Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 71

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 71
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 71 Stórtæk lárperu- og mangóframleiðsla Í ferðinni var farið í heimsókn í mörg samyrkjubú sem voru í allskonar landbúnaðarframleiðslu en flest þeirra hafa nokkuð fjölbreytta framleiðslu til þess að bæði nýta landið vel, sem og að dreifa áhættunni sem fylgir því að framleiða matvæli sem eru seld á heimsmarkaði. Ísrael er nefninlega nokkuð öflugt í útflutningi á ákveðnum vörum og sérstaklega sterkt í framleiðslu á lárperum og mangó. Þegar búin voru heimsótt var búið að uppskera báðar þessar tegundir en hópurinn fékk þó fína kynningu um þessa framandi framleiðslu, sem og að sjá þétta akrana með þessum ávaxtatrjám. Bæði lárperur og mangó eru tíndar á haustin og fer mest af framleiðslunni til útflutnings. Mangó ávöxturinn er aðallega seldur í Englandi, Frakklandi og Hollandi en lárperurnar fara bæði til marga landa í Evrópu sem og til Asíu. Að sögn heimamanna þá skilar þessi framleiðsla ágætum tekjum en vandinn er þó sá að þegar trjánum er plantað er alls óvíst hver eftirspurnin verður eftir um áratug, þegar framleiðslan er orðin mest af trénu. Það er vegna þess að ótal mismunandi afbrigði eru til bæði af lárperutrjám og mangótrjám og sögðu þeir að eftirspurnin eftir mismunandi afbrigðum sveiflaðist mikið á milli landa og neytendahópa bæði hvað varðar lit ávaxtarins, stærð og bragðgæði. Þá virtist sem ákveðnir „tískustraumar“ valdi því að ólík afbrigði ná allt í einu hylli neytenda en önnur afbrigði falla í ónáð. Bóndinn sem plantar trénu þarf því að vera afar framsýnn þegar afbrigðið er valið – nú eða heppinn. Vökva akra með sjó Eins og hér að framan greinir þá byggir árangurinn fyrst og fremst á því hvernig þekkingin er nýtt til framleiðslu og allur landbúnaður á þessu svæði á það sameiginlegt að búa við afar erfið ytri skilyrði vegna mikilla hita og lítillar úrkomu. Bændurnir hafa með nýtingu nútíma tækni og mikillar þekkingar náð að aðlaga framleiðsluna að erfiðum ytri aðstæðum og var sérstaklega áhugavert að kynnast því hvernig þeir ná að framleiða bæði mjólk og ávexti við þessar aðstæður. Lykillinn er vandasöm nýting á vatni, en flest búin nýta sér vatn úr Galilea vatninu, einnig með endurvinnslu á vatni frá skólpi, og með því að nýta það regnvatn sem fellur til. Þá er einnig ört vaxandi nýting á ferskvatni sem unnið er úr sjó en ferskvatnsframleiðsla úr sjó hefur aukist gríðarlega síðustu árin og mun aukast á komandi árum að sögn heimamanna. Samyrkjubú í mjaltatækjaframleiðslu Samyrkjubúið Afikim er nokkuð sérstakt vegna þess að það starfrækir framleiðslu á mjaltatækni! Merkið heitir Afimilk og þó það sé ekki þekkt vörumerki á Íslandi er það nokkuð útbreitt og sérstaklega meðal stærri kúabúa. Hópurinn heimsótti þetta samyrkjubú og eftir að hafa skoðað helstu framleiðslu búsins sem m.a. er í döðlufram- leiðslu, mangó og lárperum, var Afimilk heimsótt og þar var haldinn fyrirlestur um fyrirtækið og helstu nýjungar sem það er með á markaði. Sérstaða Afimilk er í raun sú að það framleiðir hefðbundna mjaltatækni en notast við fullkomna skynjara og greiningarbúnað sem gera allt hjarðeftirlit bæði einfalt og skilvirkt. Það er þó sérstaklega búnaður sem Afimilk notar til greininga á mjólk, um leið og kýrin er mjólkuð, sem er með þeim fullkomnari á markaðinum ef ekki sá fullkomnasti. Þessi búnaður getur t.d. mælt fituinnihald mjólkurinnar um leið og kýrin er mjólkuð og m.a. flokkað mjólk búsins í tvær mjólkurlagnir allt eftir vilja bóndans. Þannig getur búið t.d. verið með tvo mjólkurtanka og í öðrum þeirra geymt fituríka mjólk og í hinum fituminni mjólk svo dæmi sé tekið. Afar áhugaverð tækni sem etv. verður eftirspurn eftir frá afurðastöðvum í framtíðinni. Þá getur greiningarbúnaður Afimilk einnig greint það hvort kýrin sem er verið að mjólka sé yxna eða ekki auk fleiri atriða sem tengjast heilsufari hennar. 3 mjólka 1.100 kýr Af annars mörgum áhugaverðum heimsóknum til bænda í Ísrael þá var heimsóknin á samyrkjubúið Hof Hasharon einkar eftirminnileg. Þetta bú er það stærsta í Ísrael og með um 1.100 kýr og er auk þess eitt allra afurðahæsta bú landsins. Búinu er stjórnað af dýralækninum Dror Reznikov og tók hann á móti hópnum og sýndi þar allt sem við- kom búinu. Hverjum mátti strax vera ljóst að þarna er staðið afar fagmanlega að verki og mikið lagt upp úr skilvirkni bæði kúa og vinnuafls. Allir vinnuferlar eru þaulhugsaðir sem og hönnun þeirra bygginga sem eru á búinu svo nýting vinnuafls sé sem best og gönguleiðir stuttar. Þá sagði Dror frá því að þar sem búið er staðsett á vesturströnd Ísrael er oft vindur af hafi og hann sé nýttur til að kæla kýrnar með því að hliðar fjós-anna sem hýsa kýrnar snúa þannig að vindurinn getur leikið um kýrnar. Þrátt fyrir að kýrnar væru greinilega afar vel hirtar og skiluðu miklum afurðum var þó líklega afkastagetan við mjaltirnar sem vöktu mesta athygli en mjaltabásinn var svo- kallaður hraðútgangsbás með 30 mjaltatækjum til hvorrar handar og tækin því 60 í allt. Í básnum voru þó einungis þrír við mjaltir, þ.e. hver þeirra sá um 20 mjaltatæki. Það eru afköst í lagi svo ekki sé nú meira sagt! Menning og saga við hvert fótmál Þegar ferðast er um Ísrael eða Palestínu verður hverjum ferðamanni ljóst að þarna er farið um svæði þar sem sagan er við hvert fótmál. Ekki verður hér gerð djúpstæð tilraun til þess að lýsa hinum svokallaða menningarlega hluta ferðarinnar en hann náði m.a. til skoðunarferðar til Jerúsalem, að fæðingarstað Krists í Betlehem í Palestínu og til hinar gömlu borgar Jaffa við Tel Aviv. Þá var skroppið í sundferð í Dauðahafið, haldið upp á hið forna virki Masada, áð við Qasr el Yahud þar sem talið er að Kristur hafi hlotið skírn sína í ánni Jórdan, að húsinu þar sem María mey bjó í Nasaret, að landamærunum við Sýrland og til hinnar fornu hafnarborgar Rómverja Caesarea Maritima svo það helsta sé nú tínt til. Hópmynd, þessi var tekin á hinum fornfræga keppnisvelli í Caesarea maritima – þar sem Rómverjar skemmtu sér við kerrureið (Ben Hur…) Dýravelferðarvottanir eru staðfesting óháðs þriðja aðila á því að aðbúnaður og meðhöndlun dýranna sé í samræmi við ákveðinn dýravelferðarstaðal/reglur sem gengur lengra en almenn lög og reglugerðir um dýravelferð og aðbúnað. Dýravelferðarvottanir hafa hingað til verið mest áberandi í Bandaríkjunum. Þær bandarísku velferðarvottanir sem eru leiðandi, hafa raunveruleg áhrif á aðbúnað og meðhöndlun dýranna og er helst treystandi skv. fulltrúum verkefnisins Farm Forward, eru Certified Humane Raised and Handled, Global Animal Partnership sem var upphaflega búin til af Whole Foods Market en varð síðar að almennri vottun, Animal Welfare Approved (AWA) og American Grassfed. Innan Evrópusambandsins er engin sérstök velferðarvottun búfjár til en ólíkar vottanir eru í boði í ólíkum löndum, bæði opinberar og í eigu fyrirtækja. Dæmi um það er opinbera merkið í Danmörku fyrir svínaræktendur, Bedre Dyrevelfærd og merki verslunarkeðjunnar Coop, Dyrevelfærd, Det Gode Staldliv. Coop, sem er með ríflega þriðjungs markaðshlutdeild í Danmörku, ákvað að gera sitt eigið merki þar sem forsvarsmenn hennar telja hið opinbera merki vera ákveðinn hvítþvott og segja sitt merki byggjast á áreiðanlegri og strangari reglum. Neytendur í Danmörku virðast á sama máli því kannanir hafa sýnt að þeir telji það ekki nógu metnaðarfullt. Samevrópsk löggjöf Sífellt meiri þrýstingur er á samevrópska löggjöf sem rétt er að taka fram að væri ekki „valkvæð vottun“ eins og verkefni höfundar snérist um. Samkvæmt rannsóknargreininni „Dýravelferð innan Evrópusambandsins“ sem var gefin út árið 2017 að beiðni Evrópuþingnefndar, er þörf á almennum dýravelferðarlögum og sérstökum lögum um ákveðnar dýrategundir, þar sem núverandi dýravelferðarstefna og löggjöf ESB nái ekki til flestra dýrategunda sem haldnar séu innan sambandsins, þ.á.m. þeirra þar sem velferðarvandamálin eru mest. ISO staðall um dýravelferð Alþjóðlegur ISO staðall ISO/ TS 34700:2016 Animal welfare management -- General requirements and guidance for organizations in the food supply chain var gefinn út í lok árs 2016. Markmið hans er að tryggja velferð sláturdýra um allan heim í gegnum ákveðin markmið sem tilgreind eru í staðlinum. Aukin vitund almennings um meðferð sláturdýra og þrýstingur á úrbætur, sem og aðgerðir framleiðenda til að bregðast við því, stuðlaði að gerð þessa staðals. Staðlinum er ætlað að hjálpa matvæla- og fóðuriðnaðinum að tryggja velferð sláturdýra í gegnum virðiskeðjuna með því að þróa dýravelferðaráætlun sem er í samræmi við velferðarviðmið (e: Terrestrial Animal Health Code) Alþjóða dýravelferðarstofnunarinnar (OIE). Aðild að henni eiga 181 ríki, þ.m.t. Ísland, en meginmarkmið hennar er að bæta dýraheilbrigði á heimsvísu. Á Íslandi Þegar þetta er ritað er enginn íslenskur framleiðandi með sérstaka dýravelferðarvottun. Allnokkrir gera þó út á aukna dýravelferð í sinni framleiðslu og markaðssetningu, en neytendur þurfa í þeim tilvikum að treysta orðum framleiðandans. Rétt er að taka það fram að í reglum um lífræna vottun eru strangar kröfur gerðar til dýravelferðar og má því segja að hún feli í sér dýravelferðarvottun. Nú eru fjórtán framleiðendur með slíka vottun (ræktun sauðfjár, nautgripa, varphænsna og eldisseiða, auk eins sláturhúss). Vottunarstofan Tún er faggild til slíkrar vottunar, en að því frátöldu er enginn aðili hér á landi með faggildingu til vottunar samkvæmt sérstökum dýravelferðarstaðli. – Oddný Anna Björnsdóttir er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og bóndi í Gautavík. Greinar í Bændablaðinu um vottanir og upprunamerkingar byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018. Greiningin er aðgengileg í heild sinni á vef Íslandsstofu. VOTTANIR & UPPRUNAMERKINGAR MATVÆLA Oddný Anna Björnsdóttir objornsdottir@gmail.com Dýravelferðarvottanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.