Bændablaðið - 13.12.2018, Side 45

Bændablaðið - 13.12.2018, Side 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 45 yfirdýralækni um 2006 hefur þetta starf þ.e.; öflun upplýsinga, staðsetning, merking og skráning að mestu verið sjálfboðavinna mín, en kostnaður sem undirritaður hefur greitt úr eigin vasa vegna þessa verks er kominn í 950.000. Í þeirri upphæð eru engin vinnulaun, enda hafði ég ætlað mér að láta eftirlaunin mín duga til þess. Í fyrravor var ég orðinn vondaufur um að geta lokið þessu verkefni, einkum vegna daufra undirtekta og æpandi þagnar stjórnvalda við beiðni minni um aðstoð. Þá gekkst Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra, fyrir því að útvega bíl og eldsneyti svo að fara mætti á milli miltisbrunastaðanna til að merkja og safna upplýsingum. Guðni er sá sem mestan skilning hefur á þessu verkefni mínu og hve nauðsynlegt það er. Heiður og þökk sé honum fyrir það. Svo fékk ég Ólöfu konu mína til að vinna með mér við merkingarnar, en það var og er ómetanlegt. Ýmsir fóru að styrkja þetta verkefni þegar þeir fréttu af því og fjölmargir hafa lýst ánægju sinni. Hjartans þökk. Það hjálpaði okkur Ólöfu af stað. Bílaumboðið BL lagði til fjórhjóladrifinn bíl og N 1 lagði til eldsneyti. Baldur Baldursson, BB-skilti ehf., gekk fram af drengskap og krafti við að koma þessu verkefni af stað og fengu ýmsa góða menn til að styðja það t.d: Micro ryðfrí sérsmíði, Wurth, Verkfæralagerinn, Arkir ehf. o.fl. og Björn Jenson rennismiður hefur lánað rafmagnsborvél og draghnoðatöng. Mjólkursamsalan, Bændasamtökin, Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa styrkt þetta verkefni. Hjartans þakkir til þessara aðila allra.“ Hlutverk annarra að taka við ábyrgðinni „Ég geri mér ljóst, að ég mun ekki geta tekið þetta verkefni með mér yfir í aðra heima. Aðrir verða að taka við ábyrgðinni. Ég hef nú rætt við Matvælastofnun. Hún tekur því vel að taka við starfi mínu og eftirliti og gera tillögur um reglugerð, sem tryggi öryggi merkinganna og endurnýjun merkja, sem kunna að falla út af eða týnast, en sem betur fer virðist merkingarlag okkar traust og endingargott.“ Merki troðin í svaðið af hrossum „Hrossum verður þó að halda frá slíkum merkjum. Slíkt eftirlit og ábyrgð verður í fyrstu lotu að falla á ábúendur og eigendur jarða, þar sem grafirnar eru og hætta fyrir umhverfið. Því miður hafa ekki allir þessir aðilar áttað sig á nauðsyn þess og sum merki hafa týnst eða verið troðin í svað af hrossum,“ segir Sigurður. /SS/HKr. hafa af miltisbrandi. Hafa þau gert þetta að frumkvæði Sigurðar sem telur sér skylt að koma á framfæri allri vitneskju sem hann hefur um þessa staði til för með sér. Mynd / HKr. sýkingar í mönnum. Miltisbrandur er sjúkdómur sem sýkill að nafni Bacillus anthracis veldur. Það eru einkum grasbítandi dýr sem taka þennan sjúkdóm en menn geta þó af og til sýkst af honum. Sjúkdómar sem finnast í dýrum en geta jafnframt lagst á menn eru nefndir súnur (zoonosis). Sýkillinn getur myndað dvalagró eða spora. Sporarnir geta lifað í hundruð ára í rökum og súrum jarðvegi og segir Sigurður Sigurðarson dæmi um allt að 500 ár. Á yfirborði endist miltisbrandur hins vegar ekki lengi m.a. vegna áhrifa sólarljóss og súrefnis. Af þessum ástæðum getur miltisbrandur verið alvarlegt vandamál í búfjárrækt. Stærð sporanna, sem eru 2–6 míkron (míkrómetrar, milljónustu partar úr metra) í þvermáli, gerir þá kjörna til að setjast á slímhúð í öndunarvegum manna og dýra. Sporarnir loða hins vegar við jarðveginn en það dregur úr líkum á því að menn smitist með beinum hætti frá jarðvegi. Þegar sporar komast hins vegar í hýsil þar sem skilyrði eru hagstæð breytast þeir í það form sem sýkillinn hefur þegar hann er að vaxa. Sýkillinn ber með sér eiturefni eða toxín sem er afar skaðlegt og veldur drepi. Einkenni Einkenni miltisbrands ráðast að nokkru af því hvernig smitið berst. Algengasta smitleið sýkilsins til manna er gegnum húð sem er rofin. Þeir sem meðhöndla sýkt dýr eða afurðir sýktra dýra eru í mestri hættu. Sýkillinn veldur kýlum sem síðar rofna og eru þá með svörtum sárbotni vegna dreps. Húðsýking er vægasta mynd sýkingarinnar og leiðir til dauða í 20% tilfella ef hún er ekki meðhöndluð. Meðgöngutími húðsýkingar er 3–5 dagar. Neysla mengaðrar fæðu getur leitt til sýkingar í meltingarfærum eða hálsi. Einkenni í byrjun eru almenns eðlis en geta síðan þróast yfir í alvarleg einkenni frá meltingarfærum eða hálsi með fylgjandi blóðþrýstingsfalli og dauða. Í mönnum kemur sýkingin oftast eftir neyslu kjöts af sýktu dýri. Meðgöngutími sýkingar er 3–7 dagar. Loks geta sporar sýkilsins borist í öndunarveg og þaðan komist í eitilvef og valdið þar sýkingu, drepi og blóðsýkingu. Þetta er sú smitleið sem helst er notuð til að dreifa miltisbrandi í hernaði og hryðjuverkastarfsemi. Við náttúrulegt öndunarfærasmit hafa starfsmenn í ullariðnaði reynst í mestri áhættu. Fyrstu einkenni lungnasmits eru lík inflúensu með hita, vöðvaverk, höfuðverk, þurrum hósta og smávægilegum óþægindum fyrir brjósti sem vara í örfáa daga. Næstu 1–3 daga eftir upphafseinkenni líður sjúklingi betur en versnar svo skyndilega með háum hita, andnauð og losti. Oft má sjá bjúg á brjóstkassanum og geta sjúklingar fengið blæðandi heilahimnubólgu. Meðgöngutími frá lungnasmiti þar til einkenni gera vart við sig er oftast 1–6 dagar en getur verið lengri, allt að 43 dagar. Heimildir: Vísindavefurinn – Sigurður Sigurðarson og embætti landlæknis Gró miltisbrands geta lifað í jarðvegi í hundruð ára Hafðu samband við sölumann í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Nú bjóðum við MultiOne 6.3 SD vélar á enn betra verði en áður og með fleiri aukahluti innifalda. Um er að ræða frábærar fjölnotavélar með 1200 kg lyftigetu. Á MultiOne 6.3 SD situr stjórnandi í aftari hluta þessara lipru og sveigjanlegu véla. Vélarnar afhendast með skóflu, aukaballest að aftan og taðgreip. Ný sending af MultiOne 6.3 SD fjölnotavélum Oft veltir lítil vél þungu hlassi

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.