Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 68

Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 68
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201868 Stór hluti Íslands er rofið land. Víðerni landsins eru verðmæti og um þau þarf að standa vörð eins og önnur náttúruverðmæti. Engum blöðum er um það að fletta að hingað sækir fólk hvaðanæva að úr heiminum til að njóta náttúrunnar og ekki síst víðlendra svæða þar sem lítið eða ekkert sést af mannvirkjum. Gjarnan gleymist þó að eitt sinn var Ísland miklu betur gróið en nú er. Þá voru víðernin græn. Nú eru þau víða svört. Spyrja má sig að því hvort svarti liturinn hafi það aðdráttarafl sem helst laðar til landsins ferðafólk í milljónatali. Sækja ferðamenn síður í þau svæði þar sem land hefur verið grætt upp með lággróðri, kjarri eða skógum? Binding gróðurhúsalofttegunda Þótt ítarlegri rannsóknir skorti benda mælingar á öndun að og frá þurrlendisvistkerfum til þess að frá rýru og rofnu landi á Íslandi losni mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þar er gamall jarðvegur að rotna, jarðvegurinn sem fóstraði gróðurinn á þessum svæðum meðan þau voru græn. Með því að græða slík svæði upp má ekki aðeins draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, heldur snúa losun landsvæðanna yfir í bindingu. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki taka þegar þátt í uppgræðslu- og skógræktarverkefnum og nýta þá leið til kolefnisjöfnunar. Fræða þarf ferðamenn um hvernig gróðurþekja og jarðvegur landsins hefur eyðst frá landnámi. Það er mikilvægt svo þeir skilji betur hversu nauðsynlegt er að græða upp land og rækta skóg, ekki aðeins til kolefnisjöfnunar heldur til að byggja upp jarðveg og gróður og breiða skóglendi út á ný. Skógareyðing er eitt alvarlegasta umhverfisvandamál heims Uppgræðsla auðna og rofsvæða á Íslandi er nauðsynlegt og verðugt framlag landsins til sameiginlegrar baráttu jarðarbúa gegn loftslagsbreytingum. Skógareyðing er eitt alvarlegasta umhverfisvandamál heims. Þar eiga Íslendingar sína sök. En fyrir þá sök má bæta, meðal annars með því að örva útbreiðslu birkis og víðis á víðernum landsins. Það yrðu dásamleg víðerni. Dimmuborgir og Skaftafell eru góð dæmi um vinsæla ferðamannastaði þar sem snúið hefur verið við jarðvegs- og skógareyðingu. Þessir staðir eru meðal vinsælustu ferðamannastaða á landinu. Það sama má segja um Þórsmörk. Nú styttist í að unnið hafi verið að beitarfriðun og uppgræðslu á Þórsmerkursvæðinu í heila öld. Þegar það starf hófst um 1920 blasti við að Þórsmörk og nærliggjandi afréttir yrðu að eyðimörk. Þeirri þróun var snúið við og nú er Þórsmörk orðin græn á ný. Aðdráttarafl hennar verður því meira sem hún verður grænni. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð. Þá eldri tók Einar Þór Guðjohnsen árið 1953 og þá yngri Hreinn Óskarsson í sumar sem leið. Með framlögum til uppgræðslu og skógræktar getur ferðaþjónustan gert margt í einu, bundið kolefnið sem losnar vegna starfseminnar, endurheimt horfin vistkerfi og aukið vitund ferðamanna fyrir umhverfisvernd. Því meira aðdráttarafl sem landið er grænna. Pétur Halldórsson kynningarstjóri Skógræktarinnar Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Valahnúkur í Þórsmörk í maí 1953. Mynd / Einar Þór Guðjohnsen Valahnúkur í Þórsmörk sumarið 2018. Mynd / Hreinn Óskarsson Hreinn Óskarsson. Pétur Halldórsson. Verkefnið „Bjarnarfoss í Staðarsveit – aðgengi fyrir alla allt árið“ hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2018 sem voru afhent á dögunum. Verkið var unnið á árunum 2015–2016 og er gott dæmi um hvernig heimafólk og sveitarfélag, með liðsinni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, hafa unnið faglega að uppbyggingu áningarstaðar þar sem allir geta notið fallegrar náttúru. Staðurinn er nú aðgengilegur allt árið. Bjarnarfoss er tignarlegur foss sem fellur fram af hamrabrúninni upp af Búðum á Snæfellsnesi. Fossinn, ásamt stuðla- bergshömrum beggja vegna og gróskumiklum brekkum neðan þeirra, er á náttúruverndarskrá Vesturlands. Fossinn blasir við vegfarendum sem fara um þjóðveginn á sunnanverðu Snæfellsnesi og því ekki að undra að hann hafi dregið til sín ferðafólk í auknum mæli. Snæfellsbær sótti um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og fékk 10 milljóna króna styrk til að gera göngustíg, göngubrú, áningarstað, bílastæði og skilti. Áður hafði sveitarfélagið fengið tæpa hálfa milljón til hönnunarvinnu. Markmið styrkveitinganna var að vernda viðkvæma náttúru og bæta aðgengi ferðamanna að fossinum. Göngustígurinn er lagður þannig að hann liðast eftir landinu. Notast var við svokallaðar eco- grindur sem eru lagðar í yfirborð stígsins og þær síðan fylltar með ofaníburði, þannig að auðveldara væri að fara um stíginn t.d. á hjólastól eða með barnakerru. Göngubrúin yfir gilið neðan við fossinn er gerð úr viðardrumbum og fellur vel inn í landslagið. Áningarstaðirnir eru síðan teknir út úr stígnum eftir legu landsins en þeir eru lagðir með náttúruhellum. Þar er einnig að finna áningarborð. Gott bílastæði er við upphaf stígsins og gamla brúin við veginn var endurgerð samkvæmt upprunalegum teikningum frá árinu 1949. /MHH Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, og Margrét Björk Björnsdóttir veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd Snæfellsbæjar og eru hér með Skarphéðni Berg Steinarssyni ferðamálastjóra. Mynd / Snæfellsbær „Bjarnarfoss í Staðarsveit – aðgengi fyrir alla allt árið“ hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2018
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.