Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 63

Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 63 Nice & Mónakó sp ör e hf . Vetur 1 Glæsileg ferð á frönsku rivíeruna eða Côte d‘Azur þar sem við njótum lífsins og tökum þátt í hátíðahöldum heimamanna á blómahátíð í Nice og upplifum ævintýralega sítrónuhátíð í Menton. Fetum í fótspor kvikmyndastjarna í Cannes og látum suðrænan blæ leika um okkur í furstadæminu Mónakó. 28. febrúar - 8. mars Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 238.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Finnbogi Hermannsson UNDIR HRAUNI Spennandi frásögn sem byggir á raunverulegum atburðum þegar tveir þýskir skipbrotsmenn flúðu undir breska hern- um upp í Hekluhraun og unnu þar í púlsvinnu fyrir Selsunds- bónda. Sagnaþulurinn Finnbogi fer á kostum. SNJÓKEÐJUR FRÁ Keðjur og keðjuefni frá Nordchain í Svíþjóð. Hér er um að ræða gæða vöru á samkeppnishæfu verði, ýmsar stærðir til. LÍF&STARF Myndir / Vignir Sigurðsson Eyjafjörður: Snjórinn ekki á sínum „vanalegu“ stöðum Töluvert fannfergi hefur verið á völdum stöðum í Eyjafirði undanfarnar tvær vikur, en gera má ráð í ljósi hlýinda í gær og dag að eitthvað láti undan. Sigurgeir Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðar sambands Eyjafjarðar, segir stöðu mála varðandi snjóinn fremur skondna. „Frammi í Svarfaðardal, þar sem oft er mesti snjórinn, er nánast autt en allt á kafi í snjó á Dalvík og næsta nágrenni. Sama er upp á teningnum í Hörgárdal, þar er svo gott sem autt fram í dal en mun meira snjómagn eftir því sem nær dregur sjónum,“ segir Sigurgeir. /MÞÞ ON hraðhleðsla á Flúðum liður í bættri þjónustu við ferðamenn Það ríkti mikil tilhlökkun síðastliðinn föstudag þegar þau Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu. Hlaðan stendur við Icelandair hótelið og blasir við um leið og komið er inn í bæinn. Það eru hjónin Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir sem eiga og reka hótelið og hafa gert síðan 2001. „Við lítum fyrst og fremst á ON-hlöðuna sem bætta þjónustu við ferðamenn sem heimsækja svæðið, jú og auðvitað við íbúa hér í hreppnum og nærsveitum,“ segir Guðmundur. „Hlaðan á Flúðum er búin hraðhleðslum af tvennum toga og hefðbundinni hleðslu. Hrunamannahreppur leggur mikla áherslu á eflingu umhverfismála og einn liður í þeirri vegferð er að ferðafólk eigi nú betur með að ferðast á vistvænum bílum um svæðið sem er í takti við sýn heimamanna,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Hér er margt að skoða og gríðarlega stór hluti ferðamanna á leið hér um. Það er sjálfsagt mál og ekki síst samfélagsleg ábyrgð okkar að bjóða upp á öfluga hleðslu fyrir þá sem huga að umhverfinu,“ segir Margrét. Hlaðan á Flúðum er sú 47. í röðinni, en eitt af markmiðum Orku náttúrunnar er að rafbílaeigendur geti ekið áhyggjulausir um landið, vitandi hvar næstu ON hlöðu er að finna. opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum Myndir / Guðjón Hugberg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.