Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201850 Kryddið og litarefnið saffran er unnið úr haustblómstrandi krókus. Plantan telst seint til helstu nytjaplantna heims en saga hennar er áhugaverð. Saffran er dýrasta krydd í heimi. Áætluð heimsframleiðsla á saffran árið 2017 til 2018 er um 450 tonn en talið að uppskeran verði um 500 tonn 2019. Íran er langstærsti framleiðandi saffran í heiminum með yfir 90% markaðshlutdeild. Aðrir framleiðendur eru Spánn, Indland, Grikkland, Aserbaídsjan, Marokkó, Ítalía og Bandaríki Norður-Ameríku. Eins og gefur auga leið flytur Íran út mest af saffran en þar langt á eftir í magni koma Spánn, Indland og Grikkland. Stærstu innflytjendur saffran í heiminum eru Spánn, Frakkland, Ítalía, Bandaríkin Norður-Ameríka og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Danmörk er í þrítugasta og áttunda sæti þegar kemur að innflutningi á saffran en Ísland er í áttugasta og áttunda af þeim 166 löndum í heiminum sem flytja inn mest saffran. Talið er að saffran sé ræktað á tæplega 100 þúsund hekturum lands í heiminum. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn 807 kíló af saffran til Íslands árið 2017. Mestur var innflutningurinn frá Spáni, 434 kíló, Danmörku, 175 kíló og 71 kíló frá Bandaríkjum Norður- Ameríku og Þýskalandi. Sé það rétt að flutt séu til landsins 807 kíló af saffran á ári er það um 0,18% af heimsframleiðslunni og mikið magn miðað við að saffran er dýrasta krydd í heimi. Reyndar er hægt að fá saffran í mörgum gæðaflokkum og lækkar verðið eftir því sem gæðin eru lakari. Selt sem saffran Planta sem kallast safflúr, litunar- þistill eða litunarkollur á íslensku en Carthamus tinctorius á latínu hefur lengi verið notuð og seld sem saffranlíki. Plantan er einkum ræktuð vegna fræjanna sem olía með gullnum litblæ er unnin úr. Úr blómunum er unnið rauðgult litarefni sem notað er til að lita vefnað og matvæli í staðinn fyrir saffran. Líklega væri best að kalla þessa plöntu seltsemsaffran á íslensku. Einnig er þekkt að þurrkuðum krónublöðum morgunfrúar sé blandað við saffran til að drýgja það. Ættkvíslun Crocus Um níutíu tegundir laukjurta tilheyra ættkvíslinni Crocus. Uppruni þeirra er við Miðjarðarhafið um Mið- Asíu til Kína. Krókusar eins og við þekkjum þá blómgast snemma á vorin en einnig eru til tegundir sem blómstra á sumrin og á haustin. Krókusinn sem saffran er unnið úr er haustblómstrandi. Crocus sativum, eins og saffrankrókusinn kallast á latínu, er talinn ræktunarafbrigði C. cartwrightianus og finnst ekki villtur í náttúrunni nema sem slæðingur frá ræktun. Saffrankrókus Laukur saffrankrókussins er um þrír sentímetrar í þvermál, eilítið flatur að neðan, og tveir til tveir og hálfur sentímetrar á hæð. Laukurinn er ljósbrúnn að lit og ystalagi þurrt og örlítið skrælnað. Upp af lauknum vex einn, stundum tveir, 10 til 30 sentímetra hár blómstöngull. Blöðin fimm til ellefu, dökkgræn, mjólensulaga og 15 til 25 sentímetra að lengd. Blómin ilmandi, með sex krónublöðum sem yfirleitt eru lillablá. Frævur gular en fræflarnir, yfirleitt þrír, appelsínugulir eða rauðir. Fræbelgir aflangir og hærðir, tveir til þrír sentímetrar að lengd. Fræin óreglulega hnöttótt, þrír til fjórir millimetrar í þvermál. Myndar sjaldan fræ því mörg yrki eru geld. Ólík yrki Líkt og með allar plöntur sem hafa HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.