Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201848
Hugmyndin um
sjálfstýrandi og ekils-
laus an traktor kom
fyrst fram skömmu
fyrir miðja síðustu
öld og því ekki ný af
nálinni. Ekkert varð
úr framleiðslu slíkra
véla á þeim tíma enda
tæknin ekki til staðar.
Hugmyndin lifði og
undanfarin ár hafa
orðið miklar framfarir
í framleiðslu slíkra dráttar véla.
Það getur verið þreytandi að
sitja á traktor allan daginn og
halda einbeitingunni við það
sem verið er að gera, ekki síst
þegar verkið er tilbreytingarlaust
og tímafrekt. Erlendis
þar sem akrar eru stórir
getur tekið marga
sólarhringa að plægja,
sá og uppskera einn og
sama akurinn vegna
stærðar hans. Tækin
sem eru notuð eru því
gríðarlega stór og oft
mörg saman í halarófu
til að flýta verkinu sem
mest.
Sjálfur minnist ég
þess að hafa dreymt
um sjálfstýrandi og ekilslausa
dráttarvél þegar ég var að slá á
gömlum Massey Harris Ferguson
með slátturgreiðu og síðar á Zetor
með PZ slátturþyrlu í sveitinni hjá
afa og ömmu. Oft fannst mér verkið
tímafrekt og þar sem ekki var hægt
að lesa vísindaskáldsögur við
sláttinn leyfði ég mér að dreyma
um dráttarvélar framtíðarinnar.
Dráttarvélar sem mundu
slá sjálfar meðan ég sæti
uppi á hól í sólinni og
fílaði náttúruna.
Forritun og skynjarar
Undanfarin ár hafa orðið
gríðarlegar framfarir
í þróun ekillausra
dráttarvéla enda
sjálfstýringartækninni
fleygt fram. Í dag
er hægt að forrita
dráttarvélarnar til að fara yfir
ákveðin svæði og vinna ákveðin
verk á ákveðnum tíma. Skynjarar
koma í veg fyrir að traktorarnir
keyri á hluti, menn og dýr sem
verða á vegi þeirra. Hvað þá að
þeir keyri á girðingar eða út í skurð
eða móa.
Í dag eru unnið
að þróun dráttarvéla
sem eru það sem er
kallað hálfsjálfvirkar
eða fullkomlega
sjálfvirkar. Hálf-
sjálfvirku dráttar-
vélarnar þurfa, eins
og nafnið gefur til
kynna, meira eftirlit
en þær alsjálfvirku
og eru hugsaðar fyrir
minni býli. Einnig er
í þróun tækni sem er þannig að
ekill stjórnar fremstu vélinni í
púlíunni en tækin sem á eftir koma
eru hálfsjálfvirk og fylgja þeirri
fremstu.
Dregin af vindu
Hugmyndin um ekilslausa dráttarvél
kom fyrst fram árið 1940 þegar
uppfinningamaðurinn Frank W.
Andrew gerði tilraun til að búa til eina
slíka. Andrew sá fyrir sér dráttarvél
eða dráttarplóg sem tengdur væri
við vindu handan við akurinn sem
átti að vinna og átti vindan að draga
ekilslausa dráttarvélina
eða plóginn yfir akurinn
sem væri plægður um
leið.
Bifreiða- og dráttar-
véla framleiðandinn
Ford gerði einnig tilraun
til að hanna ekilslausa
dráttarvél. Traktorinn
fékk vinnuheitið
Sniffer en fór aldrei í
framleiðslu. /VH
UTAN ÚR HEIMI
Ekilslaus dráttarvél
Technion Israel Institute of Technology og Ben Gurion-háskóli:
Ný uppgötvun í vetnistækni sögð
geta umbylt bílaiðnaðinum
Tvær stofnanir í Ísrael hafa nú
tekið upp samvinnu við að finna
betri lausn á notkun vetnis sem
orkugjafa í ökutæki en hingað til
hefur verið mögulegt. Er sú lausn
talin muni verða lykillinn að því að
maðurinn verði ekki lengur háður
notkun jarðefnaeldsneytis.
Samkvæmt því sem fram kemur
á vefsíðu EdgyLabs þá eru ísraelsku
stofnanirnar sem koma að þessu
verkefni Technion Israel Institute
of Technology og Ben Gurion-
háskóli í Negev (BGU). Hafa þessar
stofnanir nú tekið saman höndum
um tækninýjung sem vísindamenn
þar á bæ telja að muni valda
straumhvörfum í nýtingu á vetni.
Hafa þeir þegar birt fræðigrein um
málið í Nature Communication
sem ber heitið „Two-site H2O2
photo-oxidation on haematite
photoanodes“ (https://www.nature.
com/articles/s41467-018-06141-0).
Ólíkt fyrri aðferðum við að
umbreyta vetni í raforku í gegnum
efnarafal, þá byggir þessi á að nýta
sólarljósið og að nýta aðra efnafræði
til að framkalla skilvirkari aðferð
við efnahvarf vetnisins. Fyrri aðferð
við að umbreyta vetni í raforku er
svonefnd Exeter aðferð sem styðst
við notkun á „lanthanum iron
oxide“ upplausn í efnarafalinn en
ísraelsku stofnanirnar segjast nota
„heildrænni“ eða víðtækari nálgun.
Þeirra hugmynd er að líkja meira
eftir þeim efnahvörfum sem verða
í sólorkustöðvum. Telja þeir sig
þannig vera að taka í gagnið þann
týnda hlekk sem vantar til að
framleiða raforku með skilvirkum
hætti úr sólarljósinu. Þannig verði til
náttúrulegri aðferð við að framleiða
raforkuna sem er öfugt við fyrri
manngerðar lausnir sem mjög eru
háðar notkun á málmum.
Kljúfa vatn með nýrri aðferð
Til að finna lausnina byrjuðu
vísindamennirnir alveg frá grunni við
að kljúfa vatn í vetni og súrefni. Við
slíka klofnun verða til tvo vetnisatóm
á móti hverju einu súrefnisatómi.
Vísindamennirnir skoðuðu þá hvað
gerðist ef tvö vetnisatóm og tvo
súrefnisatóm væri látin oxíderast
með ljós-efnafræðilegu inngripi
(photo-chemical). Þannig sneru
vísindamennirnir tækninni til að
framleiða vetni á haus. Reyndar
hefur lengi verið talað um að ef
hægt væri að finna ódýra leið til að
framleiða vetni með „photovoltic“
efnahvörfum þá yrði losun
koltvísýrings (CO2) ekki lengur
vandamál.
Sagður stór vinningur fyrir
bílaframleiðendur
Að kljúfa vatn með Photoelectro-
chemical (PEC) aðferð er frábær
lausn til að framleiða vetni að mati
vísindamannanna. Telja þeir að þetta
geti orðið stóri vinningurinn fyrir
bílaframleiðendur.
Kostur vetnisknúinna bíla
er að frá þeim stafar engin
koltvísýringsmengun, aðeins vatn.
Þeir standast allar ströngustu
kröfur sem t.d. Kaliforníuríki gerir
til ökutækja og það er fljótlegt að
setja á þá eldsneytið, ólíkt hleðslu
á rafbílum.
Toyota veðjar enn á vetnið
Bílaframleiðandinn Toyota hefur
haldið fast við þá hugmyndafræði
að vetnisknúnir bílar séu
framtíðarlausnin. Hafa þeir þar
m.a. boðið upp á Toyota Mirai
vetnisbílinn. Á síðasta ári tilkynnti
Toyota að fyrirtækið hygðist koma
upp algjörlega endurnýjanlegri
verksmiðju sem byggði á notkun
vetnis. Þá hefur olíurisinn Shell
gengið til liðs við Toyota í þessu
verkefni ásamt fjármagni frá
Kaliforníuríki.
Hægt er að vinna vetni á ýmsan
hátt úr vatni, plöntum, skít og
t.d. metangasi sem stígur upp úr
ruslahaugum. Um þetta má meðal
annars fræðast á heimasíðu Toyota
um Mirai bílinn. /HKr.
Kakóframleiðsla í Afríku:
Skógar felldir í þjóðgörðum
Þrátt fyrir undirskrift samninga
og stór orð um verndun skóga
í Gana og Fílabeinsströndinni
í Vestur-Afríku halda
framleiðendur kakós áfram að
fella skóga og fara þannig á bak
orða sinni um verndun skóga.
Áætluð ólögleg skógareyðing
vegna kakóræktunar í suðvesturhluta
Fílabeinsstrandarinnar einni
það sem af er þessu ári er talin
vera tæpir 14 þúsund hektarar,
sem er jafngildi um 15 þúsund
knattspyrnuvalla.
Stór súkkulaðiframleiðslu-
fyrirtæki og stjórnvöld í Gana og
Fílabeinsströndinni halda áfram að
styðja við framleiðslu kakóbauna
og um leið styðja við ólöglega
skógareyðingu þrátt fyrir undirskrift
alþjóðasamninga um friðun skóga.
Fyrirtækin sem ásökuð eru um að
kaupa kakóbaunir frá Gana og
Fílabeinsströndinni sem ræktaðar
eru á landi í þjóðgörðum þar sem
skógar hafa verið felldir ólöglega
eru meðal annarra Mars, Nestlé
og Monndelez, sem allt eru stórir
framleiðendur súkkulaðis.
Gervihnattamyndir sýna að
margar nýjar og stórar skógarlendur
í löndunum tveimur hafa á liðnum
árum verið felldar og teknar undir
kakórækt.
Verst er ástandið sagt vera á
Fílabeinsströndinni og talið að
landið hafi misst allt að 90% af
skóglendi sínu frá 1960.
Kakórækt í löndunum tveimur
er aðallega stunduð af smábændum
sem hvattir eru til að halda
ræktuninni áfram af milliliðum.
Bændunum er sagt að þeir geti
ræktað baunirnar hvar sem er án
hættu á lögsókn. Bændurnir, sem
eru fátækir, fá lágar greiðslur frá
milliliðunum sem selja baunirnar
svo til fulltrúa vestrænna
súkkulaðifyrirtækja sem selja
baunirnar með mörg hundruð- eða
þúsundföldum hagnaði.
Auk þess sem verið er að fella
skóga er gengið á búsvæði margra
dýrategunda með ræktuninni. /VH
Ólögleg skógareyðing í Gana vegna kakóræktunar.