflokki yfir þrem stjörnum og með veitingastað í háum gæða- og verðflokki, þá kallar það á að nýtingin sé góð. Ef aðsóknin minnkar dugar ekki að lækka verð til að bjarga rekstrinum. Bendir Arnar á dæmi af hóteli á Suðurlandi sem var í þessari stöðu. Verð á gistingunni var lækkað, en þá dó veitingastaðurinn. Lækkun á gistiverði bjargaði því ekki málinu. Ástæðan er að ferðafólk sem er að kaupa ódýra gistingu er ekki að kaupa mat á dýrum veitingastöðum. Slíkir ferðamenn hegða sér öðruvísi og bjarga sér meira sjálfir með mat og drykk en þeir sem sækjast eftir meiri þjónustu. „Þessir gestir eru ekki tilbúnir að kaupa margrétta máltíð með forrétt, aðalrétt og eftirrétt og kokteil að auki. Þeir eru fullkomlega sáttir við hagstætt verð á gistingu og að fá sér banana uppi á herbergi. Það er bara hið besta mál, en menn verða að hafa þetta í huga þegar þjónustan er skipulögð í kringum gistinguna á hótelum sem eru listaðar í verðflokki með tvær eða þrjár stjörnur. Þangað kemur allt annar kúnnahópur en á fjögurra stjörnu hótelin. Það er því ekki auðvelt að stíga skrefið til baka þegar menn eru komnir upp í fjögurra stjörnu rekstur. Við höfum aldrei farið upp í þann klassa, þó við séum t.d. með mjög gott hótel í Skógum og á Hellu. Þar erum við sátt við nýtinguna og samnýtum veitingastaðinn í Árhúsum sem er í 300 metra fjarlægð.“ Gengur mjög vel að fá starfsmenn – Hvernig gengur að fá starfsmenn á hótelin? „Það hefur gengið afskaplega vel síðustu ár. Ég fór auðvitað í gegnum ákveðna lærdómskúrfu í þessum efnum þegar ég byrjaði. Í upphafi tók ég við starfsmannahóp, en eftir einhvern tíma var það fólk allt horfið á braut. Nú erum við með rúmlega 30 starfsmenn og þeir eru um 40 yfir háannatímann á sumrin. Maður lærði að það þarf að byggja upp ákveðinn kjarna starfsfólks sem er allt árið um kring og síðan að ráða aðra í kringum þann hóp. Við höfum t.d. mannað eldhúsin hjá okkur með kokkum frá Ungverjalandi. Þetta eru allt vel menntaðir kokkar og færir á sínu sviði og miklir fagmenn. Með þessum mannskap hefur myndast ákveðinn stöðugleiki, en við þurftum þá líka að hugsa fyrir góðu íbúðarhúsnæði fyrir þetta fólk. Á Hótel Skógum keyptum við íbúðareiningar úr gámum sem við settum þar upp. Á Hellu keyptum við íbúðarhús þar sem fólk leigir bara herbergi og nýtir sameiginlega aðstöðu. Örfáir kjósa hins vegar frekar að vera einir út af fyrir sig og búa í herbergjum á Hótel Hellu. Það eru starfsmenn sem eru eldri en hinir sem búa saman og vilja hafa það rólegt eftir vinnu í stað þess að fá sér kannski bjór með vinnufélögunum.“ Lítið rukkað fyrir fæði og húsnæði „Lykillinn að því að halda í mannskapinn er því að bjóða upp á húsnæði sem er gott og hentar ólíkum einstaklingum. Einnig að rukka lága leigu og taka lítið fyrir fæði. Í okkar tilfelli eru starfmennirnir að jafnaði að borga 38 þúsund krónur fyrir fæði og húsnæði. Þau eru kannski að fá 400.000 útborguð laun og hafa því tækifæri til að spara pening. Í staðinn fáum við fyrsta flokks starfsfólk sem við höldum ár eftir ár. Ein manneskja sem er búin að vera hjá okkur í fjögur ár er t.d. komin með 15 milljónir króna í sparnað. Starfsmenn okkar fara svo heim til sín í frí og segja þá auðvitað sína sögu og þá er ekki verra fyrir okkur að afspurnin sé góð.“ Miklir kostir að vera á landsbyggðinni Arnar segir að það sé mikill kostur falinn í því að reka svona starfsemi úti á landi, líka fyrir starfsmennina. Það er færra sem glepur og því auðveldara að komast af og mögulega safna pening. Sumir hafi þó kosið að yfirgefa þau og halda á vit ævintýranna í Reykjavík. Hann hafi þá reynt að aðstoða þá með vinnu í gegnum kunningja sína í veitingageiranum í höfuðborginni. Því miður hafi það ekki alltaf gengið upp, kostnaðurinn sé allur mun meiri og menn hafi stundum freistast til að lifa hátt í borginni. Því hafi þeir svo oftar en ekki farið peningalausir heim til sín aftur eftir tveggja til fjögurra ára vinnu. „Það er annar taktur úti á landi og hingað kemur starfsfólk sem hugsar oft öðruvísi en það sem sækist eftir að vera á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Arnar Freyr Ólafsson. Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Vogue bíður uppá alhl iðalausn fyr i r hótelherbergið eða gist iheimi l ið. fyr ir heimil ið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.