Bændablaðið - 13.12.2018, Page 63

Bændablaðið - 13.12.2018, Page 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 63 Nice & Mónakó sp ör e hf . Vetur 1 Glæsileg ferð á frönsku rivíeruna eða Côte d‘Azur þar sem við njótum lífsins og tökum þátt í hátíðahöldum heimamanna á blómahátíð í Nice og upplifum ævintýralega sítrónuhátíð í Menton. Fetum í fótspor kvikmyndastjarna í Cannes og látum suðrænan blæ leika um okkur í furstadæminu Mónakó. 28. febrúar - 8. mars Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 238.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Finnbogi Hermannsson UNDIR HRAUNI Spennandi frásögn sem byggir á raunverulegum atburðum þegar tveir þýskir skipbrotsmenn flúðu undir breska hern- um upp í Hekluhraun og unnu þar í púlsvinnu fyrir Selsunds- bónda. Sagnaþulurinn Finnbogi fer á kostum. SNJÓKEÐJUR FRÁ Keðjur og keðjuefni frá Nordchain í Svíþjóð. Hér er um að ræða gæða vöru á samkeppnishæfu verði, ýmsar stærðir til. LÍF&STARF Myndir / Vignir Sigurðsson Eyjafjörður: Snjórinn ekki á sínum „vanalegu“ stöðum Töluvert fannfergi hefur verið á völdum stöðum í Eyjafirði undanfarnar tvær vikur, en gera má ráð í ljósi hlýinda í gær og dag að eitthvað láti undan. Sigurgeir Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðar sambands Eyjafjarðar, segir stöðu mála varðandi snjóinn fremur skondna. „Frammi í Svarfaðardal, þar sem oft er mesti snjórinn, er nánast autt en allt á kafi í snjó á Dalvík og næsta nágrenni. Sama er upp á teningnum í Hörgárdal, þar er svo gott sem autt fram í dal en mun meira snjómagn eftir því sem nær dregur sjónum,“ segir Sigurgeir. /MÞÞ ON hraðhleðsla á Flúðum liður í bættri þjónustu við ferðamenn Það ríkti mikil tilhlökkun síðastliðinn föstudag þegar þau Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu. Hlaðan stendur við Icelandair hótelið og blasir við um leið og komið er inn í bæinn. Það eru hjónin Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir sem eiga og reka hótelið og hafa gert síðan 2001. „Við lítum fyrst og fremst á ON-hlöðuna sem bætta þjónustu við ferðamenn sem heimsækja svæðið, jú og auðvitað við íbúa hér í hreppnum og nærsveitum,“ segir Guðmundur. „Hlaðan á Flúðum er búin hraðhleðslum af tvennum toga og hefðbundinni hleðslu. Hrunamannahreppur leggur mikla áherslu á eflingu umhverfismála og einn liður í þeirri vegferð er að ferðafólk eigi nú betur með að ferðast á vistvænum bílum um svæðið sem er í takti við sýn heimamanna,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Hér er margt að skoða og gríðarlega stór hluti ferðamanna á leið hér um. Það er sjálfsagt mál og ekki síst samfélagsleg ábyrgð okkar að bjóða upp á öfluga hleðslu fyrir þá sem huga að umhverfinu,“ segir Margrét. Hlaðan á Flúðum er sú 47. í röðinni, en eitt af markmiðum Orku náttúrunnar er að rafbílaeigendur geti ekið áhyggjulausir um landið, vitandi hvar næstu ON hlöðu er að finna. opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum Myndir / Guðjón Hugberg

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.