Bændablaðið - 13.12.2018, Side 58

Bændablaðið - 13.12.2018, Side 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201858 Gunnar Sæmundsson sauðfjár- bóndi í Hrútatungu er forystu- maður í sinni sveit og sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands. Í ævisögu Gunnars er sagt frá uppvaxtarárum Gunnars og farsælum ferli hans í þágu bænda, auk þess sem fjallað er um mannlíf og náttúru í Hrútafirði. Í eftirfarandi texta í bókinni er gripið niður þar sem fjallað er um setu Gunnars í stjórn Búnaðarfélags Íslands: „Það reyndist mér afar lærdómsríkt að sitja í stjórn Búnaðarfélagsins. Ég fann til vanmáttarkenndar þar sem ég hafði enga búnaðarmenntun og einsetti mér að fara varlega fyrst í stað, hafði skoðanir á málum en reyndi að vanda mig. Ég fann líka fyrir því að Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri leit niður á mig í fyrstu. Það tókst aftur fljótlega góður kunningsskapur milli okkar Egils Jónssonar. Hann hringdi mikið til mín. Þessi kunningsskapur entist meðan báðir lifðu. Það þróaðist síðan svo að Jón Helgason fór að hafa meira samband við mig og vinskapur okkar jókst jafnt og þétt. Við áttum gott samstarf meðan við sátum saman í stjórn Búnaðarfélagsins. Ég áttaði mig á því hvílíkur mannkostamaður hann var. Hann var fastur fyrir, dugnaðarforkur og feikilega drjúgur að koma málum sínum fram. Jónas Jónsson hafði verið meira en búnaðarmálastjóri síðustu fjögur árin á undan vegna þess að Hjörtur á Tjörn gekk ekki heill til skógar og var ekki verulega virkur formaður, með fullri virðingu fyrir honum. Því var Jónas allt í öllu. Þarna breyttist þetta. Jónas áttaði sig á því að Jón Helgason væri áhrifamikill stjórnandi. Það bar eitt sinn til, snemma á fyrsta starfsárinu, að upp kom mál sem Jónasi líkaði stórilla en Jón fylgdi. Jónas reiddist heiftarlega, rauk upp og tilkynnti að hann segði af sér sem búnaðarmálastjóri og strunsaði út. Ég sat við borðsendann á móti Jóni og velti því fyrir mér hvernig þetta myndi fara. Hermann og Magnús sátu eins og dæmdir en Egill Jónsson brosti og sagði: „Gott að hann er farinn,“ Þeim Jónasi samdi aldrei. Jón Helgason haggaðist ekki í stólnum og hélt áfram fundi eins og ekkert hefði í skorist. Ég var alveg hissa en þagði. Hermann og Magnús sátu að mestu hljóðir. Það liðu svo u.þ.b. tíu mínútur. Þá opnuðust dyrnar, inn gekk Jónas með allt öðrum svip, baðst afsökunar á framkomu sinni og dró öll sín ummæli til baka. Enginn sagði neitt. Jónas sá að hann hafði hlaupið á sig og var tilbúinn að koma til baka. Ég kynntist honum vel þegar fram í sótti. Vissulega var hann nokkuð fljótur að skipta skapi en það fór fljótt úr honum aftur. Mannlegu kostirnir voru miklir. Um Jónas vil ég segja að ég held að það séu fáir menn á seinni árum sem hafa staðið jafn fast á málstað íslensks landbúnaðar og hann. Og hann var gegnheill í því. Ég tel að ekki hafi allir áttað sig á þessu. Ég held líka að ritstörf Jónasar muni halda nafni hans lengi á lofti. Þessi fundur varð mikill tímamótafundur. Ég held að við höfum allir virt Jón Helgason miklu meira eftir þetta. Stjórnarsamstarfið varð í heild sinni gott og margt breyttist. Stéttarsambandið hafði verið ráðandi í félags- og kjaramálum bænda. Búnaðarfélagið var talið vera á niðurleið. Nú var kominn nýr formaður og ný stjórn, stjórn sem fór að hafa skoðun á öllum málum er vörðuðu landbúnað. Ákveðið var að fara í hringferð um landið og halda fundi með stjórnum og starfsmönnum búnaðarsambandanna heima í héraði. Þeir sem fóru allan hringinn voru Jón Helgason, Jónas Jónsson, Magnús á Gilsbakka og ég. Stefán Skaftason, ráðunautur á Húsavík, var með okkur megnið af leiðinni og fjallaði um ný atvinnutækifæri í sveitum á fundunum. Útgefandi er Sæmundur. MENNING&BÆKUR Jarðvegur er hvarvetna ein af undirstöðum búsetu en oft hefur jarðvegur landa eða landsvæða mikla sérstöðu og það á til dæmis við um Ísland. Bókin Jarðvegur, myndun vist og nýting er í senn almennt fræðirit um íslenskan jarðveg þar sem leitast er við að vitna í nær allar heimildir þar sem fjallað hefur verið um íslenskan jarðveg á seinustu áratugum og um leið grundvallarrit til kennslu í jarðvegsfræði á háskólastigi. Höfundur bókarinnar er Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfærði frá háskólanum í Aberdeen, og var kennari og síðan prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hafði áður starfað við háskólann í Freiburg og tækniháskólann í Berlín í Þýskalandi. Þorsteinn er ritstjóri Icelandic Agricultural Sciences. Í bókinni er í meginatriðum fjallað um jarðvegsmyndun og tengsl við umhverfið, eðliseiginleika jarðvegs, næringarefni, ræktun og landnýtingu. Auk þess sem fjallað er um álag á jarðveg, flokkun hans, bæði innlenda og alþjóðlega og mat á jarðvegi og landi. Bókin er bæði handhægt og aðgengilegt uppsláttarrit fyrir þá sem koma að ákvörðunartöku um skipulag og nýtingu lands og fyrir alla sem hafa áhuga á náttúru Íslands. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Aðdragandi og tilgangur bókar Þorsteinn segir að allt frá því hann hóf kennslu í jarðvegsfræði við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri hafi hann hugsað sér að koma saman efni saman um jarðveg sem hentaði háskólastigi í faginu. „Ég fann reyndar strax að efni um jarðveg á íslensku væri nauðsynlegt og nemendur sóst í og óskað eftir íslensku kennsluefni. Í fyrstu tók ég saman fylgirit með fyrirlestrunum sem náði yfir hluta efnisins. Fljótlega varð mér ljóst að í raun væri nauðsynlegt að hafa bókina almennari þannig að hún næði einnig til þeirra sem vinna með jarðveg og nýtingu landsins og að vera með rit sem gæfi gott yfirlit yfir allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslenskum jarðvegi seinustu áratugina. Þetta hefur leitt til þess að ritun bókarinnar hefur tekið mörg ár.“ Sérstaða jarðvegs á Íslandi „Jarðvegur allss taðar í heiminum hefur einhverja sérstöðu og það sem ræður sérstöðunni eru þættir eins og úr hvaða bergi hann er myndaður, loftslag þar sem úrkoma og hiti skipta miklu máli, landslag, gróður og sá tími sem jarðvegurinn hefur haft til að myndast. Sérstaða jarðvega á Íslandi er fyrst og fremst að berggrunnurinn er að mestu basalt, gosefni, þar sem bæði fast berg og aska eru einkennandi. Þannig sker Ísland sig algjörlega frá nágrannalöndum og þó víðar væri leitað. Eldfjallaeyjar í Atlantshafi eru til dæmis Kanaríeyjar og Azoreyjar en þar er loftslag mun hlýrra og að hluta mjög þurrt og gróður allt annar. Oft er einfaldlega sagt að á Íslandi sé eldfjallajarðvegur en hann er ekki eða vart til í okkar nágrannalöndum.“ Hvar er jarðvegur? „Ég hygg að allir hafi einhverja hugmynd um hvað jarðvegur er og margir allgóða. Þó hygg ég að hugmyndir margra séu allyfirborðskenndar í orðsins fyllstu merkingu þar sem snerting okkar við jarðveg er einmitt yfirborð jarðar. Til að skerpa á hvað jarðvegur er og hvernig hann myndast er í fyrsta hluta bókarinnar f jal lað um jarðvegsmyndun, hvernig jarðvegur verður til og hvað er að gerast neðan yfirborðs í þessu efsta lagi jarðar sem plöntur og fjölbreytt líf þrífst í. Í öðrum hluta bókarinnar er fjallað um hæfileika jarðvegs til að geyma og miðla vatni, lofti og næringarefnum og það er það sem hefur mest áhrif á hvaða gróður þrífst í jarðveginum og hvað hægt er að rækta. Margir mundu tala um þetta sem frjósemi jarðvegsins og hvað þyrfti að gera til að viðhalda henni en einnig verðum við að vita hvað verður um næringarefni sem borin eru á. Enda hefur það ekki bara áhrif á ræktað land heldur á öll vistkerfi á landi. Í öðrum hluta er einnig komið að því hvernig jarðvegur hlýnar og kólnar sem fylgir lofthita en þó með seinkun, jarðvegurinn hlýnar seinna á vorin og kólnar hægar á haustin.“ Mat á jarðvegi Þorsteinn segir að í þriðja hlut bókarinnar taki hann saman nokkra eiginleika jarðvegs saman í einföldum töflum og leggi grunn að því til hvaða þátta þarf að taka við mat á jarðvegi og þegar meta skal land til hinna ýmsu hlutverka sem hann gegnir. „Þessi nálgun er hugsuð fyrir alla sem vinna með landið og þurfa að leggja mat á jarðveg. Í þessum hluta er einnig fjallað um framræslu og ræktun, álag á jarðveg, jarðvegsrof, þjöppun og skaðleg efni. Þekkingu á rofi hefur fleygt fram en lítið hefur verið fjallað um þjöppun og skaðleg efni en nauðsynlegt er að vera vel meðvitaður um og hafa viðmiðanir til að vinna með. Í lok bókarinnar er fjallað um mat á landi og flokkun eftir því til hvers megi nýta það til ræktunar eða annarra hluta,“ segir Þorsteinn. /VH Dr. Þorsteinn Guðmundsson. Jarðvegur, myndun vist og nýting: Jarðvegur í sinni fjölbreyttustu mynd Gunnar í Hrútatungu: Genginn ævivegur Gunnar Sæmundsson við snjómokstur á Holtavörðuheiði 1968.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.