Bændablaðið - 13.12.2018, Page 47

Bændablaðið - 13.12.2018, Page 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 47 þess að þeir séu bæði hjálmskjóttir og skjóttir á hefðbundinn hátt. Mæður þeirra beggja bera erfðir fyrir slettuskjóttum lit, og feður þeirra eru hefðbundið skjóttir með slettuskjótt einkenni að auki. Ekkert foreldranna ber erfðir fyrir leirlitum. En ólíkt öðrum skjóttum hrossum bera þessir tveir alhvítu folar engan lit. Hvernig má það vera? Einfaldast er að hugsa sér þetta þannig að á fósturskeiði sé fylið í raun litlaust, en þegar fóstrið þroskast myndast á því litflekkir, þessir litflekkir eru margir. Þeir stækka, tengjast og leggjast hver yfir annan með vaxandi þroska fóstursins, þannig að lokaútkoman verður einlitt folald. Þannig fær folald lit sinn. Hvítu mynstrin verða þannig til að suma af þessum litflekkjum vantar og þeir þroskast ekki hjá fóstrinu. Ef hross er sokkótt, þá urðu litarflekkirnir sem hefðu gefið löppunum lit ekki til. Ef hross er blesótt, þá vantar litarflekkinn sem hefði gefið lit framan á hausinn o.s.frv. Þannig getum við séð viss mynstur í því hvernig skjóttu litirnir verða til. Hjá hjálmskjóttu hrossi sem er mikið hvítt þroskuðust ekki litflekkir á fótum, kvið, síðum og haus. Höttótt hross (mikið hvítt hefðbundið skjótt) þroskaði ekki litflekki hér og þar á búknum en gerði það hins vegar á hausnum. Í tilfellum Als og Lýsings hefur samspilið af þessum tveim litflekkjamynstrum orðið þannig á fósturþroskastiginu að engir litflekkir urðu til. Þeir þroskuðu aldrei lit og eru enn alhvítir. Sönnun erfðanna Lærdómsríkasta leiðin til að sanna, að erfðir folanna, Lýsings og Als séu svona blanda tveggja skjóttra mynstra, er að láta þá eignast afkvæmi. Alur er of ungur til þess að hafa eignast afkvæmi enn en Lýsingur er búinn að eignast tíu afkvæmi. Lýsingur eignaðist þessi tíu folöld nú í sumar er leið með átta einlitum og tveim skjóttum hryssum austur á Hæringsstöðum í Flóa. Í stuttu máli sagt bera öll folöldin hvít mynstur. Þrjú folaldanna bera einkenni þess að vera arfblendin slettuskjótt. Þau eru einlit á skrokkinn en með grófar blesur, eða stjörnur, leista og hafa ísblátt í augum. Hin sjö folöldin bera ýmislega mynstraðar blöndur af slettuskjóttu og hefðbundnu skjóttu. Öll folöldin tíu hafa fengið slettuskjóttar erfðir frá Lýsingi eins og vera ber þar sem er arfhreinn hjálmskjóttur. Þessi niðurstaða sem folöldin sýna kemur greinilega upp um erfðaeiginleika Lýsings hvað litmynstur varðar, þetta alhvíta ástand er sem sagt samsett úr hjálmskjóttu og höttóttu (hefðbundnu skjóttu). Fágæti og erfðaauður Mér vitanlega hefur ekki áður verið svona hestur í íslenska hrossastofninum sem hefur uppgötvast og komist á skrár og upplýst hefur verið hvernig á lit hans stendur. Ugglaust hefur samt fæðst svona hross áður. Lýsingur er búinn að sanna sínar litaerfðir. Alur er hins vegar ekki faðir ennþá, en hann er ógeltur og vonandi fær hann að sanna sig . Af foreldrum hans að dæma þá er hann sömuleiðis bæði hjálmskjóttur og höttóttur. Þessir tveir hestar sýna okkur ljóst að það eru möguleikar í litum í íslenska hrossastofninum sem ekki eru á allra vitorði og það eru flækjur í erfðunum. Mynsturmöguleikar eru fyrir hendi sem ekki eru auðséðir af því sem áður hefur verið ritað um íslensk hross og þeir eru ekki auðskráðir í litskráningakerfið í VF. Litirnir eru erfðaauður í stofninum. Erlendis er áhugi á fágætum litum á folöldum hér heima. Slík folöld hafa tilhneigingu til að hverfa úr landi svo þau verða ekki að liði í ræktun hér heima á Íslandi. Það má öllum vera ljóst að það er markaður fyrir hendi fyrir hross í fágætum litum og sjaldséðum litasamsetningum. Við þurfum hins vegar að vanda betur þessa litaræktun og verðleggja hana mun hærra en gert hefur verið, sinna þessum markaði og efla um leið afrakstur ræktunarinnar hér heima, skjóta fleiri stoðum undir starfsemina í hrossageiranum. Páll Imsland Freyja Imsland – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 7 0 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Ætt Lýsings frá Reykjavík Lýsingur frá Reykjavík, f. 2015, alhvítur (líklegast rauður að grunnlit) F: Lykill frá Skjólbrekku, 2009, rauðskjóttur hringeygur FF: Baugur frá Víðinesi, 2001, rauðskjóttur hringeygur FFF: Hróður frá Refsstöðum, 1995, rauðblesóttur sokkóttur FFM: Gáta frá Hofi, 1984, rauðskjótt FM: Ófeig frá Skjólbrekku, 1992, móbrún FMF: Eilífur frá Sveinatungu, 1977, leirljós FMM: Sokka frá Kárastöðum 1978, brúnsokkótt M: Draumadís frá Melum, 1998, dökkjörp glámblesótt leistótt hringeyg MF: Glitfaxi frá Kílhrauni, 1995, jarpvindóttur MFF: Mjölnir frá Sandhólaferju, 1981, rauðjarpur MFM: Dögg frá Kílhrauni, 1987, jarpvindótt MM: Bógadýr frá Grundarfirði, 1981 jarpskjótt MMF: Brúnblesi frá Hoftúnum, 1975, brúnblesóttur MMM: Indíra frá Hnjúki, 1969, jarpskjótt Ætt Als frá Ártúnum Alur frá Ártúnum, f. 2017, alhvítur (grunnlitur óþekktur, líklegast brúnn, móálóttur, móvindóttur eða móálóttur vindóttur) F: Óður frá Ártúnum, 2010, brúnhöttóttur tvístjörnóttur hringeygur með svart í tagli FF: Óðinn frá Eystra-Fróðholti, 2004, jarpur FFF: Sær frá Bakkakoti, 1997, móálóttur FFM: Særós frá Bakkakoti, 1992, jörp FM: Hetta frá Ártúnum, 2002, brúnskjótt höttótt hamarblesótt syrjótt með svart í tagli og ægishjálm FMF: Skrúður frá Framnesi, 1993, brúnskjóttur FMM: Gína frá Ártúnum, 1996, fagurjörp M: Kolka frá Ártúnum, 2012, ljósmóálótt vindótt blesótt MF: Landi frá Skarði, 2002, ljósmóálóttur MFF: Vígar frá Skarði, 1997, móálóttur MFM: Skessa frá Svínafelli, 1996, fífilbleik litförótt stjörnótt MM: Glyrna frá Ártúnum, 2007, móvindótt hringeyg MMF: Rúmur frá Forsæti, 2003, móvindóttur skjóttur MMM: Gjöf frá Ártúnum, 2003, brún Lýsingur í stóðinu sínu sumarið 2017. Nokkrir afkomenda Lýsings. Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími 552-2002 ÓDÝR Gleraugu með glampa- og rispuvörn Verð 19.900 kr Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 5.0 með cyl. til 2,0.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.